Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2025 09:32 Mögulega er ekki komið að leiðarlokum hjá Sigurbirni Bárðarsyni. vísir / ívar Sigurbjörn Bárðarson tilkynnti í síðustu viku að hann væri hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, en haldið í hestana ykkar, hann gæti snúið aftur til starfa á allra næstu dögum. Eftir átta starf sem landsliðsþjálfari og áratugi til viðbótar í öðrum störfum tengdum landsliðinu tilkynnti Sigurbjörn að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari, í pistli sem hann titlaði Leiðarlok. Vísaði hann þar í breytingar á starfi landsliðsþjálfara og sagði það sameiginlega ákvörðun hans og landsliðsnefndarinnar að nýtt fólk verði fengið til að halda utan um starfið. „Óvissa og ósvaraðar spurningar“ En Sigurbjörn sá sjálfur fyrir sér að halda áfram og hefði viljað hætta eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvö ár. „Hugurinn stefndi alltaf þangað, að það væri lokaslagurinn. En svo kom þetta upp hjá sambandinu og það má segja að það hafi bara verið svolítil óvissa og ósvaraðar spurningar um hvernig þetta myndi þróast. Það varð orsakavaldurinn að það þessu augnabliki sem kom upp.“ „Fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni“ Sigurbjörn tilkynnti því að hann væri hættur en óvissan ríkir enn, því hann segir alls ekki útilokað að hann snúi aftur í starf landsliðsþjálfara. Sú ákvörðun liggur hins vegar hjá landsliðsnefndinni og hvaða stefnu hún ákveður að taka til framtíðar. „Það getur vel verið að það verði að veruleika, en eins og staðan er í dag, þá er þetta svona eins og það er núna, en það er alveg í kortunum. Það er ekkert loku fyrir það skotið að ég komi að þessu áfram sem landsliðsþjálfari, en það fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni. Það kemur bara í ljós á næstu dögum.“ Þannig að þetta er eitthvað samtal sem er að eiga sér stað bara núna? „Hjá þeim já, það er þessi vinna sem stóð fyrir dyrum hjá þeim, þá kemur í ljós hvaða stefnu þeir taka. Hvort þeir leiti til mín eða hvað verður. Það kemur bara í ljós.“ En frá þínum bæjardyrum séð, hvað viltu eða vonarðu að gerist? „Það eru opnar dyr bara, þetta er hugarfóstur manns og búið að vera allar götur. Þannig að það eru opnar dyr, en það kemur bara í ljós.“ Rætt var við Sigurbjörn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira
Eftir átta starf sem landsliðsþjálfari og áratugi til viðbótar í öðrum störfum tengdum landsliðinu tilkynnti Sigurbjörn að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari, í pistli sem hann titlaði Leiðarlok. Vísaði hann þar í breytingar á starfi landsliðsþjálfara og sagði það sameiginlega ákvörðun hans og landsliðsnefndarinnar að nýtt fólk verði fengið til að halda utan um starfið. „Óvissa og ósvaraðar spurningar“ En Sigurbjörn sá sjálfur fyrir sér að halda áfram og hefði viljað hætta eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvö ár. „Hugurinn stefndi alltaf þangað, að það væri lokaslagurinn. En svo kom þetta upp hjá sambandinu og það má segja að það hafi bara verið svolítil óvissa og ósvaraðar spurningar um hvernig þetta myndi þróast. Það varð orsakavaldurinn að það þessu augnabliki sem kom upp.“ „Fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni“ Sigurbjörn tilkynnti því að hann væri hættur en óvissan ríkir enn, því hann segir alls ekki útilokað að hann snúi aftur í starf landsliðsþjálfara. Sú ákvörðun liggur hins vegar hjá landsliðsnefndinni og hvaða stefnu hún ákveður að taka til framtíðar. „Það getur vel verið að það verði að veruleika, en eins og staðan er í dag, þá er þetta svona eins og það er núna, en það er alveg í kortunum. Það er ekkert loku fyrir það skotið að ég komi að þessu áfram sem landsliðsþjálfari, en það fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni. Það kemur bara í ljós á næstu dögum.“ Þannig að þetta er eitthvað samtal sem er að eiga sér stað bara núna? „Hjá þeim já, það er þessi vinna sem stóð fyrir dyrum hjá þeim, þá kemur í ljós hvaða stefnu þeir taka. Hvort þeir leiti til mín eða hvað verður. Það kemur bara í ljós.“ En frá þínum bæjardyrum séð, hvað viltu eða vonarðu að gerist? „Það eru opnar dyr bara, þetta er hugarfóstur manns og búið að vera allar götur. Þannig að það eru opnar dyr, en það kemur bara í ljós.“ Rætt var við Sigurbjörn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira