Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2025 07:31 Norskir skíðaskotfimimenn mæta á keppnistaðinn í Þýskalandi með þyrlu sem þykir mjög óvenjulegt. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Norskir skíðaskotfimimenn hafa tekið þá sérstöku ákvörðun að fljúga með einkaþyrlu á næstu keppni sína. Um helgina fer fram sýningarmótið „Loop One“ í fyrsta sinn en það verður haldið í Ólympíugarðinum í München. Tímabilið byrjar vanalega ekki svo snemma hjá bestu skíðaskotfimimönnum heims og norska ríkisútvarpið segir að það séu ekki allir ánægðir með þessa nýjung Alþjóðaskíðaskotfimissambandsins (IBU). Keppnin rekst meðal annars á við háfjallaæfingabúðir norska landsliðsins í Lavazè þar sem undirbúningurinn fyrir Vetrarólympíuleikana er þegar hafinn. „Það verður svolítið erfitt að gera hvort tveggja. En svo hafa stjórnendurnir fundið lausn sem er eins hagkvæm og mögulegt er, sem er kannski ekki það sem við viljum standa fyrir hvað varðar sjálfbærni,“ sagði Sturla Holm Lægreid við NRK. Þar vísar hann í átak hjá skíðagöngumönnunum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda var nefnt af Norska skíðaskotfimissambandinu sem eitt af þremur mikilvægum málum fyrir sambandið undir þemanu sjálfbærni. Þeir hafa sett sér það undirmarkmið að minnka kolefnisspor sitt fyrir árið 2026. Lausnin er því ekki hagkvæm fyrir umhverfið en hún er sú að norsku skíðaskotfimistjörnurnar munu taka þyrlu frá Norður-Ítalíu til Þýskalands, ferð sem tekur eina klukkustund en þetta eru um tvö hundruð kílómetrar í beinni loftlínu. Sama vegalengd myndi taka um fimm klukkustundir í bíl. Þyrluflugið kostar fjórtán þúsund evrur fram og til baka, sem eru tæplega tvær milljónir í íslenskum krónum. Að sögn Per Arne Botnan, íþróttastjóra hjá Norska skíðaskotfimissambandinu, stefna þeir nú á að taka tvær þyrlur til að koma öllum keppendum og þjálfurum frá Lavazè. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vildi í upphafi, en svo koma Ólympíuleikarnir og þetta er eitthvað sem við teljum okkur neydd til af IBU. Þetta var eina leiðin til að takmarka skaðann af háfjalladvölinni,“ sagði Lægreid. Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Um helgina fer fram sýningarmótið „Loop One“ í fyrsta sinn en það verður haldið í Ólympíugarðinum í München. Tímabilið byrjar vanalega ekki svo snemma hjá bestu skíðaskotfimimönnum heims og norska ríkisútvarpið segir að það séu ekki allir ánægðir með þessa nýjung Alþjóðaskíðaskotfimissambandsins (IBU). Keppnin rekst meðal annars á við háfjallaæfingabúðir norska landsliðsins í Lavazè þar sem undirbúningurinn fyrir Vetrarólympíuleikana er þegar hafinn. „Það verður svolítið erfitt að gera hvort tveggja. En svo hafa stjórnendurnir fundið lausn sem er eins hagkvæm og mögulegt er, sem er kannski ekki það sem við viljum standa fyrir hvað varðar sjálfbærni,“ sagði Sturla Holm Lægreid við NRK. Þar vísar hann í átak hjá skíðagöngumönnunum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda var nefnt af Norska skíðaskotfimissambandinu sem eitt af þremur mikilvægum málum fyrir sambandið undir þemanu sjálfbærni. Þeir hafa sett sér það undirmarkmið að minnka kolefnisspor sitt fyrir árið 2026. Lausnin er því ekki hagkvæm fyrir umhverfið en hún er sú að norsku skíðaskotfimistjörnurnar munu taka þyrlu frá Norður-Ítalíu til Þýskalands, ferð sem tekur eina klukkustund en þetta eru um tvö hundruð kílómetrar í beinni loftlínu. Sama vegalengd myndi taka um fimm klukkustundir í bíl. Þyrluflugið kostar fjórtán þúsund evrur fram og til baka, sem eru tæplega tvær milljónir í íslenskum krónum. Að sögn Per Arne Botnan, íþróttastjóra hjá Norska skíðaskotfimissambandinu, stefna þeir nú á að taka tvær þyrlur til að koma öllum keppendum og þjálfurum frá Lavazè. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vildi í upphafi, en svo koma Ólympíuleikarnir og þetta er eitthvað sem við teljum okkur neydd til af IBU. Þetta var eina leiðin til að takmarka skaðann af háfjalladvölinni,“ sagði Lægreid.
Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira