Mildari spá í kortunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. október 2025 17:17 Þeir sem koma til með að aka um Hellsiheiði og í Þrengslunum á morgun ættu að hafa varann á. Útlit er fyrir mildara veðri á morgun en spáð var fyrir í gær að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir hafa samt sem áður verið gefnar út þar sem varað er við versnandi akstursskilyrðum. „Nú er útlit fyrir aðeins öðruvísi spá miðað við hvernig þetta leit út í gær. Þetta eru frekar óvenjulegar aðstæður hjá okkur, við erum með þennan kalda loftmassa yfir tiltölulega hlýju hafi. Þá myndast til dæmis eins og núna smálægðir og það hefur verið óvissa um hvenær og þá hvar skil lægðarinnar, og þar af leiðandi úrkomusvæði lægðarinnar, muni ganga inn á land,“ segir Hera Guðlaugsdóttir sem ræddi veðurspánna í Reykjavík síðdegis í dag. „Það hefur líka verið óvissa um úrkomutegundina en eins og þetta lítur út núna samkvæmt nýjustu líkanakeyrslum hjá okkur þá virðist hún ætla að ganga á land annað kvöld, fyrst vestanlands, það er að segja á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hún er ekkert að ganga yfir höfuðborgarsvæðið fyrr en aðfaranótt miðvikudagsins og ákefðin er ekki eins mikil og hún leit út í fyrstu.“ Í kvöldfréttum Sýnar í gær sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur að fólk þyrfti jafnvel að moka sig út úr innkeyrslum á þriðjudaginn. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa tekið orðum hans alvarlega þar sem gríðarlangar raðir hafa myndast fyrir utan dekkjaverkstæði borgarinnar af óþreyjufullum ökumönnum sem vilja skipta um dekk. Hera segir að ekki sé búist við eins mikilli úrkomu og útlit var fyrir í gær. „Þá leit hún út fyrir að vera talsvert meiri en hún lítur út fyrir núna. Óvissan er ennþá talsverð þannig að við gáfum út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa, höfuðborgarsvæðið og Suðurland og þær taka gildi klukkan sex annað kvöld.“ Á heimasíðu Veðurstofu Íslands segir að á þessum svæðum séu líkur á snjókomu eða slyddu, staðbundin talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Á Suðurlandi getur úrkoman valdið samgöngutruflunum til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Á höfuðborgarsvæðinu gæti þá frekar verið um slyddu að ræða í stað snjókomu. „Samkvæmt þessum skýrslum sem við erum að skoða núna þá lítur það út fyrir að skella á höfuðborgarsvæðið aðfaranótt miðvikudagsins, mögulega fyrr á Vesturland og Snæfellsnes,“ segir Hera. Hún segir starfsfólk Veðurstofunnar auðvitað fylgjast með nýjustu vendingum og uppfæra veðurviðvaranir í samræmi við það. Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Sjá meira
„Nú er útlit fyrir aðeins öðruvísi spá miðað við hvernig þetta leit út í gær. Þetta eru frekar óvenjulegar aðstæður hjá okkur, við erum með þennan kalda loftmassa yfir tiltölulega hlýju hafi. Þá myndast til dæmis eins og núna smálægðir og það hefur verið óvissa um hvenær og þá hvar skil lægðarinnar, og þar af leiðandi úrkomusvæði lægðarinnar, muni ganga inn á land,“ segir Hera Guðlaugsdóttir sem ræddi veðurspánna í Reykjavík síðdegis í dag. „Það hefur líka verið óvissa um úrkomutegundina en eins og þetta lítur út núna samkvæmt nýjustu líkanakeyrslum hjá okkur þá virðist hún ætla að ganga á land annað kvöld, fyrst vestanlands, það er að segja á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hún er ekkert að ganga yfir höfuðborgarsvæðið fyrr en aðfaranótt miðvikudagsins og ákefðin er ekki eins mikil og hún leit út í fyrstu.“ Í kvöldfréttum Sýnar í gær sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur að fólk þyrfti jafnvel að moka sig út úr innkeyrslum á þriðjudaginn. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa tekið orðum hans alvarlega þar sem gríðarlangar raðir hafa myndast fyrir utan dekkjaverkstæði borgarinnar af óþreyjufullum ökumönnum sem vilja skipta um dekk. Hera segir að ekki sé búist við eins mikilli úrkomu og útlit var fyrir í gær. „Þá leit hún út fyrir að vera talsvert meiri en hún lítur út fyrir núna. Óvissan er ennþá talsverð þannig að við gáfum út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa, höfuðborgarsvæðið og Suðurland og þær taka gildi klukkan sex annað kvöld.“ Á heimasíðu Veðurstofu Íslands segir að á þessum svæðum séu líkur á snjókomu eða slyddu, staðbundin talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Á Suðurlandi getur úrkoman valdið samgöngutruflunum til dæmis á Hellisheiði og í Þrengslum. Á höfuðborgarsvæðinu gæti þá frekar verið um slyddu að ræða í stað snjókomu. „Samkvæmt þessum skýrslum sem við erum að skoða núna þá lítur það út fyrir að skella á höfuðborgarsvæðið aðfaranótt miðvikudagsins, mögulega fyrr á Vesturland og Snæfellsnes,“ segir Hera. Hún segir starfsfólk Veðurstofunnar auðvitað fylgjast með nýjustu vendingum og uppfæra veðurviðvaranir í samræmi við það.
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Sjá meira