„Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2025 10:24 Kristrún Frostadóttir er hugsi yfir háum greiðslum ríkislögreglustjóra til sérfræðins í straumlínulögun. Vísir/Bjarni Einarsson Forsætisráðherra segir greiðslur embættis ríkislögreglustjóra til ráðgjafa upp á vel á annað hundrað milljónir króna yfir fimm ára tímabil ekki slá sig vel. Ríkisstjórnin ætli alls ekki að verða varðhundar kerfisins heldur lyfta við öllum steinum þar sem vísbendingar séu um að betur megi fara með fé. Intra ráðgjöf, þar sem Þórunn Óðinsdóttir er eigandi og eini starfsmaður, hefur þegið rúmlega 130 milljónir króna í verktakagreiðslur frá árinu 2020. Þórunn er titluð sérfræðingur í straumlínulögun en fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla að verkefni sem hún hefur sinnt undanfarin fimm ár hafa snúið allt frá flutningum vegna mygluvanda yfir í skreppitúra eftir húsgögnum í Jysk. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra snemma í gærmorgun í aðdraganda starfsmannafundar hjá embætti ríkislögreglustjóra sem boðað var til vegna uppsagna hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir innan ráðuneytisins og embættisins hugsi yfir málinu. Þeim blöskri fjárútlátin á sama tíma og boðað sé til uppsagna. Sigríður Björk hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu undanfarna daga vegna málsins. Forsætisráðherra brást við málinu í gær. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel,“ sagði Kristrún. „Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Ríkisstjórnin leitaði í upphafi árs til almennings og óskaði eftir tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri. Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda en áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Skipaður var starfshópur og niðurstöður hans kynntar á blaðamannafundi. Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom held ég mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að vera útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Sigríður Björk hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag um viðtalsbeiðni vegna málsins. Rekstur hins opinbera Lögreglan Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Intra ráðgjöf, þar sem Þórunn Óðinsdóttir er eigandi og eini starfsmaður, hefur þegið rúmlega 130 milljónir króna í verktakagreiðslur frá árinu 2020. Þórunn er titluð sérfræðingur í straumlínulögun en fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla að verkefni sem hún hefur sinnt undanfarin fimm ár hafa snúið allt frá flutningum vegna mygluvanda yfir í skreppitúra eftir húsgögnum í Jysk. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra snemma í gærmorgun í aðdraganda starfsmannafundar hjá embætti ríkislögreglustjóra sem boðað var til vegna uppsagna hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir innan ráðuneytisins og embættisins hugsi yfir málinu. Þeim blöskri fjárútlátin á sama tíma og boðað sé til uppsagna. Sigríður Björk hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu undanfarna daga vegna málsins. Forsætisráðherra brást við málinu í gær. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel,“ sagði Kristrún. „Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Ríkisstjórnin leitaði í upphafi árs til almennings og óskaði eftir tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri. Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda en áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Skipaður var starfshópur og niðurstöður hans kynntar á blaðamannafundi. Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom held ég mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að vera útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Sigríður Björk hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag um viðtalsbeiðni vegna málsins.
Rekstur hins opinbera Lögreglan Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira