Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2025 14:17 Þorsteinn Roy Jóhannsson og Arnar Pétursson deila. Arnar Pétursson varð í dag Íslandsmeistari í víðavangshlaupum. Talsverð dramatík var í karlaflokknum en Þorsteinn Roy Jóhannsson var dæmdur úr leik fyrir að hrinda sigurvegaranum. Arnar kom fyrstur í mark í hlaupinu í dag en Þorsteinn annar. Til orðaskipta kom á milli þeirra á lokasprettinum eins og sjá má á Instagram-síðu hlaðvarpsins Langa. Í samtali við Vísi segir Þorsteinn að hann hafi verið réttilega dæmdur úr leik. „Það var smá hasar í þessu. Ég var búinn að leiða í smá tíma og Arnar var á eftir mér. Hann var það nálægt mér að hann sparkaði undir sólann á mér í þrígang í hlaupinu,“ sagði Þorsteinn. „Þetta gerist ítrekað í hlaupum þar sem hann er á eftir mér. Ég er búinn að vera smá pirraður á þessu undanfarið. Ég skammaði hann hressilega í fyrsta sinn og bað hann um að hætta þessu. Svo gerðist þetta aftur og ég missti hausinn í lokin.“ Þorsteinn segist ekki vera stoltur af viðbrögðum sínum. „Ég var búinn að fá nóg, hraunaði yfir hann, stuggaði við honum og var réttilega dæmdur úr leik,“ sagði Þorsteinn. „Arnar kærði mig fyrir að ýta honum og það má ekki. Ég var því dæmdur úr leik. Arnar vann þetta. Hann var sterkari í dag og varð Íslandsmeistari.“ Eftir að Þorsteinn var dæmdur úr leik færðist Jökull Bjarkason upp í 2. sætið og Stefán Pálsson í það þriðja. Þorsteinn sagði að mælirinn hefði orðið fullur hjá sér í dag. „Þetta hefur gerst undanfarið í hlaupum þar sem hann er á eftir mér og ég er að leiða. Þetta gerist reglulega, hvort sem það er óvart eða ekki, á ekki að sparka undir sólann á næsta manni,“ sagði Þorsteinn. „Ég er frekar umburðarlyndur maður þannig að ég hef ekkert verið að skamma hann mikið en ég er kominn með nóg af því, hann hætti ekki og svo missti ég hausinn.“ Arnar kom í mark á tímanum 31:32 mínútum en Jökull á 31:57 mínútum og Stefán á 32:37 mínútum. Úrslit hlaupsins má sjá með því að smella hér. Hlaup Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Arnar kom fyrstur í mark í hlaupinu í dag en Þorsteinn annar. Til orðaskipta kom á milli þeirra á lokasprettinum eins og sjá má á Instagram-síðu hlaðvarpsins Langa. Í samtali við Vísi segir Þorsteinn að hann hafi verið réttilega dæmdur úr leik. „Það var smá hasar í þessu. Ég var búinn að leiða í smá tíma og Arnar var á eftir mér. Hann var það nálægt mér að hann sparkaði undir sólann á mér í þrígang í hlaupinu,“ sagði Þorsteinn. „Þetta gerist ítrekað í hlaupum þar sem hann er á eftir mér. Ég er búinn að vera smá pirraður á þessu undanfarið. Ég skammaði hann hressilega í fyrsta sinn og bað hann um að hætta þessu. Svo gerðist þetta aftur og ég missti hausinn í lokin.“ Þorsteinn segist ekki vera stoltur af viðbrögðum sínum. „Ég var búinn að fá nóg, hraunaði yfir hann, stuggaði við honum og var réttilega dæmdur úr leik,“ sagði Þorsteinn. „Arnar kærði mig fyrir að ýta honum og það má ekki. Ég var því dæmdur úr leik. Arnar vann þetta. Hann var sterkari í dag og varð Íslandsmeistari.“ Eftir að Þorsteinn var dæmdur úr leik færðist Jökull Bjarkason upp í 2. sætið og Stefán Pálsson í það þriðja. Þorsteinn sagði að mælirinn hefði orðið fullur hjá sér í dag. „Þetta hefur gerst undanfarið í hlaupum þar sem hann er á eftir mér og ég er að leiða. Þetta gerist reglulega, hvort sem það er óvart eða ekki, á ekki að sparka undir sólann á næsta manni,“ sagði Þorsteinn. „Ég er frekar umburðarlyndur maður þannig að ég hef ekkert verið að skamma hann mikið en ég er kominn með nóg af því, hann hætti ekki og svo missti ég hausinn.“ Arnar kom í mark á tímanum 31:32 mínútum en Jökull á 31:57 mínútum og Stefán á 32:37 mínútum. Úrslit hlaupsins má sjá með því að smella hér.
Hlaup Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira