Körfubolti

Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andri var ekki sáttur að menn byrjuðu upptökuna án hans.
Andri var ekki sáttur að menn byrjuðu upptökuna án hans.

Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra mætti Andri Már Eggertsson of seint í upptökum. Þátturinn er alltaf tekinn upp í hádeginu á mánudögum en þar sem Andri var nýlentur frá Manchester mætti hann örlítið of seint í upptökuna.

Helgin var vægast sagt viðburðarík hjá Andra en hann fór á körfuboltaleiki á Álftanesi, Keflavík, mætti í DocZone á laugardeginum, þaðan beint á góðagerðafest Blue Car Rental í Keflavík og þaðan beint yfir á Anfield að sjá Liverpool taka á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Hér að neðan má sjá yfirferð Extra um helgi Andra Más.

Klippa: Nablinn sparkaði upp hurðinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×