Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2025 13:46 Michael Jordan á árunum með Chicago Bulls þegar hann var besti og vinsælasti körfuboltamaður heims. Getty/Bongarts NBA-goðsögnin Michael Jordan verður nú meira áberandi í umfjöllum um deildina en síðustu áratugi eftir að hann samdi um að koma reglulega fram í nýjum körfuboltaþætti á NBC-sjónvarpsstöðinni. Þátturinn heitir „MJ: Insights to Excellence“ og þar mun Jordan segja sína skoðun á því sem er í gangi í NBA-deildinni hverju sinni. Í nýjasta þættinum gagnrýndi Michael Jordan álagsstjórnun í NBA í dag. Leikmenn missa af mörgum leikjum vegna þess og áhorfendur missa af tækifæri til að sjá hetjurnar spila. Þegar viðmælandinn Mike Tirico spurði Jordan hvað honum fyndist um hugmyndina um álagsstjórnun fór Jordan ekki felur með skoðanir sínar. Michael Jordan shares his thoughts on load management on the second installment of MJ: Insights to Excellence.“I never wanted to miss a game because it was an opportunity to prove...the fans are there to watch me play." pic.twitter.com/h7g6krplDQ— NBA on NBC and Peacock (@NBAonNBC) October 29, 2025 „Fyrst og fremst ætti ekki að vera þörf á slíku,“ sagði Jordan. Hann missti ekki af mörgum leikjum á sínum ferli. Hann lék alla 82 leikina á níu tímabilum og á bilinu 78 til 81 leik á þremur tímabilum til viðbótar. Jordan var með 30,1 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 1072 leikjum í NBA. „Ég vildi aldrei missa af leik vegna þess að hver leikur var tækifæri til að sýna mig. Ég fann fyrir því að aðdáendurnir væru mættir til að horfa á mig spila. Ég vildi heilla þennan gaur hátt uppi í rjáfrum sem lagði líklega allt í sölurnar til að fá miða eða redda sér pening til að kaupa miðann,“ sagði Jordan. „Ég veit að hann er líklega að öskra á mig og ég vil þagga niður í honum,“ sagði Jordan. „Þú veist, hann kallar mig alls kyns nöfnum. Ég vil þagga niður í honum með frammistöðu minni. Þú hefur skyldu til að sjá þig, ef þeir vilja sjá þig, og sem skemmtikraft, þá vil ég sýna það. Ekki satt,“ sagði Jordan. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Jordan sagði líka söguna af því að spila með tognaðan ökkla snemma á ferlinum sínum því hann vildi skapa sér nafn. Og margir körfuboltaaðdáendur, sérstaklega þeir sem eru í Utah, muna eftir því sem hann gerði í fimmta leik NBA-úrslitakeppninnar árið 1997. Jordan er á því að hann hafi verið að glíma við matareitrun þann 11. júní 1997, daginn sem fimmti leikurinn í þeirri seríu gegn Jazz fór fram. Hann var mjög veikur og rúmliggjandi þar til um níutíu mínútum fyrir leik. Leikurinn er frægur sem „Flensuleikurinn“, en í honum skoraði Jordan 38 stig, leiddi Chicago til sigurs sem þýddi að Bulls var einum sigri frá NBA titlinum. Jordan féll síðan örmagna niður á bringu liðsfélaga síns, Scottie Pippen, í leikslok. „Ég ætlaði að finna leið til að komast út á gólfið, jafnvel þótt ég væri blekking,“ sagði Jordan. „Ég vissi að þegar ég er kominn úti á gólfið, þá veit maður aldrei hvað gerist. Það næsta sem maður veit af eru tilfinningarnar, aðstæðurnar og þarfir liðsins. Allt þetta fékk mig til að hugsa: „Ég ætla að klára þetta“,“ sagði Jordan. NBA Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Þátturinn heitir „MJ: Insights to Excellence“ og þar mun Jordan segja sína skoðun á því sem er í gangi í NBA-deildinni hverju sinni. Í nýjasta þættinum gagnrýndi Michael Jordan álagsstjórnun í NBA í dag. Leikmenn missa af mörgum leikjum vegna þess og áhorfendur missa af tækifæri til að sjá hetjurnar spila. Þegar viðmælandinn Mike Tirico spurði Jordan hvað honum fyndist um hugmyndina um álagsstjórnun fór Jordan ekki felur með skoðanir sínar. Michael Jordan shares his thoughts on load management on the second installment of MJ: Insights to Excellence.“I never wanted to miss a game because it was an opportunity to prove...the fans are there to watch me play." pic.twitter.com/h7g6krplDQ— NBA on NBC and Peacock (@NBAonNBC) October 29, 2025 „Fyrst og fremst ætti ekki að vera þörf á slíku,“ sagði Jordan. Hann missti ekki af mörgum leikjum á sínum ferli. Hann lék alla 82 leikina á níu tímabilum og á bilinu 78 til 81 leik á þremur tímabilum til viðbótar. Jordan var með 30,1 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 1072 leikjum í NBA. „Ég vildi aldrei missa af leik vegna þess að hver leikur var tækifæri til að sýna mig. Ég fann fyrir því að aðdáendurnir væru mættir til að horfa á mig spila. Ég vildi heilla þennan gaur hátt uppi í rjáfrum sem lagði líklega allt í sölurnar til að fá miða eða redda sér pening til að kaupa miðann,“ sagði Jordan. „Ég veit að hann er líklega að öskra á mig og ég vil þagga niður í honum,“ sagði Jordan. „Þú veist, hann kallar mig alls kyns nöfnum. Ég vil þagga niður í honum með frammistöðu minni. Þú hefur skyldu til að sjá þig, ef þeir vilja sjá þig, og sem skemmtikraft, þá vil ég sýna það. Ekki satt,“ sagði Jordan. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Jordan sagði líka söguna af því að spila með tognaðan ökkla snemma á ferlinum sínum því hann vildi skapa sér nafn. Og margir körfuboltaaðdáendur, sérstaklega þeir sem eru í Utah, muna eftir því sem hann gerði í fimmta leik NBA-úrslitakeppninnar árið 1997. Jordan er á því að hann hafi verið að glíma við matareitrun þann 11. júní 1997, daginn sem fimmti leikurinn í þeirri seríu gegn Jazz fór fram. Hann var mjög veikur og rúmliggjandi þar til um níutíu mínútum fyrir leik. Leikurinn er frægur sem „Flensuleikurinn“, en í honum skoraði Jordan 38 stig, leiddi Chicago til sigurs sem þýddi að Bulls var einum sigri frá NBA titlinum. Jordan féll síðan örmagna niður á bringu liðsfélaga síns, Scottie Pippen, í leikslok. „Ég ætlaði að finna leið til að komast út á gólfið, jafnvel þótt ég væri blekking,“ sagði Jordan. „Ég vissi að þegar ég er kominn úti á gólfið, þá veit maður aldrei hvað gerist. Það næsta sem maður veit af eru tilfinningarnar, aðstæðurnar og þarfir liðsins. Allt þetta fékk mig til að hugsa: „Ég ætla að klára þetta“,“ sagði Jordan.
NBA Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira