„Fannst þetta verða svartara og svartara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2025 11:32 Arnór Snær Óskarsson er kominn heim í Val. Vísir/Lýður Arnór Snær Óskarsson er óvænt snúinn heim úr atvinnumennsku og spilar með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur. Hann flýr svartnætti í Noregi en hyggst þó ekki stoppa of stutt við hér heima. Arnór yfirgaf uppeldisfélagið Val árið 2023 þegar hann fór til þýska stórliðsins Rhein Neckar Löwen. Þar gekk honum illa að festa sig í sessi og færði sig til Kolstad í Noregi fyrir ári síðan og sameinaðist þar bróður sínum Benedikt Gunnari Óskarssyni. Arnór hefur hins vegar verið úti í kuldanum í Noregi. „Ég var alveg búinn að vera í einhverjum samræðum við Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals) yfir veturinn en var alltaf búinn að segja við hann að ég ætlaði bara að taka slaginn og vera áfram. Svo fannst mér þetta verða svartara og svartara svo ég ákvað heyra í honum til baka að fara heim,“ segir Arnór Snær. Hvað var svona svart þar ytra? „Þú ert að fara þarna til að spila handbolta. Þegar þú ert ekki að gera það en bara heima hjá þér að gera ekki neitt, ferð á æfingar og gerir ekki neitt og situr svo á bekknum er það ekkert frábært. Maður er í þessu til að spila handbolta, þannig að það er í rauninni bara það,“ segir Arnór sem var í raun ýtt til hliðar og orðinn varaskeifa. „Já, í rauninni. Ég var orðinn einhverskonar þriðji kostur og hentaði inn í eða eitthvað svoleiðis. Það gerist bara, svona er sportið, en þá er best að grípa inn í það.“ Hafnaði erlendum liðum fyrir heimför Arnór fékk einhver tilboð að utan en leist best á að taka skrefið heim. Hann kemur inn í Valslið sem átti heldur misjafnan október-mánuð. Þeir hófu hann á tapi fyrir Haukum í bikarkeppninni og því úr leik þar. Þá tapaði Valur með tíu marka mun fyrir Haukum í deildinni og með fimm marka mun fyrir KA. En vann þó Aftureldingu með tíu mörkum og tókst naumlega að enda mánuðinn með sigri, 36-35, gegn ÍR á fimmtudag í síðustu viku. Valsmenn vonast því eflaust eftir innspýtingu með heimkomu Arnórs sem hlakkar til. „Ég er bara spenntur. Ég er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila handbolta, það er númer eitt, tvö og þrjú. Það tekur kannski sinn tíma að komast inn í liðið en maður er fljótur að læra,“ „Já, hundrað prósent. Það er bara að gefa ennþá meira í í lyftingasalnum og stefnan sett á að fara aftur út, heldur betur. Maður á ekkert að vera hræddur við að koma heim. Það er gott að koma heim og finna sjálfstraustið og fara bara aftur út,“ segir Arnór Snær. Fyrsti leikur Arnórs er gegn Íslandsmeisturum Fram, sem Valur sækir heim á fimmtudagskvöldið kemur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Valur Norski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Arnór yfirgaf uppeldisfélagið Val árið 2023 þegar hann fór til þýska stórliðsins Rhein Neckar Löwen. Þar gekk honum illa að festa sig í sessi og færði sig til Kolstad í Noregi fyrir ári síðan og sameinaðist þar bróður sínum Benedikt Gunnari Óskarssyni. Arnór hefur hins vegar verið úti í kuldanum í Noregi. „Ég var alveg búinn að vera í einhverjum samræðum við Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals) yfir veturinn en var alltaf búinn að segja við hann að ég ætlaði bara að taka slaginn og vera áfram. Svo fannst mér þetta verða svartara og svartara svo ég ákvað heyra í honum til baka að fara heim,“ segir Arnór Snær. Hvað var svona svart þar ytra? „Þú ert að fara þarna til að spila handbolta. Þegar þú ert ekki að gera það en bara heima hjá þér að gera ekki neitt, ferð á æfingar og gerir ekki neitt og situr svo á bekknum er það ekkert frábært. Maður er í þessu til að spila handbolta, þannig að það er í rauninni bara það,“ segir Arnór sem var í raun ýtt til hliðar og orðinn varaskeifa. „Já, í rauninni. Ég var orðinn einhverskonar þriðji kostur og hentaði inn í eða eitthvað svoleiðis. Það gerist bara, svona er sportið, en þá er best að grípa inn í það.“ Hafnaði erlendum liðum fyrir heimför Arnór fékk einhver tilboð að utan en leist best á að taka skrefið heim. Hann kemur inn í Valslið sem átti heldur misjafnan október-mánuð. Þeir hófu hann á tapi fyrir Haukum í bikarkeppninni og því úr leik þar. Þá tapaði Valur með tíu marka mun fyrir Haukum í deildinni og með fimm marka mun fyrir KA. En vann þó Aftureldingu með tíu mörkum og tókst naumlega að enda mánuðinn með sigri, 36-35, gegn ÍR á fimmtudag í síðustu viku. Valsmenn vonast því eflaust eftir innspýtingu með heimkomu Arnórs sem hlakkar til. „Ég er bara spenntur. Ég er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila handbolta, það er númer eitt, tvö og þrjú. Það tekur kannski sinn tíma að komast inn í liðið en maður er fljótur að læra,“ „Já, hundrað prósent. Það er bara að gefa ennþá meira í í lyftingasalnum og stefnan sett á að fara aftur út, heldur betur. Maður á ekkert að vera hræddur við að koma heim. Það er gott að koma heim og finna sjálfstraustið og fara bara aftur út,“ segir Arnór Snær. Fyrsti leikur Arnórs er gegn Íslandsmeisturum Fram, sem Valur sækir heim á fimmtudagskvöldið kemur. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Valur Norski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti