Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 16:31 Joao Pedro kom ekki nálægt mörkunum þremur sem Chelsea skoraði gegn Nottingham Forest. Getty/Andrew Kearns Chelsea-framherjinn Joao Pedro hefur ítrekað valdið eigendum sínum í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar vonbrigðum síðustu vikur. Það er eitthvað sem Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, segir hafa verið fyrirsjáanlegt. Albert bauð Sindra Kamban félaga sínum upp á tvær gátur í nýjasta þætti Fantasýn. Önnur var hvað „2-2-2-2“ stæði fyrir og var svarið stigin sem Pedro hefur tryggt eigendum sínum í síðustu fjórum leikjum Chelsea. „Það var óþolandi að sjá 3-0 sigur og að hann tæki ekki þátt í neinu af mörkunum,“ sagði Sindri um sigur Chelsea gegn Nottingham Forest um síðustu helgi. Seinni gátan snerist um hvað „0-0-1-1“ þýddi: „Þetta eru skotin hjá Pedro, í síðustu fjórum leikjum. Og hann er framherji! Hann er bara ekki gott val og ég er bara harður á því. Ég veit að það er fullt af góðum „managerum“ og mönnum sem vinna við að gefa út fantasy-efni, sem eru með þennan gæja og hafa trú á honum. En ég sé bara ekki hvað er málið með hann,“ sagði Albert en umræðuna má heyra í þættinum hér að neðan, eftir 11 mínútur. Þægileg dagskrá hjá Chelsea „Hlutirnir hafa samt verið að falla með Pedro til að gera hann að betra vali. Fyrst datt Cole Palmer út. Gæti hann þá verið á vítunum? Delap er meiddur líka svo hann mun pottþétt spila. Mínúturnar eru öruggar. Svo er Enzo núna dottinn út, svo Pedro mun pottþétt taka vítin meðan Enzo er úti. En hann er ekki að bjóða upp á neitt með því. Þeir skora þrjú mörk og hann kemur ekki nálægt þeim,“ sagði Albert en Sindri benti á að það væri ekki svo auðveld ákvörðun að losa sig við kappann: „Það er líka pirrandi að þeir eru að fara í ágætis prógramm. Sunderland, Tottenham, Wolves og Burnley í næstu fjórum. Það er erfitt að selja hann núna.“ Albert hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að Pedro væri ekki nægilega góður kostur, þrátt fyrir að vera framherji heimsmeistaranna: „Ég vil fá hrós fyrir að hafa séð að þetta væri leikþáttur. Bara eins og Saint Pete segir, svo mikill leikþáttur að það ætti að breyta þessu í seríu.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Albert bauð Sindra Kamban félaga sínum upp á tvær gátur í nýjasta þætti Fantasýn. Önnur var hvað „2-2-2-2“ stæði fyrir og var svarið stigin sem Pedro hefur tryggt eigendum sínum í síðustu fjórum leikjum Chelsea. „Það var óþolandi að sjá 3-0 sigur og að hann tæki ekki þátt í neinu af mörkunum,“ sagði Sindri um sigur Chelsea gegn Nottingham Forest um síðustu helgi. Seinni gátan snerist um hvað „0-0-1-1“ þýddi: „Þetta eru skotin hjá Pedro, í síðustu fjórum leikjum. Og hann er framherji! Hann er bara ekki gott val og ég er bara harður á því. Ég veit að það er fullt af góðum „managerum“ og mönnum sem vinna við að gefa út fantasy-efni, sem eru með þennan gæja og hafa trú á honum. En ég sé bara ekki hvað er málið með hann,“ sagði Albert en umræðuna má heyra í þættinum hér að neðan, eftir 11 mínútur. Þægileg dagskrá hjá Chelsea „Hlutirnir hafa samt verið að falla með Pedro til að gera hann að betra vali. Fyrst datt Cole Palmer út. Gæti hann þá verið á vítunum? Delap er meiddur líka svo hann mun pottþétt spila. Mínúturnar eru öruggar. Svo er Enzo núna dottinn út, svo Pedro mun pottþétt taka vítin meðan Enzo er úti. En hann er ekki að bjóða upp á neitt með því. Þeir skora þrjú mörk og hann kemur ekki nálægt þeim,“ sagði Albert en Sindri benti á að það væri ekki svo auðveld ákvörðun að losa sig við kappann: „Það er líka pirrandi að þeir eru að fara í ágætis prógramm. Sunderland, Tottenham, Wolves og Burnley í næstu fjórum. Það er erfitt að selja hann núna.“ Albert hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að Pedro væri ekki nægilega góður kostur, þrátt fyrir að vera framherji heimsmeistaranna: „Ég vil fá hrós fyrir að hafa séð að þetta væri leikþáttur. Bara eins og Saint Pete segir, svo mikill leikþáttur að það ætti að breyta þessu í seríu.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira