Lífið

Björg­vin Franz kaupir 36 fer­metra í­búð í mið­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Björgvin Franz er fluttur í miðbæinn.
Björgvin Franz er fluttur í miðbæinn.

Leikarinn Björgvin Franz Gíslason hefur fest kaup á íbúð við Miðstræti í miðborg Reykjavíkur. Hann greiddi 49,9 milljónir króna fyrir eignina.

Nýverið skildu leiðir Björgvins og fyrrverandi eiginkonu hans, Berglindar Ólafsdóttur, en þau settu nýverið íbúð sína við Grensásveg til sölu. 

Nýja íbúðin er 35,8 fermetrar að stærð og er á þriðju hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1903. Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu og eldhús, svefnloft og flísalagt baðherbergi með sturtu. Á gólfum er ljóst parket. 

Úr íbúðinni er glæsilegt útsýni yfir miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur, sem og Tjörnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.