„Helvítis fokking fokk!“ er frasi sem fangaði angist þjóðarinnar í kjölfar Hrunsins. Rúmum fimmtán árum eftir Búsáhaldabyltinguna standa Íslendingar á ný frammi fyrir hruni. Að þessu sinni eru hins vegar orðin, sem voru okkur fróun á tímum efnahagsþrenginga, birtingarmynd þess sem við glötum. „Laxness hverfur úr skólum landsins,“ kvað í fyrirsögn í Morgunblaðinu nýverið. „Skandall,“ sagði Snorri Másson, hinn þjóðlegi þingmaður Miðflokksins, í pontu á Alþingi. Við blasir hrun íslenskrar tungu. Í kjölfar frétta þess efnis, að innan við þriðjungur framhaldsskólanema lesi skáldsögu eftir Laxness sem hluta af skyldunámi í íslensku, virðast margir hafa dregið þá ályktun að lestur á Nóbelskáldinu liggi til grundvallar íslenskufærni alþýðunnar. En þótt lestur á Laxness sé vafalaust ávísun á uppbyggilega náðarstund má finna fimm ástæður til að segja „fokk“ Laxness! 1) Fleira hverfur en Laxness Fjölmiðlar eru fullir af fréttum af því sem er að glatast: Söngkonan Laufey Lín syngur um söknuð í nýju lagi sínu. Málfræðingar söknuðu hins vegar viðtengingarháttar í texta lagsins þar sem segir: „Gleymdu mér aldrei þó ég héðan flýg.“ Laufey er þó ekki ein um að gleyma viðtengingarhættinum því samkvæmt rannsóknum er hann á undanhaldi og gæti horfið úr íslensku á þessari öld. Brotthvarf viðtengingarháttar bliknar þó í samanburði við hratt minnkandi lesskilning barna og ungmenna, sem kennarar segja eina helstu ástæða þess að Nóbelsskáldið hverfur nú úr skólum. Lesskilningur hrekkur þó skammt ef athyglisgáfan er ekki til staðar. Nýverið var greint frá því í fréttum að breskir háskólar hygðust bjóða nemendum í bókmenntafræði námskeið í „einbeitingu“, því nemendum þættu tilhugsunin um að lesa langa bók yfirþyrmandi. 2) Þjóðareinkennið þurrkast út Við Íslendingar höfum löngum talið okkur bókmenntaþjóð. Í kjölfar frétta af brotthvarfi Laxness úr skólastofum, spurði Dóri DNA, barnabarn Nóbelsskáldsins, hvort hin „bókelska þjóð í norðri“ væri „bara orðin hin símelska þjóð einhvers staðar í ballarhafi“. Velti hann fyrir sér hvort pylsur leystu af hólmi bókmenntaarfinn sem hið nýja „identití“ okkar. „Kannski erum við bara fólk sem finnst pulsur góðar.“ Dóri DNA gefur lítið fyrir pylsur.Sýn En er eitthvað að því að finnast pylsur góðar? 3) Sumir missa hárið Að sögn breska sálfræðingsins Adam Phillips skiptist tilvist okkar í tvennt: Í hið eiginlega líf og fantasíulíf, líf sem við lifum aldrei en við teljum að hefði getað orðið. Þetta „ólifaða“ líf, samkvæmt Phillips, tekur gífurlegt pláss í hugum okkar, svo mikið að við eyðum í raun ævinni með manneskjunum sem okkur tókst aldrei að verða. Eru Íslendingar bókmenntaþjóð? Eða erum við miðaldra, tveggja barna faðir í Laugardalnum, sem dreymdi um að verða næsti Axl Rose þegar hann yrði stór en syngur nú í ábreiðubandi um helgar og ber þunnt axlarsítt hárið eins og áminningu um manneskjuna sem hann varð aldrei? Er bókmenntaþjóðin kannski manneskjan sem okkur tókst aldrei að verða? Axl Rose, söngvari hljómsveitarinnar Guns N' Roses kom fram á tónleikum í Laugardalnum árið 2018.Getty Dóri DNA virðist ekki telja að svo sé. Í stað þess að „skipta út Sjálfstæðu fólki fyrir Tár, bros og takkaskó“ lagði Dóri til að ungdómnum yrði settar fyrir „enn leiðinlegri bækur, enn þyngri verk.“ En Adam Phillips varar við því að láta glepjast af fantasíulífinu. 4) Við missum sjónar á grundvallaratriðinu Það gerir líka Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku. Í grein á Substack sagði Eiríkur hvorki nemendum né íslenskri menningu greiði gerður með því að láta ungmenni lesa texta sem þau ráða ekki við. Kvað hann það „ákaflega yfirborðskennt að gagnrýna minnkandi lestur á Laxness í skólum í stað þess að ræða grundvallaratriðið: Hvernig fáum við börnin okkar til að lesa meira á íslensku allt frá byrjun til þess að þau verði fær um að njóta snilldar Laxness þegar þau hafa aldur til?“ 5) Hið eiginlega líf rennur okkur úr greipum Á meðan tveggja barna faðir í ábreiðubandi í Laugardalnum er með hugann við hið „ólifaða“ líf rennur hið eiginlega líf honum úr greipum. Sama á við um bókmenntaþjóðina. Í ljóðinu „Dagblaðið“ frá árinu 1785 líkir enska skáldið George Crabbe fréttum við örstutta ævi dægurflugunnar sem lifir aðeins einn dag. Í Bretlandi er gjarnan haft á orði að fréttir séu ekki annað en „fish and chips“ umbúðir morgundagsins. Fréttir berast ítrekað af því að einkareknir fjölmiðlar á Íslandi berjist nú í bökkum. Þeir sem líta svo á að fjölmiðlar hafi mikilvægu lýðræðishlutverki að gegna hafa látið sig málið varða. Lítið hefur þó borið á áhyggjum af afdrifum íslenskunnar leggist fjölmiðlar af. Mikilvægt er að fólk lesi bækur. Við verðum þó að horfast í augu við veruleikann. Mikill hluti þess texta sem fólk les er lesinn af síma- eða tölvuskjá. Þar leika fjölmiðlar veigamikið hlutverk en samkvæmt Gallup heimsækja um 200.000 Íslendingar innlenda netmiðla á degi hverjum. Hvað verður um íslenskuna þegar fólk fer að lesa The New York Times í staðinn fyrir Vísi, Daily Mail í staðinn fyrir DV, Guardian í staðinn fyrir Heimildina, Economist í staðinn fyrir Mbl.is, Cosmopolitan í staðinn fyrir Smartland? Á meðan við sitjum föst í fantasíunni um hina miklu bókmenntaþjóð rennur tækifærið til að bjarga tungumálinu okkur úr greipum. Því framtíð íslenskunnar hvílir ekki á aldargömlum meistaraverkum Nóbelsskálds. Framtíð íslenskunnar hvílir á hinu hversdagslega, skammvinna, léttvæga og nauðaómerkilega – orðum sem lifa oft jafnstutt og dægurflugan. Niðurstaðan er því þessi: Oft er gott að borða veislukræsingar. En það er ekkert að því að finnast pylsur góðar. Pylsa bókmenntanna, Tár, bros og takkaskór, er veigamikill þáttur í menningarlegu mataræði þjóðarinnar. Samhengið með Sif Menning Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið
„Laxness hverfur úr skólum landsins,“ kvað í fyrirsögn í Morgunblaðinu nýverið. „Skandall,“ sagði Snorri Másson, hinn þjóðlegi þingmaður Miðflokksins, í pontu á Alþingi. Við blasir hrun íslenskrar tungu. Í kjölfar frétta þess efnis, að innan við þriðjungur framhaldsskólanema lesi skáldsögu eftir Laxness sem hluta af skyldunámi í íslensku, virðast margir hafa dregið þá ályktun að lestur á Nóbelskáldinu liggi til grundvallar íslenskufærni alþýðunnar. En þótt lestur á Laxness sé vafalaust ávísun á uppbyggilega náðarstund má finna fimm ástæður til að segja „fokk“ Laxness! 1) Fleira hverfur en Laxness Fjölmiðlar eru fullir af fréttum af því sem er að glatast: Söngkonan Laufey Lín syngur um söknuð í nýju lagi sínu. Málfræðingar söknuðu hins vegar viðtengingarháttar í texta lagsins þar sem segir: „Gleymdu mér aldrei þó ég héðan flýg.“ Laufey er þó ekki ein um að gleyma viðtengingarhættinum því samkvæmt rannsóknum er hann á undanhaldi og gæti horfið úr íslensku á þessari öld. Brotthvarf viðtengingarháttar bliknar þó í samanburði við hratt minnkandi lesskilning barna og ungmenna, sem kennarar segja eina helstu ástæða þess að Nóbelsskáldið hverfur nú úr skólum. Lesskilningur hrekkur þó skammt ef athyglisgáfan er ekki til staðar. Nýverið var greint frá því í fréttum að breskir háskólar hygðust bjóða nemendum í bókmenntafræði námskeið í „einbeitingu“, því nemendum þættu tilhugsunin um að lesa langa bók yfirþyrmandi. 2) Þjóðareinkennið þurrkast út Við Íslendingar höfum löngum talið okkur bókmenntaþjóð. Í kjölfar frétta af brotthvarfi Laxness úr skólastofum, spurði Dóri DNA, barnabarn Nóbelsskáldsins, hvort hin „bókelska þjóð í norðri“ væri „bara orðin hin símelska þjóð einhvers staðar í ballarhafi“. Velti hann fyrir sér hvort pylsur leystu af hólmi bókmenntaarfinn sem hið nýja „identití“ okkar. „Kannski erum við bara fólk sem finnst pulsur góðar.“ Dóri DNA gefur lítið fyrir pylsur.Sýn En er eitthvað að því að finnast pylsur góðar? 3) Sumir missa hárið Að sögn breska sálfræðingsins Adam Phillips skiptist tilvist okkar í tvennt: Í hið eiginlega líf og fantasíulíf, líf sem við lifum aldrei en við teljum að hefði getað orðið. Þetta „ólifaða“ líf, samkvæmt Phillips, tekur gífurlegt pláss í hugum okkar, svo mikið að við eyðum í raun ævinni með manneskjunum sem okkur tókst aldrei að verða. Eru Íslendingar bókmenntaþjóð? Eða erum við miðaldra, tveggja barna faðir í Laugardalnum, sem dreymdi um að verða næsti Axl Rose þegar hann yrði stór en syngur nú í ábreiðubandi um helgar og ber þunnt axlarsítt hárið eins og áminningu um manneskjuna sem hann varð aldrei? Er bókmenntaþjóðin kannski manneskjan sem okkur tókst aldrei að verða? Axl Rose, söngvari hljómsveitarinnar Guns N' Roses kom fram á tónleikum í Laugardalnum árið 2018.Getty Dóri DNA virðist ekki telja að svo sé. Í stað þess að „skipta út Sjálfstæðu fólki fyrir Tár, bros og takkaskó“ lagði Dóri til að ungdómnum yrði settar fyrir „enn leiðinlegri bækur, enn þyngri verk.“ En Adam Phillips varar við því að láta glepjast af fantasíulífinu. 4) Við missum sjónar á grundvallaratriðinu Það gerir líka Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku. Í grein á Substack sagði Eiríkur hvorki nemendum né íslenskri menningu greiði gerður með því að láta ungmenni lesa texta sem þau ráða ekki við. Kvað hann það „ákaflega yfirborðskennt að gagnrýna minnkandi lestur á Laxness í skólum í stað þess að ræða grundvallaratriðið: Hvernig fáum við börnin okkar til að lesa meira á íslensku allt frá byrjun til þess að þau verði fær um að njóta snilldar Laxness þegar þau hafa aldur til?“ 5) Hið eiginlega líf rennur okkur úr greipum Á meðan tveggja barna faðir í ábreiðubandi í Laugardalnum er með hugann við hið „ólifaða“ líf rennur hið eiginlega líf honum úr greipum. Sama á við um bókmenntaþjóðina. Í ljóðinu „Dagblaðið“ frá árinu 1785 líkir enska skáldið George Crabbe fréttum við örstutta ævi dægurflugunnar sem lifir aðeins einn dag. Í Bretlandi er gjarnan haft á orði að fréttir séu ekki annað en „fish and chips“ umbúðir morgundagsins. Fréttir berast ítrekað af því að einkareknir fjölmiðlar á Íslandi berjist nú í bökkum. Þeir sem líta svo á að fjölmiðlar hafi mikilvægu lýðræðishlutverki að gegna hafa látið sig málið varða. Lítið hefur þó borið á áhyggjum af afdrifum íslenskunnar leggist fjölmiðlar af. Mikilvægt er að fólk lesi bækur. Við verðum þó að horfast í augu við veruleikann. Mikill hluti þess texta sem fólk les er lesinn af síma- eða tölvuskjá. Þar leika fjölmiðlar veigamikið hlutverk en samkvæmt Gallup heimsækja um 200.000 Íslendingar innlenda netmiðla á degi hverjum. Hvað verður um íslenskuna þegar fólk fer að lesa The New York Times í staðinn fyrir Vísi, Daily Mail í staðinn fyrir DV, Guardian í staðinn fyrir Heimildina, Economist í staðinn fyrir Mbl.is, Cosmopolitan í staðinn fyrir Smartland? Á meðan við sitjum föst í fantasíunni um hina miklu bókmenntaþjóð rennur tækifærið til að bjarga tungumálinu okkur úr greipum. Því framtíð íslenskunnar hvílir ekki á aldargömlum meistaraverkum Nóbelsskálds. Framtíð íslenskunnar hvílir á hinu hversdagslega, skammvinna, léttvæga og nauðaómerkilega – orðum sem lifa oft jafnstutt og dægurflugan. Niðurstaðan er því þessi: Oft er gott að borða veislukræsingar. En það er ekkert að því að finnast pylsur góðar. Pylsa bókmenntanna, Tár, bros og takkaskór, er veigamikill þáttur í menningarlegu mataræði þjóðarinnar.