Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. október 2025 12:26 Íslandsbanki bregst nú við. Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega. Greint var frá því á Vísi í gær að Arion banki, Landsbankinn auk þriggja lífeyrissjóða hafi ákveðið að takmarka afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í síðustu viku. Þar var fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða gegn Íslandsbanka og voru skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti dæmdir ólögmætir. Sagði fasteignasali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri þegar farið að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Vinna í ráðuneytinu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir niðurstöðu hæstaréttar skynsamlega. „Það sem hæstiréttur bendir á er að þegar gerðir eru neytendasamningar er eðlilegt og í samræmi við lög að þeir sé gegnsæir svo neytendur geti áttað sig á kostnaðinum. Afleiðingarnar eru þær að það skapast ákveðin óvissa og við höfum séð afleiðingar þess núna að bankarnir halda að sér höndum.“ Hvað varðar óverðtryggð lán séu viðmiðin stýrivextir Seðlabankans. „En það kemur upp ákveðið vandamál varðandi verðtryggða vexti og það er vinna í gangi að kanna mðe hvaða hætti við gætum búið til eðlilegt viðmið fyrir slík lán.“ Óvissan vond en nauðsynleg Már Wolfgang Mixa dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlegt sé að finna út úr málinu svo tryggja megi lánaumhverfi framtíðar. Honum hugnist ekki hugmyndir um að miða breytilega vexti verðtryggðra lána við stýrivexti Seðlabankans. Að mínu mati er það algjörlega galið. Stýrivextir Seðlabankans flökta miklu meira heldur en langtímavextir og ég sé ekki af hverju íslensk heimili eigi að búa við meiri óvissu vegna flökts á vaxtastigi heldur en íslenska ríkið. Már segist telja að miða ætti við löng ríkistryggð bréf, bæði verðtryggð og óverðtryggð. „Stýrivextir fóru upp úr 0,75 prósentum upp í 9,75 prósent. Á sama tíma hækkaði ávöxtunarkrafa langra íslenskra skuldabréfa um um það bil helminginn af þeirri prósentu. Ef það væri miðað við stýrivexti væri enn meiri óvissa fyrir íslensk heimili heldur en ef það væri einfaldlega miðað við sambærilegt flökt hjá íslenska ríkinu.“ Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í gær að Arion banki, Landsbankinn auk þriggja lífeyrissjóða hafi ákveðið að takmarka afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í síðustu viku. Þar var fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða gegn Íslandsbanka og voru skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti dæmdir ólögmætir. Sagði fasteignasali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri þegar farið að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Vinna í ráðuneytinu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir niðurstöðu hæstaréttar skynsamlega. „Það sem hæstiréttur bendir á er að þegar gerðir eru neytendasamningar er eðlilegt og í samræmi við lög að þeir sé gegnsæir svo neytendur geti áttað sig á kostnaðinum. Afleiðingarnar eru þær að það skapast ákveðin óvissa og við höfum séð afleiðingar þess núna að bankarnir halda að sér höndum.“ Hvað varðar óverðtryggð lán séu viðmiðin stýrivextir Seðlabankans. „En það kemur upp ákveðið vandamál varðandi verðtryggða vexti og það er vinna í gangi að kanna mðe hvaða hætti við gætum búið til eðlilegt viðmið fyrir slík lán.“ Óvissan vond en nauðsynleg Már Wolfgang Mixa dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlegt sé að finna út úr málinu svo tryggja megi lánaumhverfi framtíðar. Honum hugnist ekki hugmyndir um að miða breytilega vexti verðtryggðra lána við stýrivexti Seðlabankans. Að mínu mati er það algjörlega galið. Stýrivextir Seðlabankans flökta miklu meira heldur en langtímavextir og ég sé ekki af hverju íslensk heimili eigi að búa við meiri óvissu vegna flökts á vaxtastigi heldur en íslenska ríkið. Már segist telja að miða ætti við löng ríkistryggð bréf, bæði verðtryggð og óverðtryggð. „Stýrivextir fóru upp úr 0,75 prósentum upp í 9,75 prósent. Á sama tíma hækkaði ávöxtunarkrafa langra íslenskra skuldabréfa um um það bil helminginn af þeirri prósentu. Ef það væri miðað við stýrivexti væri enn meiri óvissa fyrir íslensk heimili heldur en ef það væri einfaldlega miðað við sambærilegt flökt hjá íslenska ríkinu.“
Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira