Átti sumar engu öðru líkt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2025 21:32 Victor Wembanyama var stórkostlegur í fyrsta leik tímabilsins og mótherjar San Antonio Spurs geta byrjað að hafa áhyggjur. Getty/Stacy Revere Franski körfuboltamaðurinn Victor Wembanyama missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla en önnur lið í deildinni ættu að óttast uppfærðu útgáfuna af geimverunni Wemby ef marka má hans fyrsta leik á nýju tímabili. Wembanyama mætti í fyrsta leik á NBA-tímabilinu og bauð upp á 40 stig, 15 fráköst, 3 varin skot á meðan hann tapaði ekki einum bolta og hitti úr sjötíu prósent skota sinna. Hversu góður leikur? Jú, enginn leikmaður hafði náð svona tölum í NBA frá 1977 til 1978 eða í næstum því hálfa öld. „Hann hefur verið frá í átta mánuði,“ sagði Mitch Johnson, þjálfari San Antonio Spurs. „Þannig að maður sá hann nýta sér tækifærið og spila stórkostlega. En satt að segja, þá er það sem hefur vakið mesta athygli mína er að hann tapar ekki boltanum einu sinni. Fjöldi góðra hluta sem hann gerði í kvöld var ótrúlegur,“ sagði Johnson. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) San Antonio Spurs ákvað að gefa Wembanyama góðan tíma til að ná sér af meiðslunum og hann átti síðan sumar sem er engu öðru líkt. Wemby gerði allt annað en að spila körfubolta í sumar, og það var kannski besta ákvörðun sem hann hefur tekið. Í febrúar síðastliðnum var ákveðið að hvíla Wemby þar sem eftir lifði tímabilsins eftir að hafa fengið greiningu um blóðtappamyndun í hægri öxl. Þessi tegund meiðsla getur valdið því að sumir leikmenn verða að setja skóna upp á hillu ef ekki er brugðist rétt við. Wemby þurfti að taka blóðþynningarlyf í fimm mánuði og var bannað að stunda líkamlega hreyfingu eða snertingu. En hann passaði sig samt á að hafa nóg að gera á þessum tíma og upptalningin er mögnuð eins og sjá má hér fyrir neðan. - Sótti 10 daga kyrrðarferð í Shaolin-klaustrinu í Kína- Reyndi þúsund spörk á dag- Spilaði fótbolta gegn atvinnumannaliðum í Japan- Æfði með goðsögnunum Hakeem Olajuwon og Kevin Garnett- Heimsótti geimferðamiðstöð NASA og talaði við geimfara- Hélt körfubolta- og skákmót í Frakklandi Wemby notaði tímann sérstaklega til að þjálfa og styrkja andlegt ástand sitt og það lítur bara út fyrir að hafa gert hann enn hættulegri. Nú í dag virðist Wemby, bæði líkamlega og andlega, vera óstöðvandi og það er ekki honum hægt en að óska restinni af deildinni velfarnaðar til að reyna að stoppa hann í vetur. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) NBA Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Wembanyama mætti í fyrsta leik á NBA-tímabilinu og bauð upp á 40 stig, 15 fráköst, 3 varin skot á meðan hann tapaði ekki einum bolta og hitti úr sjötíu prósent skota sinna. Hversu góður leikur? Jú, enginn leikmaður hafði náð svona tölum í NBA frá 1977 til 1978 eða í næstum því hálfa öld. „Hann hefur verið frá í átta mánuði,“ sagði Mitch Johnson, þjálfari San Antonio Spurs. „Þannig að maður sá hann nýta sér tækifærið og spila stórkostlega. En satt að segja, þá er það sem hefur vakið mesta athygli mína er að hann tapar ekki boltanum einu sinni. Fjöldi góðra hluta sem hann gerði í kvöld var ótrúlegur,“ sagði Johnson. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) San Antonio Spurs ákvað að gefa Wembanyama góðan tíma til að ná sér af meiðslunum og hann átti síðan sumar sem er engu öðru líkt. Wemby gerði allt annað en að spila körfubolta í sumar, og það var kannski besta ákvörðun sem hann hefur tekið. Í febrúar síðastliðnum var ákveðið að hvíla Wemby þar sem eftir lifði tímabilsins eftir að hafa fengið greiningu um blóðtappamyndun í hægri öxl. Þessi tegund meiðsla getur valdið því að sumir leikmenn verða að setja skóna upp á hillu ef ekki er brugðist rétt við. Wemby þurfti að taka blóðþynningarlyf í fimm mánuði og var bannað að stunda líkamlega hreyfingu eða snertingu. En hann passaði sig samt á að hafa nóg að gera á þessum tíma og upptalningin er mögnuð eins og sjá má hér fyrir neðan. - Sótti 10 daga kyrrðarferð í Shaolin-klaustrinu í Kína- Reyndi þúsund spörk á dag- Spilaði fótbolta gegn atvinnumannaliðum í Japan- Æfði með goðsögnunum Hakeem Olajuwon og Kevin Garnett- Heimsótti geimferðamiðstöð NASA og talaði við geimfara- Hélt körfubolta- og skákmót í Frakklandi Wemby notaði tímann sérstaklega til að þjálfa og styrkja andlegt ástand sitt og það lítur bara út fyrir að hafa gert hann enn hættulegri. Nú í dag virðist Wemby, bæði líkamlega og andlega, vera óstöðvandi og það er ekki honum hægt en að óska restinni af deildinni velfarnaðar til að reyna að stoppa hann í vetur. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
NBA Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira