Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. október 2025 14:03 Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð ríkislögreglustjóri í september 2020. Þar áður var hún lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. Greint var frá því í gær að tvö lögregluembætti, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafi greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf í eigu Þórunnar Óðinsdóttur 190 milljónir króna á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sinnti embættunum. 160 milljónir eru vegna vinnu fyrir Ríkislögreglustjóra síðustu fimm ár, eftir að Sigríður tók við embættinu 2020. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir voru skreppiferðir í verslanir Jysk og vegna uppsetningar á píluspjaldi. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki um eðlilega stjórnsýslu að ræða. „Það kostar um tuttugu milljónir að hafa opinbera starfsmenn í vinnu, þannig að kostnaðurinn við kaup á vinnu frá Þórunni lætur nærri að vera eins og eitt stöðugildi, þannig það virðist vera sem hún sé meira og minna í vinnu fyrir ríkislögreglustjóra.“ Ljóst sé að auglýsa hefði þurft stöðuna. Ríkislögreglustjóri hefur ekki gefið kost á viðtölum vegna málsins í dag. Í tilkynningu í gærkvöldi frá embættinu sagði að Þórunn hefði verið ráðin tímabundið í fullt starf. Var harmað að ekki hefði verið farið í útboð vegna verkefna Þórunnar, ekki hafi legið fyrir að verkefnin yrðu til lengri tíma. Haukur segir augljóst að fara hefði þurft í útboð. Fram hefur komið að eiginmaður Þórunnar sé Þórarinn Ingi Ólafsson stjórnarformaður Jysk. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur.Vísir „Það er til dæmis að þegar þú ert í viðskiptasambandi við aðila úti í bæ sem vinnur fyrir opinbera stofnun þá fer hann í rauninni með opinbert vald. Þannig að þessi kona Þórunn Óðinsdóttir fer með opinbert vald þegar hún er að kaupa inn og vinna fyrir ríkislögreglustjóra og það þýðir að hún getur ekki með góðu móti keypt vörur af manninum sínum eða fyrirtæki hans,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Lögreglan Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Greint var frá því í gær að tvö lögregluembætti, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafi greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf í eigu Þórunnar Óðinsdóttur 190 milljónir króna á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sinnti embættunum. 160 milljónir eru vegna vinnu fyrir Ríkislögreglustjóra síðustu fimm ár, eftir að Sigríður tók við embættinu 2020. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir voru skreppiferðir í verslanir Jysk og vegna uppsetningar á píluspjaldi. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki um eðlilega stjórnsýslu að ræða. „Það kostar um tuttugu milljónir að hafa opinbera starfsmenn í vinnu, þannig að kostnaðurinn við kaup á vinnu frá Þórunni lætur nærri að vera eins og eitt stöðugildi, þannig það virðist vera sem hún sé meira og minna í vinnu fyrir ríkislögreglustjóra.“ Ljóst sé að auglýsa hefði þurft stöðuna. Ríkislögreglustjóri hefur ekki gefið kost á viðtölum vegna málsins í dag. Í tilkynningu í gærkvöldi frá embættinu sagði að Þórunn hefði verið ráðin tímabundið í fullt starf. Var harmað að ekki hefði verið farið í útboð vegna verkefna Þórunnar, ekki hafi legið fyrir að verkefnin yrðu til lengri tíma. Haukur segir augljóst að fara hefði þurft í útboð. Fram hefur komið að eiginmaður Þórunnar sé Þórarinn Ingi Ólafsson stjórnarformaður Jysk. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur.Vísir „Það er til dæmis að þegar þú ert í viðskiptasambandi við aðila úti í bæ sem vinnur fyrir opinbera stofnun þá fer hann í rauninni með opinbert vald. Þannig að þessi kona Þórunn Óðinsdóttir fer með opinbert vald þegar hún er að kaupa inn og vinna fyrir ríkislögreglustjóra og það þýðir að hún getur ekki með góðu móti keypt vörur af manninum sínum eða fyrirtæki hans,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur.
Lögreglan Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira