Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 08:30 Karlotta Ósk Óskarsdóttir er ótrúleg hlaupakona sem getur hlaupið mjög langt og í mjög langan tíma. Vísir / Lýður Valberg Karlotta Ósk Óskarsdóttir er stanslaust á hlaupum og notar þau til að gera upp fortíðina. Hún horfir þá líka til framtíðar og ætlar sér að setja fleiri Íslandsmet í framtíðinni. Ágúst Orri Arnarson hitti ofurhlauparann í Elliðaárdalnum. Karlotta Ósk er ótrúleg íþróttakona. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet síðustu fjóra mánuði og varð í sumar fyrsta konan til að hlaupa fimm hundruð kílómetra eða meira. Það gerði hún ekki einu sinni heldur tvisvar. Síðustu helgi sló Karlotta Íslandsmetið þegar hún hljóp í 48 klukkutíma. Já, klukkutíma, ekki kílómetra. Ágúst Orri vildi fá að vita hvernig þetta er hægt. Fólk að gráta þegar enginn sér til „Það er reyndar góð spurning en ég held að flestir svona ofurhlauparar eigi það líklega sameiginlegt að þeir séu að hlaupa í burtu frá einhverju,“ sagði Karlotta, en það þannig hjá henni líka? „Já, er það ekki bara þannig hjá öllum? Því ég held að allir eigi eitthvað, eitthvað sem þeir pæla í, hugsa um og eru að standa í. Ég er búin að hitta núna svo marga ofurhlaupara og mjög oft er fólk jafnvel að gráta þegar enginn sér til. Þetta er oft svona bara losun líka. Það eiginlega minnkar líka sársaukann að gera upp fortíðina,“ sagði Karlotta. „Þegar þú hleypur mörg hundruð kílómetra, ert þú vakandi í marga sólarhringa mögulega. Fólk hugsar kannski með sér, hún hlýtur nú að vera bara eitthvað rugluð. Hvað, hvað segirðu við því,“ spurði Ágúst. Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont „Það er náttúrulega bara ákveðið rugl í öllum sem standa í þessu. Þetta er náttúrulega bara ógeðslega erfitt, ógeðslega vont, kostar mikla peninga og ég veit ekki hvað maður er eiginlega að pæla,“ sagði Karlotta en uppskera er góð tilfinning þegar afrekinu er náð. „Að koma í mark einhvern veginn eftir að hafa gert eitthvað svona ógeðslega erfitt. Maður brosir oft bara í heila viku á eftir,“ sagði Karlotta. Meðfram þessum löngu hlaupum og svefnlausu nóttum er Karlotta móðir og í fullu starfi. Til dæmis mætti hún á skrifstofuna á mánudagsmorgun eftir 48 tíma hlaup um helgina. Hún segir mikilvægt að vera alltaf á hreyfingu. Hún æfir helst þrisvar á dag og er með fleiri háleit markmið. Gaman að taka þetta met hingað heim „Mig langar svolítið að reyna að fara aftur og taka kannski sex hundruð kílómetra. Og svo er náttúrulega, ég sá þennan gaur hérna frá Kanada sem að hljóp hérna hringinn í kringum Ísland og var að setja eitthvað heimsmet í því á 14 dögum og eitthvað 13 klukkutímum, held ég. Ég hugsaði bara um leið og ég sá þetta, bara, ég gæti gert þetta og nú langar mig að taka þetta heimsmet. Það væri nú gaman að taka þetta met hingað heim,“ sagði Karlotta en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Hlaup Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Sjá meira
Karlotta Ósk er ótrúleg íþróttakona. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet síðustu fjóra mánuði og varð í sumar fyrsta konan til að hlaupa fimm hundruð kílómetra eða meira. Það gerði hún ekki einu sinni heldur tvisvar. Síðustu helgi sló Karlotta Íslandsmetið þegar hún hljóp í 48 klukkutíma. Já, klukkutíma, ekki kílómetra. Ágúst Orri vildi fá að vita hvernig þetta er hægt. Fólk að gráta þegar enginn sér til „Það er reyndar góð spurning en ég held að flestir svona ofurhlauparar eigi það líklega sameiginlegt að þeir séu að hlaupa í burtu frá einhverju,“ sagði Karlotta, en það þannig hjá henni líka? „Já, er það ekki bara þannig hjá öllum? Því ég held að allir eigi eitthvað, eitthvað sem þeir pæla í, hugsa um og eru að standa í. Ég er búin að hitta núna svo marga ofurhlaupara og mjög oft er fólk jafnvel að gráta þegar enginn sér til. Þetta er oft svona bara losun líka. Það eiginlega minnkar líka sársaukann að gera upp fortíðina,“ sagði Karlotta. „Þegar þú hleypur mörg hundruð kílómetra, ert þú vakandi í marga sólarhringa mögulega. Fólk hugsar kannski með sér, hún hlýtur nú að vera bara eitthvað rugluð. Hvað, hvað segirðu við því,“ spurði Ágúst. Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont „Það er náttúrulega bara ákveðið rugl í öllum sem standa í þessu. Þetta er náttúrulega bara ógeðslega erfitt, ógeðslega vont, kostar mikla peninga og ég veit ekki hvað maður er eiginlega að pæla,“ sagði Karlotta en uppskera er góð tilfinning þegar afrekinu er náð. „Að koma í mark einhvern veginn eftir að hafa gert eitthvað svona ógeðslega erfitt. Maður brosir oft bara í heila viku á eftir,“ sagði Karlotta. Meðfram þessum löngu hlaupum og svefnlausu nóttum er Karlotta móðir og í fullu starfi. Til dæmis mætti hún á skrifstofuna á mánudagsmorgun eftir 48 tíma hlaup um helgina. Hún segir mikilvægt að vera alltaf á hreyfingu. Hún æfir helst þrisvar á dag og er með fleiri háleit markmið. Gaman að taka þetta met hingað heim „Mig langar svolítið að reyna að fara aftur og taka kannski sex hundruð kílómetra. Og svo er náttúrulega, ég sá þennan gaur hérna frá Kanada sem að hljóp hérna hringinn í kringum Ísland og var að setja eitthvað heimsmet í því á 14 dögum og eitthvað 13 klukkutímum, held ég. Ég hugsaði bara um leið og ég sá þetta, bara, ég gæti gert þetta og nú langar mig að taka þetta heimsmet. Það væri nú gaman að taka þetta met hingað heim,“ sagði Karlotta en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Hlaup Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Sjá meira