„Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Hjörvar Ólafsson skrifar 19. október 2025 21:43 Sigurður Egill Lárusson að loknum síðasta heimaleik sínum með Val. Vísir/Sigurjón Guðni Sigurður Egill Lárusson, leikjahæsti leikmaður í sögu Vals, er ekki sáttur við hvernig viðskilnaður hans við félagið bar að. Sigurður Egill skoraði eitt mark og lagði upp annað í síðasta heimaleik hans fyrir Val þegar liðið gerði 4-4 jafntefli við FH í næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. „Síðustu dagar hafa verið erfiðir og ég er ekki alveg búinn að melta það að ég sé að fara að yfirgefa Val. Mér finnst líka frekar slakt að fá skilaboð í gegnum messenger að minni þjónustu sé ekki óskað lengur hjá félaginu. Eftir 13 ár hjá Val finnst mér ég eiga betra skilið,“ sagði Sigurður Egill um viðskilnaðinn. „Það hefur enginn í stjórninni rætt við mig fyrir utan þessa skilaboð þar sem fram kemur að samningurinn við mig yrði ekki framlengdur. Mér þykir vænt um Val og hefði kosið að skilja við félagið á annan og betri hátt,“ sagði Sigurður Egill. „Ég var ólíkur sjálfum mér í upphafi leiks og það tók mig smá tíma að koma mér inn í leikinn. Eftir það gekk þetta bara vel og ég náði að hrista úr mér þær tilfinningar sem hafa verið að brjótast um hjá mér í aðdraganda þessa leiks,“ sagði vinstri bakvörðurinn sem skoraði úr vítaspyrnu og lagði upp mark Tryggva Hrafns Haraldssonar. „Nú er ég bara að einbeita mér að því að klára tímabilið með Val og svo fer ég að pæla í því hvað tekur við. Síminn fór á flug eftir að ég setti tilkynningu í loftið um að ég yrði ekki áfram hjá Val. Við sjáum svo bara hvað setur með hvað ég geri,“ sagði hann um framhaldið. Sigurður Egill varð fyrr í sumar leikjahæsti leikmaður í sögu Vals en hann yfirgefur félagið að loknum leik Valsliðsins við uppeldisfélag hans, Víking, í lokaumferð deildarinnar. Besta deild karla Valur Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
„Síðustu dagar hafa verið erfiðir og ég er ekki alveg búinn að melta það að ég sé að fara að yfirgefa Val. Mér finnst líka frekar slakt að fá skilaboð í gegnum messenger að minni þjónustu sé ekki óskað lengur hjá félaginu. Eftir 13 ár hjá Val finnst mér ég eiga betra skilið,“ sagði Sigurður Egill um viðskilnaðinn. „Það hefur enginn í stjórninni rætt við mig fyrir utan þessa skilaboð þar sem fram kemur að samningurinn við mig yrði ekki framlengdur. Mér þykir vænt um Val og hefði kosið að skilja við félagið á annan og betri hátt,“ sagði Sigurður Egill. „Ég var ólíkur sjálfum mér í upphafi leiks og það tók mig smá tíma að koma mér inn í leikinn. Eftir það gekk þetta bara vel og ég náði að hrista úr mér þær tilfinningar sem hafa verið að brjótast um hjá mér í aðdraganda þessa leiks,“ sagði vinstri bakvörðurinn sem skoraði úr vítaspyrnu og lagði upp mark Tryggva Hrafns Haraldssonar. „Nú er ég bara að einbeita mér að því að klára tímabilið með Val og svo fer ég að pæla í því hvað tekur við. Síminn fór á flug eftir að ég setti tilkynningu í loftið um að ég yrði ekki áfram hjá Val. Við sjáum svo bara hvað setur með hvað ég geri,“ sagði hann um framhaldið. Sigurður Egill varð fyrr í sumar leikjahæsti leikmaður í sögu Vals en hann yfirgefur félagið að loknum leik Valsliðsins við uppeldisfélag hans, Víking, í lokaumferð deildarinnar.
Besta deild karla Valur Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira