Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. október 2025 11:01 Þrír meðlimir andófssveitarinnar Pussy Riot voru handteknir fyrir gjörning í kirkju í Moskvu en þeim var sleppt úr haldi fyrr. Navalny var ekki svo heppinn. AFP/Getty Rússnesk stjórnvöld hafa lengi málað upp gagnrýnisraddir innanlands sem handbendi erlendra óvina, fyrst og fremst Vesturlanda. Samsæriskenningar eru þannig notaðar sem stjórntæki í Rússlandi til að móta sýn heillar þjóðar. Samsæriskenningar eru ekki jaðarfyrirbæri í Rússlandi heldur hluti af opinberri heimsmynd. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins kafa Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir ofan í rússneska samsærisheiminn þar sem list, trú og pólitík fléttast saman í eitruðum kokteil. „Fyrst er búinn til ytri óvinur, til dæmis Vesturlönd, NATO eða Evrópusambandið. Síðan eru gagnrýnisraddir innanlands settar fram sem innri svikarar í þjónustu þessara afla. Þannig verður öll gagnrýni á stjórnvöld að sönnun þess að samsærið sé raunverulegt, og leiðtoginn, Vladimir Pútín, verður sjálfur að verndara þjóðarinnar,“ segja þau félagar í Skuggavaldinu. Pönksveit fangelsuð og eitrað fyrir stjórnmálamanni Dæmin um slíkt séu fjölmörg en Skuggavaldið tiltekur sérstaklega tvö dæmi. Annars vegar pönkhljómsveitina Pussy Riot og stjórnmálamanninn Alexei Navalny. Pönkhópurinn Pussy Riot vakti heimsathygli þegar hann flutti „pönkbæn“ í dómkirkju Moskvu árið 2012 og söng: „Móðir Guðs meyja, steyptu Pútín.“ Ríkismiðlar lýstu stúlkunum sem útsendurum Vesturlanda, nornum og guðlösturum og þær voru dæmdar í fangelsi. Gagnrýni þeirra var afskrifuð sem hluti af vestrænni tilraun til að grafa undan siðferði Rússlands. Sama mynstur megi sjá í meðferð yfirvalda á Alexei Navalny, sem hóf feril sinn sem bloggari gegn spillingu og varð helsti andófsmaður Kreml, þekktur langt út fyrir landsteinana. Sjá einnig: Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok „Þegar honum var byrlað með taugaeitrinu Novichok árið 2020, og hann síðar fangelsaður og lést í haldi árið 2024, brugðust stjórnvöld við með sömu frásögn: að hann væri útsendari CIA og hluti af vestrænu samsæri sem ætlaði að veikja Rússland innan frá,“ segja þau í Skuggavaldinu. Aðferðin hafi tvíþættan tilgang, hylji ábyrgð stjórnvalda og styrki þjóðernislega einingu með því að búa til sameiginlegan óvin. „Þegar valdakerfið skilgreinir ógnina verður leiðtoginn sjálfur órjúfanlegur hluti af vörninni,“ segja þau Eiríkur og Hulda en hlusta má á nýjasta þátt Skuggavaldsins á tal.is. Skuggavaldið Rússland Mál Alexei Navalní Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Ef þau ljúga um þetta, hvað annað er þá uppspuni? Árið 2015 gengu tveggja þúsund ára gamlar hugmyndir um að jörðin sé flöt í endurnýjun lífdaga. Að allt sem okkur hafi verið sagt um hnattlaga lögun jarðar sé lygasamsæri vísindamanna og yfirvalda í því skyni að kúga almenning. 13. október 2025 07:03 Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Eftir rúmlega fimmtán ára óvissu, ákærur, stofufangelsi í sendiráði og einangrun í Belmarsh-fangelsi, sneri Julian Assange heim til Ástralíu í fyrrasumar. Kristinn Hrafnsson lýsir lokasprettinum, viðkvæmum viðræðum við erlenda ráðamenn og framtíð WikiLeaks. 29. september 2025 16:01 Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Breska saksóknaraembættið, þá undir stjórn Keir Starmer núverandi forsætisráðherra Bretlands, þrýsti á Svía að koma böndum yfir Julian Assange. Fjármálafyrirtæki heims tóku höndum saman um að skrúfa fyrir greiðslur til Wikileaks. Ögmundur Jónasson, þáverandi dómsmálaráðherra, sendi útsendara FBI hins vegar úr landi þegar þeir komu til Íslands til að yfirheyra fólk í tengslum við afhjúpanir Wikilekas. 15. september 2025 09:02 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Samsæriskenningar eru ekki jaðarfyrirbæri í Rússlandi heldur hluti af opinberri heimsmynd. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins kafa Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir ofan í rússneska samsærisheiminn þar sem list, trú og pólitík fléttast saman í eitruðum kokteil. „Fyrst er búinn til ytri óvinur, til dæmis Vesturlönd, NATO eða Evrópusambandið. Síðan eru gagnrýnisraddir innanlands settar fram sem innri svikarar í þjónustu þessara afla. Þannig verður öll gagnrýni á stjórnvöld að sönnun þess að samsærið sé raunverulegt, og leiðtoginn, Vladimir Pútín, verður sjálfur að verndara þjóðarinnar,“ segja þau félagar í Skuggavaldinu. Pönksveit fangelsuð og eitrað fyrir stjórnmálamanni Dæmin um slíkt séu fjölmörg en Skuggavaldið tiltekur sérstaklega tvö dæmi. Annars vegar pönkhljómsveitina Pussy Riot og stjórnmálamanninn Alexei Navalny. Pönkhópurinn Pussy Riot vakti heimsathygli þegar hann flutti „pönkbæn“ í dómkirkju Moskvu árið 2012 og söng: „Móðir Guðs meyja, steyptu Pútín.“ Ríkismiðlar lýstu stúlkunum sem útsendurum Vesturlanda, nornum og guðlösturum og þær voru dæmdar í fangelsi. Gagnrýni þeirra var afskrifuð sem hluti af vestrænni tilraun til að grafa undan siðferði Rússlands. Sama mynstur megi sjá í meðferð yfirvalda á Alexei Navalny, sem hóf feril sinn sem bloggari gegn spillingu og varð helsti andófsmaður Kreml, þekktur langt út fyrir landsteinana. Sjá einnig: Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok „Þegar honum var byrlað með taugaeitrinu Novichok árið 2020, og hann síðar fangelsaður og lést í haldi árið 2024, brugðust stjórnvöld við með sömu frásögn: að hann væri útsendari CIA og hluti af vestrænu samsæri sem ætlaði að veikja Rússland innan frá,“ segja þau í Skuggavaldinu. Aðferðin hafi tvíþættan tilgang, hylji ábyrgð stjórnvalda og styrki þjóðernislega einingu með því að búa til sameiginlegan óvin. „Þegar valdakerfið skilgreinir ógnina verður leiðtoginn sjálfur órjúfanlegur hluti af vörninni,“ segja þau Eiríkur og Hulda en hlusta má á nýjasta þátt Skuggavaldsins á tal.is.
Skuggavaldið Rússland Mál Alexei Navalní Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Ef þau ljúga um þetta, hvað annað er þá uppspuni? Árið 2015 gengu tveggja þúsund ára gamlar hugmyndir um að jörðin sé flöt í endurnýjun lífdaga. Að allt sem okkur hafi verið sagt um hnattlaga lögun jarðar sé lygasamsæri vísindamanna og yfirvalda í því skyni að kúga almenning. 13. október 2025 07:03 Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Eftir rúmlega fimmtán ára óvissu, ákærur, stofufangelsi í sendiráði og einangrun í Belmarsh-fangelsi, sneri Julian Assange heim til Ástralíu í fyrrasumar. Kristinn Hrafnsson lýsir lokasprettinum, viðkvæmum viðræðum við erlenda ráðamenn og framtíð WikiLeaks. 29. september 2025 16:01 Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Breska saksóknaraembættið, þá undir stjórn Keir Starmer núverandi forsætisráðherra Bretlands, þrýsti á Svía að koma böndum yfir Julian Assange. Fjármálafyrirtæki heims tóku höndum saman um að skrúfa fyrir greiðslur til Wikileaks. Ögmundur Jónasson, þáverandi dómsmálaráðherra, sendi útsendara FBI hins vegar úr landi þegar þeir komu til Íslands til að yfirheyra fólk í tengslum við afhjúpanir Wikilekas. 15. september 2025 09:02 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Ef þau ljúga um þetta, hvað annað er þá uppspuni? Árið 2015 gengu tveggja þúsund ára gamlar hugmyndir um að jörðin sé flöt í endurnýjun lífdaga. Að allt sem okkur hafi verið sagt um hnattlaga lögun jarðar sé lygasamsæri vísindamanna og yfirvalda í því skyni að kúga almenning. 13. október 2025 07:03
Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Eftir rúmlega fimmtán ára óvissu, ákærur, stofufangelsi í sendiráði og einangrun í Belmarsh-fangelsi, sneri Julian Assange heim til Ástralíu í fyrrasumar. Kristinn Hrafnsson lýsir lokasprettinum, viðkvæmum viðræðum við erlenda ráðamenn og framtíð WikiLeaks. 29. september 2025 16:01
Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Breska saksóknaraembættið, þá undir stjórn Keir Starmer núverandi forsætisráðherra Bretlands, þrýsti á Svía að koma böndum yfir Julian Assange. Fjármálafyrirtæki heims tóku höndum saman um að skrúfa fyrir greiðslur til Wikileaks. Ögmundur Jónasson, þáverandi dómsmálaráðherra, sendi útsendara FBI hins vegar úr landi þegar þeir komu til Íslands til að yfirheyra fólk í tengslum við afhjúpanir Wikilekas. 15. september 2025 09:02