Kristófer Acox kallar sig glæpamann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 07:31 Kristófer Acox í leik með Valsmönnum í vetur. Vísir / Guðmundur Íslenski körfuboltamaðurinn Kristófer Acox hefur verið mikið í fréttum síðustu mánuði en aðallega vegna þess sem hann hefur gert utan vallar. Hann gerir þessa viðburðarríku mánuði upp á samfélagsmiðlum með stuttri en afar sérstakri yfirlýsingu. Kristófer missti fyrst af Evrópumótinu með íslenska landsliðinu í haust þar sem landsliðsþjálfarinn neitaði að velja hann í landsliðið þótt flestir væru á því að íslenska landsliðið gæti notað einn af betri körfuboltamönnum landsins. Svo hófst tímabilið þar sem Valsmenn hafa verið í vandræðum og aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum sínum. Kristófer hefur skorað 11,8 stig og tekið 9,8 fráköst í leik. Færsla Kristófers og myndin af honum í Coolbet-bolnum.@krisacox Kristófer tilkynnti fljótlega eftir að tímabilið hófst um samstarf sitt við erlent veðmálafyrirtæki sem er ólöglegt hér á landi. Kristófer greindi frá ákvörðuninni á Instagram þar sem hann sagði að hann væri orðinn meðlimur „Coolbet-fjölskyldunnar“. „Það verða pottþétt einhverjir ósáttir, en sjitt maður, ég er vanur því,“ sagði Kristófer í tilkynningunni sem hann síðan fjarlægði af síðunni eftir hörð viðbrögð úr mörgum áttum. Þau komu þó meira til vegna þess sem gerðist næst. Kristófer birtist nefnilega í framhaldinu í auglýsingu Coolbet á samfélagsmiðlinum X þar sem fólki var ráðlagt í veðmálum fyrir nokkra af körfuboltaleikjum þess kvölds. „Það hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið til að þéna peninga,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, þá í samtali við Vísi daginn eftir Myndböndin sem Kristófer setti á Instagram og myndina sem Coolbet birti á X voru síðan fjarlægð. Kristófer er hvergi sjáanlegur á samfélagsmiðlum Coolbet og sömuleiðis er Coolbet hvergi sjáanlegt lengur á samfélagsmiðlum Kristófers. Kristófer gerir upp þessa síðustu mánuði með myndaveislu á samfélagsmiðlinum Instagram en við hana skrifar hann: „Síðustu mánuðir hjá glæpamanninum Kristófer Acox,“ eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá hann á einni myndinni í bol merktum Coolbet. Það skal tekið fram að það má vissulega lesa mikla kaldhæðni úr þessu hjá Kristófer. View this post on Instagram A post shared by Kristófer Acox ♛ (@krisacox) Bónus-deild karla Valur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
Kristófer missti fyrst af Evrópumótinu með íslenska landsliðinu í haust þar sem landsliðsþjálfarinn neitaði að velja hann í landsliðið þótt flestir væru á því að íslenska landsliðið gæti notað einn af betri körfuboltamönnum landsins. Svo hófst tímabilið þar sem Valsmenn hafa verið í vandræðum og aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum sínum. Kristófer hefur skorað 11,8 stig og tekið 9,8 fráköst í leik. Færsla Kristófers og myndin af honum í Coolbet-bolnum.@krisacox Kristófer tilkynnti fljótlega eftir að tímabilið hófst um samstarf sitt við erlent veðmálafyrirtæki sem er ólöglegt hér á landi. Kristófer greindi frá ákvörðuninni á Instagram þar sem hann sagði að hann væri orðinn meðlimur „Coolbet-fjölskyldunnar“. „Það verða pottþétt einhverjir ósáttir, en sjitt maður, ég er vanur því,“ sagði Kristófer í tilkynningunni sem hann síðan fjarlægði af síðunni eftir hörð viðbrögð úr mörgum áttum. Þau komu þó meira til vegna þess sem gerðist næst. Kristófer birtist nefnilega í framhaldinu í auglýsingu Coolbet á samfélagsmiðlinum X þar sem fólki var ráðlagt í veðmálum fyrir nokkra af körfuboltaleikjum þess kvölds. „Það hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið til að þéna peninga,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, þá í samtali við Vísi daginn eftir Myndböndin sem Kristófer setti á Instagram og myndina sem Coolbet birti á X voru síðan fjarlægð. Kristófer er hvergi sjáanlegur á samfélagsmiðlum Coolbet og sömuleiðis er Coolbet hvergi sjáanlegt lengur á samfélagsmiðlum Kristófers. Kristófer gerir upp þessa síðustu mánuði með myndaveislu á samfélagsmiðlinum Instagram en við hana skrifar hann: „Síðustu mánuðir hjá glæpamanninum Kristófer Acox,“ eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá hann á einni myndinni í bol merktum Coolbet. Það skal tekið fram að það má vissulega lesa mikla kaldhæðni úr þessu hjá Kristófer. View this post on Instagram A post shared by Kristófer Acox ♛ (@krisacox)
Bónus-deild karla Valur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira