Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2025 11:02 Innviðir eru mikið skemmdir á Jamaíku. AP/Matias Delacroix Sameinuðu þjóðirnar segja að fellibylurinn Melissa hafi valdið fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíku og hafa kallað eftir aðstoð handa eyríkinu. Fellibylurinn, sem þykir einn þeirra öflugustu á Karíbahafinu í mannaminnum, lék íbúa á Kúbú og Haítí einnig grátt. Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir vegna óveðursins en líklegt þykir að talan muni hækka og það töluvert á komandi dögum og vikum. Margra er saknað og mörg samfélög eru enn einangruð vegna innviðaskemmda og skriða. AP fréttaveitan segir íbúa á Jamaíku vera slegna. Fjölmargir standi nú frammi fyrir því að vera heimilislausir, þar sem heimili þeirra hafi annaðhvort skemmst verulega eða hreinlega hrunið. Embættismenn segja að í einum bæ í suðvesturhluta Jamaíku, þar sem Melissa gekk á land, hafi nánast öll þök rifnað af húsum. Þökin séu enn á um tíu prósentum húsa í bænum. „Eyðileggingin er gríðarleg,“ hefur fréttaveitan eftir Daryl Vaz, samgönguráðherra. Alþjóðleg aðstoð er byrjuð að berast til Karíbahafsins í formi neyðarbirgða, nauðsynja og björgunarteyma. Gervihnattamyndir af þorpinu White House á Jamaíku. Þær sýna þorpið fyrir og eftir að Melissa gekk þar yfir.AP/Vantor Melissa gekk á land á Jamaíku á þriðjudaginn sem fimmta stigs fellibylur. Meðal vindhraði mældist þá um 82 metrar á sekúndu og var Melissa þá skráð í annað sæti (ásamt fjórum öðrum) yfir öflugustu fellibylji Karíbahafsins frá því mælingar hófust árið 1851, samkvæmt frétt CNN. Fellibylurinn var kominn niður í þriðja stig þegar hann náði landi á Kúbu. Síðan skall fellibylurinn á Bahamaeyjum. Þá var hann á fyrsta stigi og hafði misst töluverðan kraft. Melissa olli miklum flóðum á Haítí, þar sem vitað er að 25 séu látnir. Að minnsta kosti átján er saknað. Ekki er vitað til þess að einhver hafi dáið á Kúbu en Melissa olli töluverðum skemmdum þar. Í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum segir yfirmaður hjálparstarfs á svæðinu að skemmdirnar á Jamaíku séu fordæmalausar. Það muni taka marga mánuði og mikla peninga að koma hlutunum í fyrra horf. „Ég held að það sé ekki ein sál á þessari eyju sem fékk ekki að kenna á því vegna Melissu,“ sagði Dennis Zulu. Illa farin kirkja á Jamaíku.AP/Matias Delacroix Jamaíka Kúba Haítí Bahamaeyjar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55 Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20 Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir vegna óveðursins en líklegt þykir að talan muni hækka og það töluvert á komandi dögum og vikum. Margra er saknað og mörg samfélög eru enn einangruð vegna innviðaskemmda og skriða. AP fréttaveitan segir íbúa á Jamaíku vera slegna. Fjölmargir standi nú frammi fyrir því að vera heimilislausir, þar sem heimili þeirra hafi annaðhvort skemmst verulega eða hreinlega hrunið. Embættismenn segja að í einum bæ í suðvesturhluta Jamaíku, þar sem Melissa gekk á land, hafi nánast öll þök rifnað af húsum. Þökin séu enn á um tíu prósentum húsa í bænum. „Eyðileggingin er gríðarleg,“ hefur fréttaveitan eftir Daryl Vaz, samgönguráðherra. Alþjóðleg aðstoð er byrjuð að berast til Karíbahafsins í formi neyðarbirgða, nauðsynja og björgunarteyma. Gervihnattamyndir af þorpinu White House á Jamaíku. Þær sýna þorpið fyrir og eftir að Melissa gekk þar yfir.AP/Vantor Melissa gekk á land á Jamaíku á þriðjudaginn sem fimmta stigs fellibylur. Meðal vindhraði mældist þá um 82 metrar á sekúndu og var Melissa þá skráð í annað sæti (ásamt fjórum öðrum) yfir öflugustu fellibylji Karíbahafsins frá því mælingar hófust árið 1851, samkvæmt frétt CNN. Fellibylurinn var kominn niður í þriðja stig þegar hann náði landi á Kúbu. Síðan skall fellibylurinn á Bahamaeyjum. Þá var hann á fyrsta stigi og hafði misst töluverðan kraft. Melissa olli miklum flóðum á Haítí, þar sem vitað er að 25 séu látnir. Að minnsta kosti átján er saknað. Ekki er vitað til þess að einhver hafi dáið á Kúbu en Melissa olli töluverðum skemmdum þar. Í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum segir yfirmaður hjálparstarfs á svæðinu að skemmdirnar á Jamaíku séu fordæmalausar. Það muni taka marga mánuði og mikla peninga að koma hlutunum í fyrra horf. „Ég held að það sé ekki ein sál á þessari eyju sem fékk ekki að kenna á því vegna Melissu,“ sagði Dennis Zulu. Illa farin kirkja á Jamaíku.AP/Matias Delacroix
Jamaíka Kúba Haítí Bahamaeyjar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55 Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20 Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55
Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20
Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42