Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2025 09:32 Mögulega er ekki komið að leiðarlokum hjá Sigurbirni Bárðarsyni. vísir / ívar Sigurbjörn Bárðarson tilkynnti í síðustu viku að hann væri hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, en haldið í hestana ykkar, hann gæti snúið aftur til starfa á allra næstu dögum. Eftir átta starf sem landsliðsþjálfari og áratugi til viðbótar í öðrum störfum tengdum landsliðinu tilkynnti Sigurbjörn að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari, í pistli sem hann titlaði Leiðarlok. Vísaði hann þar í breytingar á starfi landsliðsþjálfara og sagði það sameiginlega ákvörðun hans og landsliðsnefndarinnar að nýtt fólk verði fengið til að halda utan um starfið. „Óvissa og ósvaraðar spurningar“ En Sigurbjörn sá sjálfur fyrir sér að halda áfram og hefði viljað hætta eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvö ár. „Hugurinn stefndi alltaf þangað, að það væri lokaslagurinn. En svo kom þetta upp hjá sambandinu og það má segja að það hafi bara verið svolítil óvissa og ósvaraðar spurningar um hvernig þetta myndi þróast. Það varð orsakavaldurinn að það þessu augnabliki sem kom upp.“ „Fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni“ Sigurbjörn tilkynnti því að hann væri hættur en óvissan ríkir enn, því hann segir alls ekki útilokað að hann snúi aftur í starf landsliðsþjálfara. Sú ákvörðun liggur hins vegar hjá landsliðsnefndinni og hvaða stefnu hún ákveður að taka til framtíðar. „Það getur vel verið að það verði að veruleika, en eins og staðan er í dag, þá er þetta svona eins og það er núna, en það er alveg í kortunum. Það er ekkert loku fyrir það skotið að ég komi að þessu áfram sem landsliðsþjálfari, en það fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni. Það kemur bara í ljós á næstu dögum.“ Þannig að þetta er eitthvað samtal sem er að eiga sér stað bara núna? „Hjá þeim já, það er þessi vinna sem stóð fyrir dyrum hjá þeim, þá kemur í ljós hvaða stefnu þeir taka. Hvort þeir leiti til mín eða hvað verður. Það kemur bara í ljós.“ En frá þínum bæjardyrum séð, hvað viltu eða vonarðu að gerist? „Það eru opnar dyr bara, þetta er hugarfóstur manns og búið að vera allar götur. Þannig að það eru opnar dyr, en það kemur bara í ljós.“ Rætt var við Sigurbjörn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Eftir átta starf sem landsliðsþjálfari og áratugi til viðbótar í öðrum störfum tengdum landsliðinu tilkynnti Sigurbjörn að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari, í pistli sem hann titlaði Leiðarlok. Vísaði hann þar í breytingar á starfi landsliðsþjálfara og sagði það sameiginlega ákvörðun hans og landsliðsnefndarinnar að nýtt fólk verði fengið til að halda utan um starfið. „Óvissa og ósvaraðar spurningar“ En Sigurbjörn sá sjálfur fyrir sér að halda áfram og hefði viljað hætta eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvö ár. „Hugurinn stefndi alltaf þangað, að það væri lokaslagurinn. En svo kom þetta upp hjá sambandinu og það má segja að það hafi bara verið svolítil óvissa og ósvaraðar spurningar um hvernig þetta myndi þróast. Það varð orsakavaldurinn að það þessu augnabliki sem kom upp.“ „Fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni“ Sigurbjörn tilkynnti því að hann væri hættur en óvissan ríkir enn, því hann segir alls ekki útilokað að hann snúi aftur í starf landsliðsþjálfara. Sú ákvörðun liggur hins vegar hjá landsliðsnefndinni og hvaða stefnu hún ákveður að taka til framtíðar. „Það getur vel verið að það verði að veruleika, en eins og staðan er í dag, þá er þetta svona eins og það er núna, en það er alveg í kortunum. Það er ekkert loku fyrir það skotið að ég komi að þessu áfram sem landsliðsþjálfari, en það fer eftir því hvaða umskipti verða á starfseminni. Það kemur bara í ljós á næstu dögum.“ Þannig að þetta er eitthvað samtal sem er að eiga sér stað bara núna? „Hjá þeim já, það er þessi vinna sem stóð fyrir dyrum hjá þeim, þá kemur í ljós hvaða stefnu þeir taka. Hvort þeir leiti til mín eða hvað verður. Það kemur bara í ljós.“ En frá þínum bæjardyrum séð, hvað viltu eða vonarðu að gerist? „Það eru opnar dyr bara, þetta er hugarfóstur manns og búið að vera allar götur. Þannig að það eru opnar dyr, en það kemur bara í ljós.“ Rætt var við Sigurbjörn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira