„Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2025 08:31 Dagur Kári verður fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum. Fimleikasamband Íslands Dagur Kári Ólafsson beið stressaður eftir niðurstöðum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum og gleðin varð því mikil þegar hann komst áfram í úrslit, fyrstur Íslendinga. Hann bíður nú spenntur eftir því að keppa við menn sem hann er vanur að sjá bara í sjónvarpinu. Dagur átti frábæran keppnisdag á sunnudag og sat í 14. sæti en þá áttu tveir hópar áttu enn eftir að keppa og spennan var því gríðarleg þegar Dagur mætti að fylgjast með keppninni í gær og komast að því hvort hann kæmist áfram í úrslit. „Það var dálítið erfitt að fara að sofa og bíða eftir úrslitunum. Ég horfði á keppnina mjög stressaður“ sagði Dagur í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Á endanum varð Dagur í 24. sæti, 0,66 stigum fyrir ofan næsta mann, sem kom honum áfram í úrslitin á morgun, miðvikudag, og stimplaði hann sem einn af 24 bestu fjölþrauta fimleikamönnum heims. „Eitt smá skref eða mistök hefði kostað þarna, sem segir manni bara hversu tæpt þetta er í þessari íþrótt, en það var geggjuð tilfinning [þegar lokaúrslit urðu ljós], ég get ekki lýst henni. Mér hefur aldrei liðið svona áður, trúi þessu eiginlega ekki. Maður hefur oft séð svona í sjónvarpi, þessa 24 bestu, en þegar þetta gerist fyrir mann sjálfan, það er bara mjög skrítið“ sagði Dagur. Dagur Kári á tvíslánni.Fimleikasamband Íslands Árangur Dags Inga kom honum sjálfum skemmtilega á óvart og þó landsliðsþjálfarinn hafi haft fulla trú á sínum manni átti hann heldur ekki endilega von á þessu. „Ég meina, þetta hefur aldrei gerst áður“ sagði Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari. „Stóru markmiðin eru að komast í 24 bestu, fjölþrautarúrslitin, en ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að það myndi kannski gerast á Evrópumóti fyrst. Að gera það hér á stóra sviðinu, á heimsmeistaramóti, er algjörlega sturlað. Og að keppa svo á miðvikudaginn með þessum gæjum frá Japan og Kína, þessum stóru þjóðum, það er bara ólýsanlegt. Við höfum ekki gert þetta áður þannig að við þurfum bara að halda fókus, ekki gleyma okkur í gleðinni. Við eigum fullt inni og getum alveg gert betur en 24. sæti“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig. Dagur ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu, Ágústi Inga Davíðssyni og Valgarð Reinharðssyni, og þjálfaranum Róberti. Fimleikar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Dagur átti frábæran keppnisdag á sunnudag og sat í 14. sæti en þá áttu tveir hópar áttu enn eftir að keppa og spennan var því gríðarleg þegar Dagur mætti að fylgjast með keppninni í gær og komast að því hvort hann kæmist áfram í úrslit. „Það var dálítið erfitt að fara að sofa og bíða eftir úrslitunum. Ég horfði á keppnina mjög stressaður“ sagði Dagur í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Á endanum varð Dagur í 24. sæti, 0,66 stigum fyrir ofan næsta mann, sem kom honum áfram í úrslitin á morgun, miðvikudag, og stimplaði hann sem einn af 24 bestu fjölþrauta fimleikamönnum heims. „Eitt smá skref eða mistök hefði kostað þarna, sem segir manni bara hversu tæpt þetta er í þessari íþrótt, en það var geggjuð tilfinning [þegar lokaúrslit urðu ljós], ég get ekki lýst henni. Mér hefur aldrei liðið svona áður, trúi þessu eiginlega ekki. Maður hefur oft séð svona í sjónvarpi, þessa 24 bestu, en þegar þetta gerist fyrir mann sjálfan, það er bara mjög skrítið“ sagði Dagur. Dagur Kári á tvíslánni.Fimleikasamband Íslands Árangur Dags Inga kom honum sjálfum skemmtilega á óvart og þó landsliðsþjálfarinn hafi haft fulla trú á sínum manni átti hann heldur ekki endilega von á þessu. „Ég meina, þetta hefur aldrei gerst áður“ sagði Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari. „Stóru markmiðin eru að komast í 24 bestu, fjölþrautarúrslitin, en ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að það myndi kannski gerast á Evrópumóti fyrst. Að gera það hér á stóra sviðinu, á heimsmeistaramóti, er algjörlega sturlað. Og að keppa svo á miðvikudaginn með þessum gæjum frá Japan og Kína, þessum stóru þjóðum, það er bara ólýsanlegt. Við höfum ekki gert þetta áður þannig að við þurfum bara að halda fókus, ekki gleyma okkur í gleðinni. Við eigum fullt inni og getum alveg gert betur en 24. sæti“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig. Dagur ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu, Ágústi Inga Davíðssyni og Valgarð Reinharðssyni, og þjálfaranum Róberti.
Fimleikar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira