Fótbolti

Setja fjór­tán milljarða í kvenna­deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir og Sarah Zadrazil fagna með Þýskalandsskjöldinn í vor.
Glódís Perla Viggósdóttir og Sarah Zadrazil fagna með Þýskalandsskjöldinn í vor. Getty/ Jan Hetfleisch

Margar íslenskar landsliðskonur spila í þýsku Bundesligunni í fótbolta og það er greinilega rétta deildin til að vera í á næstu árum.

Þýska knattspyrnusambandið hefur nefnilega mikla trú á framtíð kvennafótboltans og er líka tilbúið að láta peningana tala.

Þýska sambandið tilkynnti plön sín um að fjárfesta ríkulega í kvennadeildinni sinna.

Stefnan hefur verið sett á það að setja hundrað milljónir evra inn í deildina eða meira en fjórtán milljarða íslenskra króna.

Peningarnir fara meðal annars í uppbyggingu, markaðssetningu og umgjörð og renna bæði til félaganna sjálfra sem og heildarskipulagningar deildarinnar.

Íslensku leikmennirnir í þýsku Bundesligunni eru Glódís Perla Viggósdóttir (Bayern München), Ingibjörg Sigurðardóttir (Freiburg), Sandra María Jessen (Köln) og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (Leipzig) sem eru allar núna á fullu með íslenska landsliðinu sem mætir Norður Írum á Laugardalsvellinum annað kvöld.

Fleiri íslenskir leikmenn hafa líka spilað í þýsku deildinni við góðan orðstír.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×