Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. október 2025 15:53 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkfall flugumferðarstjóra hafa umtalsverð áhrif á íslenskt hagkerfi. Þeir telji sig undanskilda viðmiðum gildandi kjarasamninga um að ná efnahagslegum stöðugleika. „Verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðastjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúruhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið,“ skrifar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í aðsendri grein á Vísi. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hafa boðað fimm verkföll á næstu dögum og hefst það fyrsta annað kvöld klukkan tíu. Deilur flugumferðarstjóra og samtakanna var vísað til ríkissáttasemjara í apríl en flugumferðarstjórarnir hafa verið samningslausir frá áramótum. Ekki hefur verið boðaður fundur í dag svo það telst líklegt að það verði af verkfallinu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, að þau séu að reyna að semja um launahækkanir í samræmi við almenna launaþróun. „Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið,“ segir Sigríður Margrét. Hún segir stétt þeirra ansi fámenna en þrátt fyrir það sé beinn kostnaður hagkerfisins vegna stöðvunar flugsamgangna í einn dag um 1,5 milljarður króna. Ekki einungis verði hagkerfið af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna heldur skerði það einnig ímynd Íslands og trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. „Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á,“ segir Sigríður Margrét. Kjaramál Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
„Verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðastjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúruhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið,“ skrifar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í aðsendri grein á Vísi. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hafa boðað fimm verkföll á næstu dögum og hefst það fyrsta annað kvöld klukkan tíu. Deilur flugumferðarstjóra og samtakanna var vísað til ríkissáttasemjara í apríl en flugumferðarstjórarnir hafa verið samningslausir frá áramótum. Ekki hefur verið boðaður fundur í dag svo það telst líklegt að það verði af verkfallinu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, að þau séu að reyna að semja um launahækkanir í samræmi við almenna launaþróun. „Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið,“ segir Sigríður Margrét. Hún segir stétt þeirra ansi fámenna en þrátt fyrir það sé beinn kostnaður hagkerfisins vegna stöðvunar flugsamgangna í einn dag um 1,5 milljarður króna. Ekki einungis verði hagkerfið af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna heldur skerði það einnig ímynd Íslands og trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. „Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á,“ segir Sigríður Margrét.
Kjaramál Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira