Lífið

Stein­gleymdi að taka niður sól­gler­augun

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heiða Björg áttaði sig ekki á því fyrr en henni var bent á það að hún væri með sólgleraugu á sér.
Heiða Björg áttaði sig ekki á því fyrr en henni var bent á það að hún væri með sólgleraugu á sér.

Það vakti talsverða athygli á blaðamannafundi í Úlfarsárdal í gær þegar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri var með sólgleraugu á meðan hún kynnti húsnæðisuppbyggingu í hverfinu.

Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og fóru áhorfendur fljótt að taka eftir því að borgarstjórinn hélt gleraugunum á sér lengi eftir að fundurinn hófst.

Margir veltu því fyrir sér hvort hún væri með augnsýkingu, þjáðist af mígreni eða einfaldlega hefði ekki áttað sig á því að hún væri enn með gleraugun á sér. Samkvæmt heimildum Vísis var það einmitt ekki flóknara en svo, 

Þegar leið á fundinn fékk Heiða ábendingu úr salnum um að hún væri enn með gleraugun á nefinu. Ekki sést á upptökunni hver benti henni á það, en meðal viðstaddra var Róbert Marshall, aðstoðarmaður borgarstjóra.

Þegar Heiða tók gleraugun af sér mátti sjá að bjartari svipur færðist yfir hana. Vísir hefur reynt að ná tali af borgarstjóra og aðstoðarmanni hans vegna atviksins í dag en án árangurs.

Klippu frá fundinum má sjá í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.