Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 09:07 Dagur Kári Ólafsson hefur nú skráð sig stóru letri í sögubækur íslenskra fimleika. FSÍ Mikil tímamót urðu í íslenskum fimleikum í dag þegar Dagur Kári Ólafsson varð fyrstur Íslendinga til að tryggja sér sæti í úrslitum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum. Heimsmeistaramótið fer fram í Jakarta í Indónesíu og er óhætt að segja að mikil gleði ríki í íslenska hópnum eftir að ljóst varð að Dagur Kári hefði náð inn í úrslitin í fjölþraut. Íslendingar hafa áður átt fulltrúa í úrslitum á einstöku áhaldi á HM en aldrei í fjölþrautinni. Hann átti frábæran keppnisdag í gær en þá áttu enn tveir hópar eftir að keppa í dag og því óvíst hvort árangurinn dygði til að komast inn í úrslitin. Sátu menn og veltu vöngum yfir möguleikunum, og spennan var svo mikil í dag eftir því sem nær dró lokum undankeppninnar. Svo fór að Dagur Kári hafnaði í 24. sæti undankeppninnar og verður þar með fyrsti Íslendingurinn til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM. Úrslitin fara fram á miðvikudaginn en fyrst stígur kvennalandsliðið á stokk á morgun. Dagur Kári hlaut samtals 75,365 í einkunn og endaði 0,66 stigum fyrir ofan Ungverjann Benedek Tomcsanyi sem varð í 25. sæti og er fyrsti varamaður inn í úrslitin. Einkunnirnar sem Dagur Kári hlaut voru 12,733 á gólfi, 13,466 á bogahesti, 11,433 í hringjum, 13,400 í stökki, 12,433 á tvíslá og 11,900 á svifrá. „Fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er“ „Það eru fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er af fólkinu okkar öllu,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, á heimasíðu sambandsins. „Teymið á bak við þennan árangur og vinnan sem þau hafa lagt í verkefnið er ómæld og unnin af sannri ástríðu. Nú er uppskera og það eru forréttindi að fá að fylgjast með þeim ná markmiðum sínum. Þessi árangur er ekki aðeins vitnisburður um fagleg vinnubrögð og elju, heldur líka um samstöðu og ástríðu sem einkennir fólkið okkar. Gleðin heldur svo áfram á morgun þegar við hvetjum konurnar okkar til dáða. Áfram íslenskir fimleikar,“ segir Sólveig. „Erum að átta okkur á þessum niðurstöðum en erum staðráðnir í að nýta þetta tækifæri til fulls og skilja allt eftir í keppnissalnum,“ segir Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari, í hálfgerðu sjokki eftir daginn eins og segir á heimasíðu FSÍ. Fimleikar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Sjá meira
Heimsmeistaramótið fer fram í Jakarta í Indónesíu og er óhætt að segja að mikil gleði ríki í íslenska hópnum eftir að ljóst varð að Dagur Kári hefði náð inn í úrslitin í fjölþraut. Íslendingar hafa áður átt fulltrúa í úrslitum á einstöku áhaldi á HM en aldrei í fjölþrautinni. Hann átti frábæran keppnisdag í gær en þá áttu enn tveir hópar eftir að keppa í dag og því óvíst hvort árangurinn dygði til að komast inn í úrslitin. Sátu menn og veltu vöngum yfir möguleikunum, og spennan var svo mikil í dag eftir því sem nær dró lokum undankeppninnar. Svo fór að Dagur Kári hafnaði í 24. sæti undankeppninnar og verður þar með fyrsti Íslendingurinn til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM. Úrslitin fara fram á miðvikudaginn en fyrst stígur kvennalandsliðið á stokk á morgun. Dagur Kári hlaut samtals 75,365 í einkunn og endaði 0,66 stigum fyrir ofan Ungverjann Benedek Tomcsanyi sem varð í 25. sæti og er fyrsti varamaður inn í úrslitin. Einkunnirnar sem Dagur Kári hlaut voru 12,733 á gólfi, 13,466 á bogahesti, 11,433 í hringjum, 13,400 í stökki, 12,433 á tvíslá og 11,900 á svifrá. „Fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er“ „Það eru fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er af fólkinu okkar öllu,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, á heimasíðu sambandsins. „Teymið á bak við þennan árangur og vinnan sem þau hafa lagt í verkefnið er ómæld og unnin af sannri ástríðu. Nú er uppskera og það eru forréttindi að fá að fylgjast með þeim ná markmiðum sínum. Þessi árangur er ekki aðeins vitnisburður um fagleg vinnubrögð og elju, heldur líka um samstöðu og ástríðu sem einkennir fólkið okkar. Gleðin heldur svo áfram á morgun þegar við hvetjum konurnar okkar til dáða. Áfram íslenskir fimleikar,“ segir Sólveig. „Erum að átta okkur á þessum niðurstöðum en erum staðráðnir í að nýta þetta tækifæri til fulls og skilja allt eftir í keppnissalnum,“ segir Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari, í hálfgerðu sjokki eftir daginn eins og segir á heimasíðu FSÍ.
Fimleikar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Sjá meira