Fótbolti

Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eggert Aron var á skotskónum í dag
Eggert Aron var á skotskónum í dag

Eggert Aron Guðmundsson lagði upp fyrsta mark Brann er liðið vann nauman 2-3 sigur gegn Rosenborg í norska fótboltanum í dag.

Eggert var á sínum stað í byrjunarliði Brann í dag, en Sævar Magnússon var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. 

Gestirnir náðu tveggja marka forystu eftir rétt rúmlega fjörutíu mínútna leik og Eggert lagði upp fyrra mark liðsins.

Heimamenn minnkuðu muninn fyrir hlé áður en þeir jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik.

Daninn Emil Kornvig reyndist þó hetja gestanna þegar hann kom þeim yfir á nýjan leik rúmum tíu mínútum fyrir leikslok.

Niðurstaðan því 2-3 sigur Brann sem situr í þriðja sæti norsku deildarinnar með 52 stig eftir 25 leiki, sjö stigum minna en topplið  Viking sem hefur leikið einum leik meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×