Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. október 2025 08:03 Róbert Geir segir Epicbet ekki hafa leyfi til að sýna myndefni úr Handboltapassanum, sem er á snærum HSÍ. Samsett/Vísir/Ívar/Skjáskot Framkvæmdastjóri HSÍ segir veðmálafyrirtækið Epicbet ekki hafa leyfi fyrir streymum af leikjum í Olís-deild karla sem nýtt er í beinar útsendingar á vegum þess. Íslenskar getraunir og íslensk getspá hafa sérleyfi til veðmála hér á landi, á meðan aðrar erlendar síður sem hafa rutt sér til rúms undanfarin ár hafa það ekki. Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um starfsemi slíkra síðna í ljósi úrelts lagabálks um starfsemina sem hefur ekki tekið breytingum í mörg ár. Róbert kallar eftir nýju umhverfi. „Þetta hefur verið rætt bæði hér innandyra og einnig við ÍSÍ. Ég held það séu allir sammála því að núverandi reglur sem hefur ekki verið breytt síðan 2005, séu barn síns tíma. Það þarf að fara yfir regluverkið og finna leið sem allir eru sáttir við,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við íþróttadeild. „Við hins vegar erum mjög strangir á það að veðmálastarfsemi innan handboltans er bönnuð, mönnum er stranglega bannað að veðja á eigin leiki. Það er mikil umræða um þetta núna og bagaleg umræða að mörgu leyti. Okkur þykir íslensk getspá og getraunir hafa staðið sig vel í sínu starfi. En það þarf að búa til reglur þannig að allir geti verið sáttir og ekki síst þeir,“ segir Róbert enn fremur. Ekkert samstarf við Epicbet, enda ólögleg starfsemi Erlenda veðmálafyrirtækið Epicbet hefur staðið fyrir handboltaþáttunum Litli Stóri í vetur þar sem mörgum leikjum í Olís-deildinni er fylgt eftir samtímis. Þættirnir hafa verið í beinni útsendingu á YouTube-síðu fyrirtækisins sem nú hefur verið lokað en hafa áfram verið sendir út á samfélagsmiðlinum X. Því er velt upp hvort HSÍ sé í samstarfi við veðmálafyrirtæki sem hafi ekki starfsleyfi hér á landi. Er það samstarf milli þess fyrirtækis og HSÍ, að Epicbet fái að sjónvarpa ykkar efni? „Nei. Eina samstarfið sem við erum í varðandi handboltann er við Lengjuna og Íslenskar getraunir. Við erum ekki í neinu samstarfi, við hvorki Epicbet, Coolbet eða aðrar þessar síður sem hafa haslað sér völl. Enda ólöglegar síður og óheimilt fyrir þær að vera starfræktar á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Hvernig fá þau aðgang að ykkar efni? „Ég geri ráð fyrir að þau taki þetta út úr Handboltapassanum og varpi þessu þannig í sínar útsendingar. Þeir fá enga strauma frá okkur. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því, enda ekki verið í sambandi við þá um það,“ segir Róbert sem segir ekki hafa verið rætt að skoða aðgerðir vegna streymis fyrirtækisins. „Við þurfum að skoða hvað við getum gert. Það er verið að varpa þessu á erlenda miðla líkt og YouTube eða X. Það á eftir að koma frekar í ljós.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum. Fjárhættuspil Olís-deild karla HSÍ Handbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Íslenskar getraunir og íslensk getspá hafa sérleyfi til veðmála hér á landi, á meðan aðrar erlendar síður sem hafa rutt sér til rúms undanfarin ár hafa það ekki. Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um starfsemi slíkra síðna í ljósi úrelts lagabálks um starfsemina sem hefur ekki tekið breytingum í mörg ár. Róbert kallar eftir nýju umhverfi. „Þetta hefur verið rætt bæði hér innandyra og einnig við ÍSÍ. Ég held það séu allir sammála því að núverandi reglur sem hefur ekki verið breytt síðan 2005, séu barn síns tíma. Það þarf að fara yfir regluverkið og finna leið sem allir eru sáttir við,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við íþróttadeild. „Við hins vegar erum mjög strangir á það að veðmálastarfsemi innan handboltans er bönnuð, mönnum er stranglega bannað að veðja á eigin leiki. Það er mikil umræða um þetta núna og bagaleg umræða að mörgu leyti. Okkur þykir íslensk getspá og getraunir hafa staðið sig vel í sínu starfi. En það þarf að búa til reglur þannig að allir geti verið sáttir og ekki síst þeir,“ segir Róbert enn fremur. Ekkert samstarf við Epicbet, enda ólögleg starfsemi Erlenda veðmálafyrirtækið Epicbet hefur staðið fyrir handboltaþáttunum Litli Stóri í vetur þar sem mörgum leikjum í Olís-deildinni er fylgt eftir samtímis. Þættirnir hafa verið í beinni útsendingu á YouTube-síðu fyrirtækisins sem nú hefur verið lokað en hafa áfram verið sendir út á samfélagsmiðlinum X. Því er velt upp hvort HSÍ sé í samstarfi við veðmálafyrirtæki sem hafi ekki starfsleyfi hér á landi. Er það samstarf milli þess fyrirtækis og HSÍ, að Epicbet fái að sjónvarpa ykkar efni? „Nei. Eina samstarfið sem við erum í varðandi handboltann er við Lengjuna og Íslenskar getraunir. Við erum ekki í neinu samstarfi, við hvorki Epicbet, Coolbet eða aðrar þessar síður sem hafa haslað sér völl. Enda ólöglegar síður og óheimilt fyrir þær að vera starfræktar á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Hvernig fá þau aðgang að ykkar efni? „Ég geri ráð fyrir að þau taki þetta út úr Handboltapassanum og varpi þessu þannig í sínar útsendingar. Þeir fá enga strauma frá okkur. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því, enda ekki verið í sambandi við þá um það,“ segir Róbert sem segir ekki hafa verið rætt að skoða aðgerðir vegna streymis fyrirtækisins. „Við þurfum að skoða hvað við getum gert. Það er verið að varpa þessu á erlenda miðla líkt og YouTube eða X. Það á eftir að koma frekar í ljós.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum.
Fjárhættuspil Olís-deild karla HSÍ Handbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira