Sport

Loksins þorði ein­hver í Kol­bein sem stígur aftur inn í hringinn

Aron Guðmundsson skrifar
Kolbeinn Kristinsson er ríkjandi WBF heimsmeistari í þungavigtarflokki sem og Baltic Boxing Union meistari. Hann er á meðal hundrað bestu þungavigtar boxara á heimsvísu og hefur ekki tapað bardaga á sínum atvinnumannaferli
Kolbeinn Kristinsson er ríkjandi WBF heimsmeistari í þungavigtarflokki sem og Baltic Boxing Union meistari. Hann er á meðal hundrað bestu þungavigtar boxara á heimsvísu og hefur ekki tapað bardaga á sínum atvinnumannaferli Mynd: Kristinn Gauti

Ís­lenski at­vinnu­maðurinn í hnefa­leikum, Kol­beinn Kristins­son, mun á ný stíga inn í hringinn þann 29. nóvember næst­komandi þar sem að hann mætir Pedro Martinez frá Venesúela á hnefa­leika­kvöldi í Finn­landi.

Þetta verður annar bar­dagi Kol­beins á árinu en í þeim fyrsta tryggði hann sér WBF heims­meistara­beltið í þunga­vigtar­flokki með sigri gegn Mike Lehnis.

Engum tekist að stöðva Kolbein

Kol­beinn er enn ósigraður á sínum ferli, hefur unnið átján bar­daga í röð og ætlar sér að bæta við þeim nítjánda gegn Martinez sem hefur unnið þrettán bar­daga en tapað fjórum á sínum at­vinnu­manna­ferli.

Það hefur gengið erfið­lega fyrir Kol­bein að fá bar­daga upp á síðkastið en menn virðast tregir til að mæta Ís­lendingnum í hnefa­leika­hringnum, ætli góður árangur hans upp á síðkastið spili ekki þar inn í. Pedro er tíundi and­stæðingurinn sem hafnar voru al­menni­legar viðræður við um bar­daga.

„Pedro er flottur and­stæðingur,“ segir Kol­beinn. Hann er með þrettán sigra, þar af sjö rot­högg á sínum erli og hefur verið að boxa síðan árið 2015. Þetta er góður bar­dagi fyrir mig til þess að halda mér virkum á meðan að við teymið klárum sam­tal við stóru bar­daga­sam­böndin úti.“

Bar­dagi Kol­beins og Martinez verður átta lotur og fer bar­daga­kvöldið fram í borginni Oulu í Finn­landi eins og fyrr segir þann 29.nóvember næstkomandi. 

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×