Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2025 07:31 Viktor Bjarki Daðason skráði sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. EPA/Liselotte Sabroe Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er skiljanlega ánægður með hinn 17 ára gamla Viktor Bjarka Daðason sem í gærkvöld varð sá þriðji yngsti til að skora í allri sögu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Viktori Bjarka síðustu daga. FCK tryggði sér krafta hans í fyrra, þegar hann var enn aðeins 15 ára, og nú hefur framherjinn ungi fengið sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins, og heldur betur nýtt þau. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK síðasta föstudag og átti stoðsendingu í leik gegn Silkeborg, og skoraði svo mark á því korteri sem hann spilaði gegn Dortmund á Parken í gær, í 4-2 tapi gegn þýska stórliðinu. Viktor er því þegar kominn með mark og stoðsendingu á þeim sextíu mínútum sem hann hefur spilað fyrir liðið. „Við erum ánægð með þessa byrjun hjá honum og hann mun fá fleiri tækifæri og fleiri leiki í framhaldinu til þess að þroskast með liðsfélögum sínum hér – bæði til skemmri og lengri tíma,“ sagði Neestrup á blaðamannafundi í gærkvöld. Kann hluti sem aðrir í liðinu kunna ekki Neestrup hafði áður viðurkennt að hann þyrfti á Viktori að halda, vegna meiðsla Andreasar Cornelius, því þessi ungi Íslendingur hefði hæfileika í vítateignum sem aðrir í leikmannahópnum hefðu ekki. „Þetta er leikmaður með mikla hæfileika og það er mikilvægt að hann geti komið inn og lagt sitt að mörkum. Hann kann sitt í teignum og það sem hann kann að gera er eitthvað sem aðrir hafa ekki. Án þess að ég vilji leggja of mikla pressu á þennan unga mann þá gæti hann því orðið okkar jóker fram að jólum,“ sagði Neestrup og lýsti þannig Viktori sem dýrmætu breytispili sem hægt væri að spila út. Aðeins fimmti Íslendingurinn Viktor er að sjálfsögðu yngsti Íslendingurinn sem skorað hefur í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu og jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem nær því. Hinir eru Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Alfreð Finnbogason. Næsti leikur Viktors Bjarka gæti verið á á sunnudaginn þegar Viborg mætir á Parken, í dönsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins í Meistaradeild Evrópu er 4. nóvember gegn Tottenham í Lundúnum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Viktori Bjarka síðustu daga. FCK tryggði sér krafta hans í fyrra, þegar hann var enn aðeins 15 ára, og nú hefur framherjinn ungi fengið sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins, og heldur betur nýtt þau. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK síðasta föstudag og átti stoðsendingu í leik gegn Silkeborg, og skoraði svo mark á því korteri sem hann spilaði gegn Dortmund á Parken í gær, í 4-2 tapi gegn þýska stórliðinu. Viktor er því þegar kominn með mark og stoðsendingu á þeim sextíu mínútum sem hann hefur spilað fyrir liðið. „Við erum ánægð með þessa byrjun hjá honum og hann mun fá fleiri tækifæri og fleiri leiki í framhaldinu til þess að þroskast með liðsfélögum sínum hér – bæði til skemmri og lengri tíma,“ sagði Neestrup á blaðamannafundi í gærkvöld. Kann hluti sem aðrir í liðinu kunna ekki Neestrup hafði áður viðurkennt að hann þyrfti á Viktori að halda, vegna meiðsla Andreasar Cornelius, því þessi ungi Íslendingur hefði hæfileika í vítateignum sem aðrir í leikmannahópnum hefðu ekki. „Þetta er leikmaður með mikla hæfileika og það er mikilvægt að hann geti komið inn og lagt sitt að mörkum. Hann kann sitt í teignum og það sem hann kann að gera er eitthvað sem aðrir hafa ekki. Án þess að ég vilji leggja of mikla pressu á þennan unga mann þá gæti hann því orðið okkar jóker fram að jólum,“ sagði Neestrup og lýsti þannig Viktori sem dýrmætu breytispili sem hægt væri að spila út. Aðeins fimmti Íslendingurinn Viktor er að sjálfsögðu yngsti Íslendingurinn sem skorað hefur í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu og jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem nær því. Hinir eru Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Alfreð Finnbogason. Næsti leikur Viktors Bjarka gæti verið á á sunnudaginn þegar Viborg mætir á Parken, í dönsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins í Meistaradeild Evrópu er 4. nóvember gegn Tottenham í Lundúnum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira