Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 10:14 Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir Eld Smára Kristinsson, formann Samtakanna 22. Samsett Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur. „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það,“ skrifaði Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í færslu á X á laugardag en um helgina fór fram landsþing Miðflokksins. Vísar hann í að Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland og stuðningskona Miðflokksins, yfirgaf fundinn um stund vegna kvenna sem sögðu að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir orðalag Elds Smára um fundinn í færslu á Facebook. „Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna samkynhneigður karlmaður sem sjálfur tilheyrir minnihlutahópi sem þurft hefur að berjast fyrir sínum réttindum í þjóðfélaginu með blóð, svita, tárum og oft lífi sínu, finnur hjá sér svo mikla þörf sem raun ber vitni að ráðast sérstaklega gegn tilveru transfólks með því ótrúlega hatri sem hann einmitt er svo þekktur fyrir,“ segir hún. Hún segir að konurnar tvær sem fóru fyrir umræðunni um sískonur hafi verið sér sjálfar til algjörrar skammar og sýnt fram á skort á manngæsku og tillitsemi. Hún spyr hvort stuðningsmenn Miðflokksins ættu að sætta sig við yfirlýsingar Elds. „Þar sem viljandi er ekki bara verið að vega persónulega að frábærri reynslumikilli konu, sönnum Miðflokksfélaga og einum af stofnfélögum flokksins, vegna þess eins að vera transkona, heldur er einnig með miklum og einbeittum vilja verið að breiða út þann falsáróður til þjóðarinnar að meirihluti Miðflokkskvenna séu á móti trans einstaklingum og þeir séu ekki velkomnir í flokkinn? Á þá bara ekki að ganga alla leið og banna samkynhneigða líka?“ Í færslu Elds Smára tók hann fram að Anna Margrét hefði ekki einungis yfirgefið fundinn heldur einnig ekki látið sjá sig við kvöldverðinn. „Ég var ( kannski sem betur fer ) ekki á staðnum þegar þetta átti sér stað í dag, en margar konur komu og leituðu til mín í kvöld og þökkuðu mér fyrir valdeflinguna. Fyrir það er ég djúpt snortinn,“ segir hann. Ágústa bendir á að hún sjálf hafi heldur ekki mætt í kvöldverðinn en Eldur Smári hafi ekki látið það sig varða. Þá, fyrst hann hafi ekki verið á staðnum, hafi hann einnig misst af þrumuræðu Önnu Margrétar á sunnudeginum en að sögn Ágústu hlaut hún standandi lófaklapp fyrir og fögnuð nánast allra í salnum. „Kæru félagar. Ætlum við að leyfa þessum eldi að brenna áfram óáreittum innan flokksins og breiða út mannhatur í nafni hans? Ætlar forystan að leyfa það? Er það málfrelsi?“ spyr Ágústa og lýkur færslunni á orðunum „slökkvum eldinn.“ Málefni trans fólks Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það,“ skrifaði Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í færslu á X á laugardag en um helgina fór fram landsþing Miðflokksins. Vísar hann í að Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland og stuðningskona Miðflokksins, yfirgaf fundinn um stund vegna kvenna sem sögðu að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir orðalag Elds Smára um fundinn í færslu á Facebook. „Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna samkynhneigður karlmaður sem sjálfur tilheyrir minnihlutahópi sem þurft hefur að berjast fyrir sínum réttindum í þjóðfélaginu með blóð, svita, tárum og oft lífi sínu, finnur hjá sér svo mikla þörf sem raun ber vitni að ráðast sérstaklega gegn tilveru transfólks með því ótrúlega hatri sem hann einmitt er svo þekktur fyrir,“ segir hún. Hún segir að konurnar tvær sem fóru fyrir umræðunni um sískonur hafi verið sér sjálfar til algjörrar skammar og sýnt fram á skort á manngæsku og tillitsemi. Hún spyr hvort stuðningsmenn Miðflokksins ættu að sætta sig við yfirlýsingar Elds. „Þar sem viljandi er ekki bara verið að vega persónulega að frábærri reynslumikilli konu, sönnum Miðflokksfélaga og einum af stofnfélögum flokksins, vegna þess eins að vera transkona, heldur er einnig með miklum og einbeittum vilja verið að breiða út þann falsáróður til þjóðarinnar að meirihluti Miðflokkskvenna séu á móti trans einstaklingum og þeir séu ekki velkomnir í flokkinn? Á þá bara ekki að ganga alla leið og banna samkynhneigða líka?“ Í færslu Elds Smára tók hann fram að Anna Margrét hefði ekki einungis yfirgefið fundinn heldur einnig ekki látið sjá sig við kvöldverðinn. „Ég var ( kannski sem betur fer ) ekki á staðnum þegar þetta átti sér stað í dag, en margar konur komu og leituðu til mín í kvöld og þökkuðu mér fyrir valdeflinguna. Fyrir það er ég djúpt snortinn,“ segir hann. Ágústa bendir á að hún sjálf hafi heldur ekki mætt í kvöldverðinn en Eldur Smári hafi ekki látið það sig varða. Þá, fyrst hann hafi ekki verið á staðnum, hafi hann einnig misst af þrumuræðu Önnu Margrétar á sunnudeginum en að sögn Ágústu hlaut hún standandi lófaklapp fyrir og fögnuð nánast allra í salnum. „Kæru félagar. Ætlum við að leyfa þessum eldi að brenna áfram óáreittum innan flokksins og breiða út mannhatur í nafni hans? Ætlar forystan að leyfa það? Er það málfrelsi?“ spyr Ágústa og lýkur færslunni á orðunum „slökkvum eldinn.“
Málefni trans fólks Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira