Innlent

Mest á­nægja starfs­fólks í sveitar­fé­lögum á Suður­landi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fulltrúar sveitarfélaganna fjögurra með viðurkenningar sínar.
Fulltrúar sveitarfélaganna fjögurra með viðurkenningar sínar. FOSS

Mest starfsánægja er í Bláskógarbyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta eru niðurstöður árlegrar könnunar Gallups. Verðlaunin Sveitarfélag ársins voru veitt í gær. Sagt er frá á heimasíðu stéttarfélagsins Kjalar.

Tómas Bjarnason frá Gallup ræddi ánægju starfsfólks í starfi, hvað skapi starfsánægju og af hverju hún sé mikilvæg í erindi sínu á viðburðinum sem fram fór á Hótel Selfossi. Það var viðeigandi að viðburðurinn hafi farið fram þar enda fjögur efstu sveitarfélögin á Suðurland.

Tómas sagði sterk tengsl á milli starfsánægju, lífsánægju og árangurs vinnustaða. Þá lagði hann mikla áherslu á mikilvægi hvatningar fyrir starfsfólk.

„Ef að hvatningin er ekki til staðar þá gerir fólk bara miklu minna,“ sagði Tómas.

Heildarniðurstöðurnar hafa ekki enn verið birtar opinberlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×