Golf

Gunn­laugur Árni í níunda sæti á heimslista

Sindri Sverrisson skrifar
Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum.
Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum.

Gunnlaugur Árni Sveinsson er fyrstur Íslendinga kominn í hóp tíu bestu áhugakylfinga heims eftir að hafa náð 9. sæti á nýjasta listanum.

Gunnlaugur Árni tók enn eitt stökkið upp listann eftir að hafa unnið sigur á Fallen Oak Invitational háskólamótinu í Bandaríkjunum síðustu viku. 

GSÍ greinir frá því að sigurinn hafi skilað Gunnlaugi 21,85 stigum á heimslistanum og þar með sé um sterkasta sigur frá upphafi að ræða hjá íslenskum áhugakylfingi.

Til samanburðar þá fékk Gunnlaugur 14,9 stig á heimslistanum fyrir sinn fyrsta sigur á móti í bandaríska háskólagolfinu í fyrra.

Fyrir utan Gunnlaug hefur Gísli Sveinbergsson komist hæst íslenskra karla á heimslista áhugakylfinga, þegar hann náði 99. sæti.

Gunnlaugur hefur verið meðal ellefu efstu á öllum fjórum háskólamótum sínum á þessu keppnistímabili en ólíklegt er að hann spili meira á þessu ári.

Árangur Gunnlaugs gæti skilað honum enn ofar á heimslista á næstunni og sömuleiðis komið honum inn á móti á sjálfri PGA-mótaröðinni á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×