Fótbolti

Klobbaði ís­lensku strákana og fór á flug á net­miðlum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tornike Kvaratskhelia er að spila upp fyrir sig með sautján ára landsliði Georgíu.
Tornike Kvaratskhelia er að spila upp fyrir sig með sautján ára landsliði Georgíu. @tornikekvaratskhelia7

Íslenska sautján ára landsliðið vann 5-1 stórsigur á Georgíumönnum í undankeppni en það voru tilþrif eins leikmanns andstæðinganna sem vöktu mesta athygli á netmiðlum.

Hinn fimmtán ára gamli Tornike Kvaratskhelia sýndi mjög flott tilþrif með boltann þegar hann klobbaði leikmann íslenska liðsins.

Tornike er yngri bróðir Kvicha Kvaratskhelia, leikmanns Paris Saint Germain og fyrrum leikmanns Napoli.

Það hefur auðvitað haft sitt að segja að tilþrif Kvaratskhelia urðu svo vinsæl.

Kvaratskhelia spilar nú með Víkingafótboltaakademíunni í heimalandinu. Það gæti breyst fljótt ef einhver erlend félög fara að bjóða í hann.

Kvicha Kvaratskhelia yfirgaf Georgíu árið 2019 þegar hann var átján ára gamall. Hann fór fyrst til Rússlands þar sem hann spilaði með Rubin Kazan en var kominn til Napoli 21 árs.

Paris Saint-Germain keypti hann fyrir áttatíu milljónir evra í janúar síðastliðnum og hann varð Evrópumeistari á fyrsta tímabili eftir að hafa unnið ítölsku deildina með Napoli tveimur árum fyrr.

Tilþrifin með Tornike Kvaratskhelia má sjá hér fyrir neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×