Íslenski boltinn

Berg­lind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir ásamt Ólafi Hrafni Ólafssyni, varaformanni ÍTF, og syni sínum.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir ásamt Ólafi Hrafni Ólafssyni, varaformanni ÍTF, og syni sínum. vísir/anton

Íslandsmeistarar Breiðabliks eiga bæði marka- og stoðsendingahæstu leikmenn Bestu deildar kvenna.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir varð markadrottning Bestu deildarinnar en hún skoraði 23 mörk, fimm mörkum meira en samherji sinn, Birta Georgsdóttir.

Þetta er í þriðja sinn sem Berglind fær Gullskóinn en hún fékk hann einnig 2018 og 2019.

Agla María Albertsdóttir og Ólafur Hrafn.vísir/anton

Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, lagði upp flest mörk allra í Bestu deildinni. Þær Berglind fengu viðurkenningar sínar eftir leik Breiðabliks og FH í lokaumferð Bestu deildarinnar í dag. Blikar unnu leikinn, 3-2.


Tengdar fréttir

Birta valin best

Blikinn Birta Georgsdóttir var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili af leikmönnum deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×