Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2025 13:05 Guðmunda Ólafsdóttir, yfirskjalavörður á Héraðsskjalasafns Árnesinga var gestur á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi en fyrirlesturinn kallaði hún „Skjölin hennar ömmu“. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikilvægt er að varðveita einkaskjöl fólks sem er látið, skjöl félaga og samtaka og skjöl fyrirtækja. Þetta segir yfirskjalavörður Héraðsskjalasafns Árnesinga en safnið fær mikið af skjölum til varðveislu en það tekur við pappírs skjölum, ljósmyndum, hljóðupptökum og myndböndum eins og úr dánarbúum. Guðmunda Ólafsdóttir, yfirskjalavörður á Héraðsskjalasafns Árnesinga var gestur á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi á fimmtudaginn en fyrirlesturinn kallaði hún „Skjölin hennar ömmu“. Hún segir mjög mikilvægt að fólki skili skjölum á skjalasöfn landsins frekar en að láta þau glatast. „Já, skjöl skiptast í tvo flokka en það eru einkaskjöl og opinber skjöl og það er mjög mikilvægt að safna einkaskjölum ekki síður en þessum opinberu og ég var bara svona í rauninni að fara yfir með fólki hvernig á að skila skjölum, hverju er gott að skila, hverju á ekki að henda og hverju kannski mætti henda. Við viljum endilega fá einkaskjöl til okkar á skjalasöfnin,“ segir Guðmunda og bætir við að fólk sé ótrúlegt duglegt að koma með allskonar einkaskjöl á Héraðsskjalasafn Árnesinga, sem er til húsa á Selfossi. „Skjölin hennar ömmu“ var heitið á fyrirlestri Guðmundu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við bara hvetjum fólk að hreinsa ekki of mikið úr söfnunum, reyna að hafa heildarmyndina á skjalasöfnunum, ekki taka út þetta skammarlega eða leiðinlega þannig að þetta endurspegli líf fólksins, sem átti skjölin,“ segir Guðmunda. Hér má sjá hvað átt er við með einkaskjölum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður svo um skjölin á héraðsskjalasöfnunum? „Þetta er allt skráð og pakkað og sett niður í skjalageymslur hjá okkur. Svo fer skjalaskráin á vefinn þannig að allir geta skoðað hvað er komið til okkar og fengið svo að sjá það á lestrarsal“. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað með öll gömlu ástarbréfin, viltu fá þau? „Já, endilega, við höfum mjög gaman af eldri ástarbréfum en við erum ekki að fara að opinbera þau á netinu en það er gott að hafa þau til að skoða tíðarandann á hverjum tíma,“ segir Guðmunda. Mjög góður rómur var gerður af erindi Guðmundur enda fjölmargir, sem mættu til að hlusta á hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrar hressar kvenfélagskonur í Kvenfélagi Selfossi, sem sjá alltaf um veitingar á opnu húsinu. Nú voru það vöfflur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða safnsins Eldri borgarar Árborg Söfn Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Guðmunda Ólafsdóttir, yfirskjalavörður á Héraðsskjalasafns Árnesinga var gestur á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi á fimmtudaginn en fyrirlesturinn kallaði hún „Skjölin hennar ömmu“. Hún segir mjög mikilvægt að fólki skili skjölum á skjalasöfn landsins frekar en að láta þau glatast. „Já, skjöl skiptast í tvo flokka en það eru einkaskjöl og opinber skjöl og það er mjög mikilvægt að safna einkaskjölum ekki síður en þessum opinberu og ég var bara svona í rauninni að fara yfir með fólki hvernig á að skila skjölum, hverju er gott að skila, hverju á ekki að henda og hverju kannski mætti henda. Við viljum endilega fá einkaskjöl til okkar á skjalasöfnin,“ segir Guðmunda og bætir við að fólk sé ótrúlegt duglegt að koma með allskonar einkaskjöl á Héraðsskjalasafn Árnesinga, sem er til húsa á Selfossi. „Skjölin hennar ömmu“ var heitið á fyrirlestri Guðmundu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við bara hvetjum fólk að hreinsa ekki of mikið úr söfnunum, reyna að hafa heildarmyndina á skjalasöfnunum, ekki taka út þetta skammarlega eða leiðinlega þannig að þetta endurspegli líf fólksins, sem átti skjölin,“ segir Guðmunda. Hér má sjá hvað átt er við með einkaskjölum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður svo um skjölin á héraðsskjalasöfnunum? „Þetta er allt skráð og pakkað og sett niður í skjalageymslur hjá okkur. Svo fer skjalaskráin á vefinn þannig að allir geta skoðað hvað er komið til okkar og fengið svo að sjá það á lestrarsal“. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað með öll gömlu ástarbréfin, viltu fá þau? „Já, endilega, við höfum mjög gaman af eldri ástarbréfum en við erum ekki að fara að opinbera þau á netinu en það er gott að hafa þau til að skoða tíðarandann á hverjum tíma,“ segir Guðmunda. Mjög góður rómur var gerður af erindi Guðmundur enda fjölmargir, sem mættu til að hlusta á hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrar hressar kvenfélagskonur í Kvenfélagi Selfossi, sem sjá alltaf um veitingar á opnu húsinu. Nú voru það vöfflur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða safnsins
Eldri borgarar Árborg Söfn Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira