„Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2025 08:31 Dagur Kári verður fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum. Fimleikasamband Íslands Dagur Kári Ólafsson beið stressaður eftir niðurstöðum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum og gleðin varð því mikil þegar hann komst áfram í úrslit, fyrstur Íslendinga. Hann bíður nú spenntur eftir því að keppa við menn sem hann er vanur að sjá bara í sjónvarpinu. Dagur átti frábæran keppnisdag á sunnudag og sat í 14. sæti en þá áttu tveir hópar áttu enn eftir að keppa og spennan var því gríðarleg þegar Dagur mætti að fylgjast með keppninni í gær og komast að því hvort hann kæmist áfram í úrslit. „Það var dálítið erfitt að fara að sofa og bíða eftir úrslitunum. Ég horfði á keppnina mjög stressaður“ sagði Dagur í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Á endanum varð Dagur í 24. sæti, 0,66 stigum fyrir ofan næsta mann, sem kom honum áfram í úrslitin á morgun, miðvikudag, og stimplaði hann sem einn af 24 bestu fjölþrauta fimleikamönnum heims. „Eitt smá skref eða mistök hefði kostað þarna, sem segir manni bara hversu tæpt þetta er í þessari íþrótt, en það var geggjuð tilfinning [þegar lokaúrslit urðu ljós], ég get ekki lýst henni. Mér hefur aldrei liðið svona áður, trúi þessu eiginlega ekki. Maður hefur oft séð svona í sjónvarpi, þessa 24 bestu, en þegar þetta gerist fyrir mann sjálfan, það er bara mjög skrítið“ sagði Dagur. Dagur Kári á tvíslánni.Fimleikasamband Íslands Árangur Dags Inga kom honum sjálfum skemmtilega á óvart og þó landsliðsþjálfarinn hafi haft fulla trú á sínum manni átti hann heldur ekki endilega von á þessu. „Ég meina, þetta hefur aldrei gerst áður“ sagði Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari. „Stóru markmiðin eru að komast í 24 bestu, fjölþrautarúrslitin, en ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að það myndi kannski gerast á Evrópumóti fyrst. Að gera það hér á stóra sviðinu, á heimsmeistaramóti, er algjörlega sturlað. Og að keppa svo á miðvikudaginn með þessum gæjum frá Japan og Kína, þessum stóru þjóðum, það er bara ólýsanlegt. Við höfum ekki gert þetta áður þannig að við þurfum bara að halda fókus, ekki gleyma okkur í gleðinni. Við eigum fullt inni og getum alveg gert betur en 24. sæti“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig. Dagur ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu, Ágústi Inga Davíðssyni og Valgarð Reinharðssyni, og þjálfaranum Róberti. Fimleikar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Dagur átti frábæran keppnisdag á sunnudag og sat í 14. sæti en þá áttu tveir hópar áttu enn eftir að keppa og spennan var því gríðarleg þegar Dagur mætti að fylgjast með keppninni í gær og komast að því hvort hann kæmist áfram í úrslit. „Það var dálítið erfitt að fara að sofa og bíða eftir úrslitunum. Ég horfði á keppnina mjög stressaður“ sagði Dagur í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Á endanum varð Dagur í 24. sæti, 0,66 stigum fyrir ofan næsta mann, sem kom honum áfram í úrslitin á morgun, miðvikudag, og stimplaði hann sem einn af 24 bestu fjölþrauta fimleikamönnum heims. „Eitt smá skref eða mistök hefði kostað þarna, sem segir manni bara hversu tæpt þetta er í þessari íþrótt, en það var geggjuð tilfinning [þegar lokaúrslit urðu ljós], ég get ekki lýst henni. Mér hefur aldrei liðið svona áður, trúi þessu eiginlega ekki. Maður hefur oft séð svona í sjónvarpi, þessa 24 bestu, en þegar þetta gerist fyrir mann sjálfan, það er bara mjög skrítið“ sagði Dagur. Dagur Kári á tvíslánni.Fimleikasamband Íslands Árangur Dags Inga kom honum sjálfum skemmtilega á óvart og þó landsliðsþjálfarinn hafi haft fulla trú á sínum manni átti hann heldur ekki endilega von á þessu. „Ég meina, þetta hefur aldrei gerst áður“ sagði Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari. „Stóru markmiðin eru að komast í 24 bestu, fjölþrautarúrslitin, en ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að það myndi kannski gerast á Evrópumóti fyrst. Að gera það hér á stóra sviðinu, á heimsmeistaramóti, er algjörlega sturlað. Og að keppa svo á miðvikudaginn með þessum gæjum frá Japan og Kína, þessum stóru þjóðum, það er bara ólýsanlegt. Við höfum ekki gert þetta áður þannig að við þurfum bara að halda fókus, ekki gleyma okkur í gleðinni. Við eigum fullt inni og getum alveg gert betur en 24. sæti“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig. Dagur ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu, Ágústi Inga Davíðssyni og Valgarð Reinharðssyni, og þjálfaranum Róberti.
Fimleikar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira