Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2025 07:31 Viktor Bjarki Daðason skráði sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. EPA/Liselotte Sabroe Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er skiljanlega ánægður með hinn 17 ára gamla Viktor Bjarka Daðason sem í gærkvöld varð sá þriðji yngsti til að skora í allri sögu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Viktori Bjarka síðustu daga. FCK tryggði sér krafta hans í fyrra, þegar hann var enn aðeins 15 ára, og nú hefur framherjinn ungi fengið sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins, og heldur betur nýtt þau. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK síðasta föstudag og átti stoðsendingu í leik gegn Silkeborg, og skoraði svo mark á því korteri sem hann spilaði gegn Dortmund á Parken í gær, í 4-2 tapi gegn þýska stórliðinu. Viktor er því þegar kominn með mark og stoðsendingu á þeim sextíu mínútum sem hann hefur spilað fyrir liðið. „Við erum ánægð með þessa byrjun hjá honum og hann mun fá fleiri tækifæri og fleiri leiki í framhaldinu til þess að þroskast með liðsfélögum sínum hér – bæði til skemmri og lengri tíma,“ sagði Neestrup á blaðamannafundi í gærkvöld. Kann hluti sem aðrir í liðinu kunna ekki Neestrup hafði áður viðurkennt að hann þyrfti á Viktori að halda, vegna meiðsla Andreasar Cornelius, því þessi ungi Íslendingur hefði hæfileika í vítateignum sem aðrir í leikmannahópnum hefðu ekki. „Þetta er leikmaður með mikla hæfileika og það er mikilvægt að hann geti komið inn og lagt sitt að mörkum. Hann kann sitt í teignum og það sem hann kann að gera er eitthvað sem aðrir hafa ekki. Án þess að ég vilji leggja of mikla pressu á þennan unga mann þá gæti hann því orðið okkar jóker fram að jólum,“ sagði Neestrup og lýsti þannig Viktori sem dýrmætu breytispili sem hægt væri að spila út. Aðeins fimmti Íslendingurinn Viktor er að sjálfsögðu yngsti Íslendingurinn sem skorað hefur í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu og jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem nær því. Hinir eru Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Alfreð Finnbogason. Næsti leikur Viktors Bjarka gæti verið á á sunnudaginn þegar Viborg mætir á Parken, í dönsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins í Meistaradeild Evrópu er 4. nóvember gegn Tottenham í Lundúnum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira
Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Viktori Bjarka síðustu daga. FCK tryggði sér krafta hans í fyrra, þegar hann var enn aðeins 15 ára, og nú hefur framherjinn ungi fengið sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins, og heldur betur nýtt þau. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK síðasta föstudag og átti stoðsendingu í leik gegn Silkeborg, og skoraði svo mark á því korteri sem hann spilaði gegn Dortmund á Parken í gær, í 4-2 tapi gegn þýska stórliðinu. Viktor er því þegar kominn með mark og stoðsendingu á þeim sextíu mínútum sem hann hefur spilað fyrir liðið. „Við erum ánægð með þessa byrjun hjá honum og hann mun fá fleiri tækifæri og fleiri leiki í framhaldinu til þess að þroskast með liðsfélögum sínum hér – bæði til skemmri og lengri tíma,“ sagði Neestrup á blaðamannafundi í gærkvöld. Kann hluti sem aðrir í liðinu kunna ekki Neestrup hafði áður viðurkennt að hann þyrfti á Viktori að halda, vegna meiðsla Andreasar Cornelius, því þessi ungi Íslendingur hefði hæfileika í vítateignum sem aðrir í leikmannahópnum hefðu ekki. „Þetta er leikmaður með mikla hæfileika og það er mikilvægt að hann geti komið inn og lagt sitt að mörkum. Hann kann sitt í teignum og það sem hann kann að gera er eitthvað sem aðrir hafa ekki. Án þess að ég vilji leggja of mikla pressu á þennan unga mann þá gæti hann því orðið okkar jóker fram að jólum,“ sagði Neestrup og lýsti þannig Viktori sem dýrmætu breytispili sem hægt væri að spila út. Aðeins fimmti Íslendingurinn Viktor er að sjálfsögðu yngsti Íslendingurinn sem skorað hefur í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu og jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem nær því. Hinir eru Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Alfreð Finnbogason. Næsti leikur Viktors Bjarka gæti verið á á sunnudaginn þegar Viborg mætir á Parken, í dönsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins í Meistaradeild Evrópu er 4. nóvember gegn Tottenham í Lundúnum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sjá meira