„Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 10:43 Viktor Bjarki Daðason skráði sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu. EPA/Liselotte Sabroe „Ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það er auðvitað búinn að vera draumur að spila í Meistaradeild Evrópu síðan ég var lítill, og að skora er náttúrulega bara annar draumur,“ segir Viktor Bjarki Daðason, yngsti markaskorari Íslands í Meistaradeildinni í fótbolta frá upphafi. Viktor Bjarki ræddi við Stefán Árna Pálsson eftir að hafa orðið sá þriðji yngsti í allri sögunni til að skora í Meistaradeildinni, aðeins 17 ára og 113 daga gamall, fyrir FCK gegn Dortmund í vikunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Viktor segir það hafa verið magnað að heyra Meistaradeildarlagið í fyrsta sinn sem leikmaður: „Það var gæsahúð. Ég fékk alltaf gæsahúð þegar ég var uppi í stúku eða hreinlega heima að horfa á Champions League en að vera svo á bekknum þegar lagið var spilað var allt önnur tilfinning.“ Aðeins stjörnurnar Ansu Fati og Lamine Yamal hafa verið yngri og skorað í Meistaradeild Evrópu. Viktor, sem sló ungur í gegn hjá Fram áður en hann fór svo til FCK, er því í þriðja sæti listans en var ekkert að spá í það fyrir fram. „Nei, ég hafði enga hugmynd. Ég var ekki að pæla í því fyrir leikinn. Ég var meira búinn að pæla í að gera mig ready til að koma inn á. Svo fékk ég bara skilaboð eftir leikinn um að ég væri á topp 3 yfir yngstu markaskorara í Champions League. Það er auðvitað líka skemmtilegt. Yamal er líka ungur en er búinn að skapa sér svo stórt nafn að allir í heiminum vita hver hann er. Hann er rosalegur og það er heiður að fá að vera í sama flokki og hann,“ sagði Viktor. Viktor er sonur þeirra Dagbjartar Rutar Bjarnadóttur og Daða Hafþórssonar, fyrrverandi handboltamanns, og þau styðja vel við soninn í fyrstu sporunum í atvinnumennsku: „Pabbi er oftast með mér, því hann getur unnið að heiman, og svo kemur mamma þegar hún getur líka,“ segir Viktor. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn. 22. október 2025 08:29 Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur alla Evrópu. 21. október 2025 21:35 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Viktor Bjarki ræddi við Stefán Árna Pálsson eftir að hafa orðið sá þriðji yngsti í allri sögunni til að skora í Meistaradeildinni, aðeins 17 ára og 113 daga gamall, fyrir FCK gegn Dortmund í vikunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Viktor segir það hafa verið magnað að heyra Meistaradeildarlagið í fyrsta sinn sem leikmaður: „Það var gæsahúð. Ég fékk alltaf gæsahúð þegar ég var uppi í stúku eða hreinlega heima að horfa á Champions League en að vera svo á bekknum þegar lagið var spilað var allt önnur tilfinning.“ Aðeins stjörnurnar Ansu Fati og Lamine Yamal hafa verið yngri og skorað í Meistaradeild Evrópu. Viktor, sem sló ungur í gegn hjá Fram áður en hann fór svo til FCK, er því í þriðja sæti listans en var ekkert að spá í það fyrir fram. „Nei, ég hafði enga hugmynd. Ég var ekki að pæla í því fyrir leikinn. Ég var meira búinn að pæla í að gera mig ready til að koma inn á. Svo fékk ég bara skilaboð eftir leikinn um að ég væri á topp 3 yfir yngstu markaskorara í Champions League. Það er auðvitað líka skemmtilegt. Yamal er líka ungur en er búinn að skapa sér svo stórt nafn að allir í heiminum vita hver hann er. Hann er rosalegur og það er heiður að fá að vera í sama flokki og hann,“ sagði Viktor. Viktor er sonur þeirra Dagbjartar Rutar Bjarnadóttur og Daða Hafþórssonar, fyrrverandi handboltamanns, og þau styðja vel við soninn í fyrstu sporunum í atvinnumennsku: „Pabbi er oftast með mér, því hann getur unnið að heiman, og svo kemur mamma þegar hún getur líka,“ segir Viktor.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn. 22. október 2025 08:29 Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur alla Evrópu. 21. október 2025 21:35 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn. 22. október 2025 08:29
Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur alla Evrópu. 21. október 2025 21:35