Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 15:02 Það verður að koma í ljós hvort að Julia Simon fái að keppa á Vetrarólympíuleikunum eftir þrjá mánuði. Getty/Christian Manzoni Franska skíðaskotfimistjarnan Julia Simon hlaut í dag dóm fyrir að hafa meðal annars stolið og notað greiðslukort liðsfélaga síns í franska landsliðinu. Simon þarf þó ekki að sitja inni en hún hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og þarf að greiða 15.000 evrur í sekt, eða jafnvirði rúmlega 2,1 milljóna króna. Hún játaði á sig allar sakir fyrir dómi, eftir að hafa áður reynt að halda fram sakleysi sínu. Simon var samkvæmt frönskum miðlum dæmd vegna fimm mála. Þar á meðal þegar hún stal greiðslukorti af Justine Braisaz-Bouchet í landsliðsferð til Sandnes í Noregi, og verslaði á netinu fyrir á bilinu 1.000-2.000 evrur eða um 140-180 þúsund krónur. Simon, sem er 29 ára gömul, hefur rakað inn verðlaunum á stórmótum og til að mynda unnið tíu heimsmeistaratitla auk silfurverðlauna á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022. L‘Equipe segir að nú muni franska skíðasambandið skoða dóminn og ákveða í kjölfarið hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir Simon sem hefur áfram getað keppt síðustu tvö ár á meðan að niðurstaða lá ekki fyrir. Aðeins þrír mánuðir eru í Vetrarólympíuleikana á Ítalíu. Hafði fé af hjúkku Simon mun einnig hafa haft fé af frönskum hjúkrunarfræðingi en alls eru nefnd þrjú tilvik um kortasvik, eitt um þjófnað og eitt um tilraun til kortasvika, á árunum 2021-22. „Ég get ekki útskýrt þetta. Ég get ekki séð sjálfa mig fyrir mér gera þetta,“ sagði Simon fyrir dómi. „Það er engin fjárhagsleg hvatning á bakvið það sem ég gerði. Núna tek ég einn dag fyrir í einu, því það að standa hérna mun hafa afleiðingar varðandi feril minn. Þetta var fáránlegt og heimskulegt,“ sagði Simon. Skíðaíþróttir Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Sjá meira
Simon þarf þó ekki að sitja inni en hún hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og þarf að greiða 15.000 evrur í sekt, eða jafnvirði rúmlega 2,1 milljóna króna. Hún játaði á sig allar sakir fyrir dómi, eftir að hafa áður reynt að halda fram sakleysi sínu. Simon var samkvæmt frönskum miðlum dæmd vegna fimm mála. Þar á meðal þegar hún stal greiðslukorti af Justine Braisaz-Bouchet í landsliðsferð til Sandnes í Noregi, og verslaði á netinu fyrir á bilinu 1.000-2.000 evrur eða um 140-180 þúsund krónur. Simon, sem er 29 ára gömul, hefur rakað inn verðlaunum á stórmótum og til að mynda unnið tíu heimsmeistaratitla auk silfurverðlauna á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022. L‘Equipe segir að nú muni franska skíðasambandið skoða dóminn og ákveða í kjölfarið hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir Simon sem hefur áfram getað keppt síðustu tvö ár á meðan að niðurstaða lá ekki fyrir. Aðeins þrír mánuðir eru í Vetrarólympíuleikana á Ítalíu. Hafði fé af hjúkku Simon mun einnig hafa haft fé af frönskum hjúkrunarfræðingi en alls eru nefnd þrjú tilvik um kortasvik, eitt um þjófnað og eitt um tilraun til kortasvika, á árunum 2021-22. „Ég get ekki útskýrt þetta. Ég get ekki séð sjálfa mig fyrir mér gera þetta,“ sagði Simon fyrir dómi. „Það er engin fjárhagsleg hvatning á bakvið það sem ég gerði. Núna tek ég einn dag fyrir í einu, því það að standa hérna mun hafa afleiðingar varðandi feril minn. Þetta var fáránlegt og heimskulegt,“ sagði Simon.
Skíðaíþróttir Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Sjá meira