Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Árni Sæberg skrifar 22. október 2025 16:14 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Hagnaður Icelandair eftir skatta nam sjö milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung, sem Icelandair birti eftir lokun markaða. Félagið hafði þegar birt afkomuviðvörun þar sem kom fram að kostnaður á fjórðungnum hefði verið meiri en búist var við. Í tilkynningu Icelandair má sjá helstu niðurstöður fjórðungsins. Þær eru eftirfarandi: Tekjuaukning 6%, heildartekjur 71,6 milljarðar króna (585,3 milljónir USD) Met farþegatekjur 63,8 milljarðar króna (522,1 milljón USD) og einingatekjur jukust um 4% Hagnaður eftir skatta 7,0 milljarðar króna (57,3 milljónir USD), dróst saman um 1,5 milljarða króna (11,9 milljónir USD) EBIT var 9,1 milljarður króna (74,4 milljónir USD), samanborið við 10,2 milljarða króna (83,5 milljónir) í þriðja ársfjórðungi í fyrra, en neikvæð gengisáhrif að fjárhæð 1,2 milljarðar króna (10 milljónir USD) og áhrif einstakra kostnaðarþátta höfðu áhrif á EBIT afkomu Áætlað er að hagræðingarverkefni sem ráðist hafði verið í við lok þriðja ársfjórðungs muni skila yfir 12,2 milljörðum króna (100 milljónum USD) á ársgrundvelli Farþegar voru 1,7 milljónir og fjölgaði um 2% í takt við mikla eftirspurn til og frá Íslandi Icelandair var stundvísasta flugfélag í Evrópu í júlí og september skv. Cirium Lausafjárstaða 61,3 milljarðar króna (502,8 milljónir) í lok fjórðungsins og jókst um 13,0 milljarða króna (107 milljónir USD) á milli ára Gert er ráð fyrir að EBIT fyrir árið í heild verði neikvæð sem nemur 1,2 – 2,4 milljörðum króna (10-20 milljónum USD). Áherslan skýr eftir átta ára ósjálfbæran rekstur Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að tekjur hafi aukist á milli ára þrátt fyrir þrýsting á fargjöld á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Fjölmargir þættir hafi haft neikvæð áhrif á kostnað. Þar af leiðandi hafi uppgjör þriðja ársfjórðungs verið undir væntingum félagsins. Stjórnendur þess sjái hins vegar jákvæða þróun þegar kemur að skilvirkni, sem hafi meðal annars endurspeglast í færri stöðugildum þrátt fyrir aukið flugframboð og í framúrskarandi stundvísi. Þá hafi fraktstarfsemi félagsins haldið áfram að þróast í jákvæða átt og leiguflugstarfsemin skilað góðri rekstrarniðurstöðu. „Eftir átta ár í ósjálfbærum rekstri er áhersla okkar skýr – að snúa rekstri félagsins við, ekki síðar en á næsta ári. Í því skyni höfum við aðlagað flugframboð okkar fyrir árið 2026 að aðstæðum, munum fækka flugvélum í farþegaleiðakerfinu um tvær og höfum ákveðið að hætta rekstri Boeing 767 breiðþotna í lok 2026. Í lok þriðja ársfjórðungs höfðum við ráðist í umbótaverkefni sem við gerum ráð fyrir að muni skila yfir 100 milljónum dala á ársgrundvelli þegar þau verða komin að fullu til framkvæmda. Við munum ekki láta staðar numið þar.“ Markmiðið að kostnaðarliðir verði samkeppnishæfir í skugga kjaraviðræðna Haft er eftir Boga Nils að markmið félagsins sé að allir kostnaðarliðir þess verði samkeppnishæfir og frekari hagræðingaraðgerðir séu þegar í pípunum. „Við erum nú að hefja mikilvægar kjaraviðræður við flugstéttirnar sem munu hafa áhrif á framtíð Icelandair. Lykilþáttur í því að félagið komist í arðbæran rekstur og geti vaxið og dafnað til framtíðar er að nýir kjarasamningar muni stuðla að samkeppnishæfni félagsins í krefjandi rekstrarumhverfi, styðja við fjárfestingar í nýjum flota og á sama tíma tryggja áfram spennandi störf og eftirsótt vinnuumhverfi.“ Tækifæri falin í falli Play Loks er haft eftir Boga Nils að þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður sjái félagið tækifæri í breytingum á samkeppnisumhverfinu hér á landi sem muni leiða til skynsamlegra flugframboðs til og frá Íslandi. Helstu breytingarnar sem hafa orðið á samkeppnisumhverfi flugfélaga hér á landi undanfarið er gjaldþrot Play, helsta keppinautar Icelandair. „Við þessar markaðsaðstæður er áhersla okkar fyrst og fremst á markaðina til og frá Íslandi. Þannig erum við að auka flug til Suður-Evrópu og Skandinavíu og á móti að draga úr framboði til Norður-Ameríku í ljósi aðstæðna á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Á sama tíma er samkeppnin við alþjóðleg flugfélög ennþá gríðarleg en yfir 20 erlend flugfélög fljúga til og frá Íslandi allt árið um kring. Þess vegna er það algjört forgangsverkefni hjá okkur að bæta samkeppnishæfni félagsins. Ég er sannfærður um að þessar skýru áherslur í rekstrinum, ásamt sterkri fjárhagsstöðu, geri okkur vel í stakk búin að snúa rekstri félagsins við og skila hagnaði á árinu 2026.“ Icelandair Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung, sem Icelandair birti eftir lokun markaða. Félagið hafði þegar birt afkomuviðvörun þar sem kom fram að kostnaður á fjórðungnum hefði verið meiri en búist var við. Í tilkynningu Icelandair má sjá helstu niðurstöður fjórðungsins. Þær eru eftirfarandi: Tekjuaukning 6%, heildartekjur 71,6 milljarðar króna (585,3 milljónir USD) Met farþegatekjur 63,8 milljarðar króna (522,1 milljón USD) og einingatekjur jukust um 4% Hagnaður eftir skatta 7,0 milljarðar króna (57,3 milljónir USD), dróst saman um 1,5 milljarða króna (11,9 milljónir USD) EBIT var 9,1 milljarður króna (74,4 milljónir USD), samanborið við 10,2 milljarða króna (83,5 milljónir) í þriðja ársfjórðungi í fyrra, en neikvæð gengisáhrif að fjárhæð 1,2 milljarðar króna (10 milljónir USD) og áhrif einstakra kostnaðarþátta höfðu áhrif á EBIT afkomu Áætlað er að hagræðingarverkefni sem ráðist hafði verið í við lok þriðja ársfjórðungs muni skila yfir 12,2 milljörðum króna (100 milljónum USD) á ársgrundvelli Farþegar voru 1,7 milljónir og fjölgaði um 2% í takt við mikla eftirspurn til og frá Íslandi Icelandair var stundvísasta flugfélag í Evrópu í júlí og september skv. Cirium Lausafjárstaða 61,3 milljarðar króna (502,8 milljónir) í lok fjórðungsins og jókst um 13,0 milljarða króna (107 milljónir USD) á milli ára Gert er ráð fyrir að EBIT fyrir árið í heild verði neikvæð sem nemur 1,2 – 2,4 milljörðum króna (10-20 milljónum USD). Áherslan skýr eftir átta ára ósjálfbæran rekstur Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að tekjur hafi aukist á milli ára þrátt fyrir þrýsting á fargjöld á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Fjölmargir þættir hafi haft neikvæð áhrif á kostnað. Þar af leiðandi hafi uppgjör þriðja ársfjórðungs verið undir væntingum félagsins. Stjórnendur þess sjái hins vegar jákvæða þróun þegar kemur að skilvirkni, sem hafi meðal annars endurspeglast í færri stöðugildum þrátt fyrir aukið flugframboð og í framúrskarandi stundvísi. Þá hafi fraktstarfsemi félagsins haldið áfram að þróast í jákvæða átt og leiguflugstarfsemin skilað góðri rekstrarniðurstöðu. „Eftir átta ár í ósjálfbærum rekstri er áhersla okkar skýr – að snúa rekstri félagsins við, ekki síðar en á næsta ári. Í því skyni höfum við aðlagað flugframboð okkar fyrir árið 2026 að aðstæðum, munum fækka flugvélum í farþegaleiðakerfinu um tvær og höfum ákveðið að hætta rekstri Boeing 767 breiðþotna í lok 2026. Í lok þriðja ársfjórðungs höfðum við ráðist í umbótaverkefni sem við gerum ráð fyrir að muni skila yfir 100 milljónum dala á ársgrundvelli þegar þau verða komin að fullu til framkvæmda. Við munum ekki láta staðar numið þar.“ Markmiðið að kostnaðarliðir verði samkeppnishæfir í skugga kjaraviðræðna Haft er eftir Boga Nils að markmið félagsins sé að allir kostnaðarliðir þess verði samkeppnishæfir og frekari hagræðingaraðgerðir séu þegar í pípunum. „Við erum nú að hefja mikilvægar kjaraviðræður við flugstéttirnar sem munu hafa áhrif á framtíð Icelandair. Lykilþáttur í því að félagið komist í arðbæran rekstur og geti vaxið og dafnað til framtíðar er að nýir kjarasamningar muni stuðla að samkeppnishæfni félagsins í krefjandi rekstrarumhverfi, styðja við fjárfestingar í nýjum flota og á sama tíma tryggja áfram spennandi störf og eftirsótt vinnuumhverfi.“ Tækifæri falin í falli Play Loks er haft eftir Boga Nils að þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður sjái félagið tækifæri í breytingum á samkeppnisumhverfinu hér á landi sem muni leiða til skynsamlegra flugframboðs til og frá Íslandi. Helstu breytingarnar sem hafa orðið á samkeppnisumhverfi flugfélaga hér á landi undanfarið er gjaldþrot Play, helsta keppinautar Icelandair. „Við þessar markaðsaðstæður er áhersla okkar fyrst og fremst á markaðina til og frá Íslandi. Þannig erum við að auka flug til Suður-Evrópu og Skandinavíu og á móti að draga úr framboði til Norður-Ameríku í ljósi aðstæðna á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Á sama tíma er samkeppnin við alþjóðleg flugfélög ennþá gríðarleg en yfir 20 erlend flugfélög fljúga til og frá Íslandi allt árið um kring. Þess vegna er það algjört forgangsverkefni hjá okkur að bæta samkeppnishæfni félagsins. Ég er sannfærður um að þessar skýru áherslur í rekstrinum, ásamt sterkri fjárhagsstöðu, geri okkur vel í stakk búin að snúa rekstri félagsins við og skila hagnaði á árinu 2026.“
Icelandair Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira