„Við þurfum að vera betri varnarlega“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. október 2025 13:46 Arnar Guðjónsson er viss um að Ægir Þór Steinarsson verði með Stjörnunni í kvöld og vill sjá Tindastól herða varnarleikinn. pawel Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Sauðárkróki í kvöld. Liðin mættust síðast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og Stólarnir eru fullir tilhlökkunar að hefna þeirra hörmuna, en verða að bæta varnarleikinn að mati þjálfarans. Arnar Guðjónsson er þjálfari Tindastóls og mætir fyrrum félögum í kvöld. Hann var þjálfari Stjörnunnar um árabil, áður en hann hætti eftir tímabilið 2023-24. Stjörnuliðið hefur tekið töluverðum breytingum síðan þá og Arnar segir enga sérstaka spenna fylgja því að mæta Stjörnunni. „Það er spenna fyrir öllum leikjum. Það er nú þannig með þessu vinnu, þetta er yfirleitt helvíti gaman, þannig að það er alltaf tilhlökkun fyrir hverjum leik. Sama hver andstæðingurinn er. Ægir og Orri eru þeir einu í liðinu sem voru einhvern tímann hjá mér og einhverjir yngri flokka strákar líka. Það er spenna auðvitað að mæta Íslandsmeisturunum og einu af betri liðum deildarinnar, en ekkert sérstaklega af því þetta er Stjarnan“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Viss um að Ægir verði með Stjörnunni Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa ekki farið vel af stað á þessu tímabili og tapað þremur af fyrstu fjórum leikjunum. Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson var ekki með í síðasta leik gegn ÍR, en Arnar er viss um að hann keppi í kvöld og segir gengi Stjörnunnar upp á síðkastið ekki skipta öllu máli. „Ég held að það skipti ekki alveg öllu máli hvernig síðustu leikir hafa farið hjá þeim. Svo er auðvitað svolítill munur á því hvort Ægir verður með þeim eða ekki og ég efast ekki um að hann spili í kvöld. Það hefur svolítið mikið að segja, hvort einn besti kallinn í deildinni er með eða ekki“ sagði Arnar og ítrekaði að hann væri fullviss um að Ægir yrði með í kvöld. Ragnar verður ekki með í kvöld Tindastóll verður hins vegar ekki með fullskipað lið. Leikjaálagið undanfarið er ekki ástæðan fyrir því, Ragnar Ágústsson fékk högg á lærið í síðasta leik gegn Njarðvík. „Hann verður ekki með okkur, hann fékk hné í læri tvisvar á móti Njarðvík, beinmar og bólgur sem halda honum frá vellinum. Sem er djöfull fúlt, hann er búinn að vera góður fyrir okkur í vetur, en það stíga bara einhverjir aðrir upp á móti.“ Vill bæta varnarleikinn Njarðvíkingar tóku Ragnar ekki einungis úr leik heldur afhentu þeir Tindastóli fyrsta tap tímabilsins. „Mér fannst við byrja leikinn illa varnarlega og það komu augnablik sóknarlega þar sem menn voru sjálfhverfir. Það lagaðist talsvert, allavega sóknarleikurinn, á móti Hetti [í 98-125 stórsigri 16-liða úrslitum VÍS bikarsins fyrr í vikunni]. En það eru alltaf einhverjir hlutir sem maður vill bæta milli leikja og við þurfum að vera betri varnarlega í kvöld en við vorum í Njarðvíkurleiknum“ sagði Arnar. Mikil tilhlökkun á Króknum Síðasti keppnisleikur Tindastóls og Stjörnunnar var oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn, sem Stjarnan vann í vor. Stólarnir og samfélagið á Sauðárkróki vill eflaust hefna fyrir það í kvöld. „Sigur í deildarleik hefnir svosem ekki fyrir tap í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, en það er engin spurning að það er spenna og tilhlökkun fyrir þessum leik. Liðin kepptu ansi vel hérna síðasta vor, þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkar fólki fyrir þessum leik.“ Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Arnar Guðjónsson er þjálfari Tindastóls og mætir fyrrum félögum í kvöld. Hann var þjálfari Stjörnunnar um árabil, áður en hann hætti eftir tímabilið 2023-24. Stjörnuliðið hefur tekið töluverðum breytingum síðan þá og Arnar segir enga sérstaka spenna fylgja því að mæta Stjörnunni. „Það er spenna fyrir öllum leikjum. Það er nú þannig með þessu vinnu, þetta er yfirleitt helvíti gaman, þannig að það er alltaf tilhlökkun fyrir hverjum leik. Sama hver andstæðingurinn er. Ægir og Orri eru þeir einu í liðinu sem voru einhvern tímann hjá mér og einhverjir yngri flokka strákar líka. Það er spenna auðvitað að mæta Íslandsmeisturunum og einu af betri liðum deildarinnar, en ekkert sérstaklega af því þetta er Stjarnan“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Viss um að Ægir verði með Stjörnunni Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa ekki farið vel af stað á þessu tímabili og tapað þremur af fyrstu fjórum leikjunum. Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson var ekki með í síðasta leik gegn ÍR, en Arnar er viss um að hann keppi í kvöld og segir gengi Stjörnunnar upp á síðkastið ekki skipta öllu máli. „Ég held að það skipti ekki alveg öllu máli hvernig síðustu leikir hafa farið hjá þeim. Svo er auðvitað svolítill munur á því hvort Ægir verður með þeim eða ekki og ég efast ekki um að hann spili í kvöld. Það hefur svolítið mikið að segja, hvort einn besti kallinn í deildinni er með eða ekki“ sagði Arnar og ítrekaði að hann væri fullviss um að Ægir yrði með í kvöld. Ragnar verður ekki með í kvöld Tindastóll verður hins vegar ekki með fullskipað lið. Leikjaálagið undanfarið er ekki ástæðan fyrir því, Ragnar Ágústsson fékk högg á lærið í síðasta leik gegn Njarðvík. „Hann verður ekki með okkur, hann fékk hné í læri tvisvar á móti Njarðvík, beinmar og bólgur sem halda honum frá vellinum. Sem er djöfull fúlt, hann er búinn að vera góður fyrir okkur í vetur, en það stíga bara einhverjir aðrir upp á móti.“ Vill bæta varnarleikinn Njarðvíkingar tóku Ragnar ekki einungis úr leik heldur afhentu þeir Tindastóli fyrsta tap tímabilsins. „Mér fannst við byrja leikinn illa varnarlega og það komu augnablik sóknarlega þar sem menn voru sjálfhverfir. Það lagaðist talsvert, allavega sóknarleikurinn, á móti Hetti [í 98-125 stórsigri 16-liða úrslitum VÍS bikarsins fyrr í vikunni]. En það eru alltaf einhverjir hlutir sem maður vill bæta milli leikja og við þurfum að vera betri varnarlega í kvöld en við vorum í Njarðvíkurleiknum“ sagði Arnar. Mikil tilhlökkun á Króknum Síðasti keppnisleikur Tindastóls og Stjörnunnar var oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn, sem Stjarnan vann í vor. Stólarnir og samfélagið á Sauðárkróki vill eflaust hefna fyrir það í kvöld. „Sigur í deildarleik hefnir svosem ekki fyrir tap í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, en það er engin spurning að það er spenna og tilhlökkun fyrir þessum leik. Liðin kepptu ansi vel hérna síðasta vor, þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkar fólki fyrir þessum leik.“
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira