Sport

Mark­vörður Inter banaði háöldruðum manni í hjóla­stól

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Josep Martinez hefur ekki spilað marga leiki með Internazionale síðan hann kom til félagsins árið 2024.
 Josep Martinez hefur ekki spilað marga leiki með Internazionale síðan hann kom til félagsins árið 2024. Getty/Alessio Morgese

Varamarkvörður ítalska stórliðsins Internazionale varð valdur að banaslysi í umferðinni í morgun.

Josep Martinez varð þá fyrir því óláni að keyra á 81 árs gamlan mann í hjólastól og maðurinn lifði slysið ekki af. Gazzetta dello Sport segir frá.

Slysið varð í bænum Fenegró sem er í Como-héraði norður af Mílanó.

Þrátt fyrir að neyðarþjónustuaðilar, þar á meðal sjúkraflugvélar, sjúkrabílar og lögreglunnar, hafi komið að málinu, var maðurinn útskurðaður látinn á vettvangi.

Ítalska lögreglan hefur hafið rannsókn á slysinu og þá á því hvort Martinez beri ábyrgð eða hvort ferðir hjólastólsins hafi orsakað slysið.

Martinez er 27 ára gamall og hefur verið hjá Internazionale frá júlí 2024. Hann var áður liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×