„Hann plataði mig algerlega“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 12:00 Daniel Jarvis spurði Cameron Munster hvort hann mætti standa við hlið hans í þjóðsöngnum og ástralski landsliðsmaðurinn sagði bara já. x Leikmenn standa hlið við hlið og hlusta á þjóðsöngva keppnisþjóðanna tveggja í byrjun landsleikja í flestum íþróttagreinum. Í leik um síðustu helgi bættist „nýr“ leikmaður óvænt í hópinn hjá öðru liðinu. Atvikið varð á meðan þjóðsöngurinn var spilaður í Ashes-leiknum í Liverpool um helgina þar sem ástralska ruðningslandsliðið var að spila við heimamenn í enska landsliðinu. Daniel Jarvis er þekktur hrekkjalómur. Hann laumaði sér óséður inn á völlinn og krækti handlegg í Cameron Munster, sem er leikmaður Ástralíu. WATCH: The vision of Daniel Jarvis sneaking onto the field at the Ashes Game 2. He runs on last and speaks to Cam Munster 😂 (9news) pic.twitter.com/PpwAxHu76a— NRLCentral (@centralNRL) November 2, 2025 Má ég standa við hliðina á þér „Einhver gaur spurði mig: „Má ég standa við hliðina á þér og halda í þig?“ Ég sagði: „Já, félagi. Gerðu bara það sem þú þarft að gera“,“ sagði Munster eftir leikinn. „Ég gerði bara ráð fyrir að hann væri með einhvern fyrirtækjapakka eða samning við Kangaroos um að hann mætti vera með í þjóðsöngnum. Svo áttaði ég mig á því hver þetta var. Þetta var gaurinn sem gerir svona reglulega. Það tók mig smá tíma að fatta en þetta var frekar fyndið. Hann náði mér. Þetta var svolítið skrítið en ég lét það bara yfir mig ganga. Hann plataði mig algerlega,“ sagði Munster. Voru frekar harðhentir við hann „Öryggisverðir eða einhverjir starfsmenn vallarins fóru og náðu í hann og voru frekar harðhentir við hann. Ég vissi strax að ég hafði verið tekinn í nefið,“ sagði Munster. Daniel Jarvis hefur nú verið handtekinn. Jarvis, sem hefur gert svipaða hluti áður – meðal annars á Ólympíuleikunum í fyrra, í krikketleik á The Oval og á fótboltaleik með enska landsliðinu en þetta kostaði það að hann var tekinn í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið ákærður. Hrekkurinn virtist þó ekki trufla Munster, sem skoraði snertimark í 14-4 sigri Ástralíu á Englandi. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Rugby Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Atvikið varð á meðan þjóðsöngurinn var spilaður í Ashes-leiknum í Liverpool um helgina þar sem ástralska ruðningslandsliðið var að spila við heimamenn í enska landsliðinu. Daniel Jarvis er þekktur hrekkjalómur. Hann laumaði sér óséður inn á völlinn og krækti handlegg í Cameron Munster, sem er leikmaður Ástralíu. WATCH: The vision of Daniel Jarvis sneaking onto the field at the Ashes Game 2. He runs on last and speaks to Cam Munster 😂 (9news) pic.twitter.com/PpwAxHu76a— NRLCentral (@centralNRL) November 2, 2025 Má ég standa við hliðina á þér „Einhver gaur spurði mig: „Má ég standa við hliðina á þér og halda í þig?“ Ég sagði: „Já, félagi. Gerðu bara það sem þú þarft að gera“,“ sagði Munster eftir leikinn. „Ég gerði bara ráð fyrir að hann væri með einhvern fyrirtækjapakka eða samning við Kangaroos um að hann mætti vera með í þjóðsöngnum. Svo áttaði ég mig á því hver þetta var. Þetta var gaurinn sem gerir svona reglulega. Það tók mig smá tíma að fatta en þetta var frekar fyndið. Hann náði mér. Þetta var svolítið skrítið en ég lét það bara yfir mig ganga. Hann plataði mig algerlega,“ sagði Munster. Voru frekar harðhentir við hann „Öryggisverðir eða einhverjir starfsmenn vallarins fóru og náðu í hann og voru frekar harðhentir við hann. Ég vissi strax að ég hafði verið tekinn í nefið,“ sagði Munster. Daniel Jarvis hefur nú verið handtekinn. Jarvis, sem hefur gert svipaða hluti áður – meðal annars á Ólympíuleikunum í fyrra, í krikketleik á The Oval og á fótboltaleik með enska landsliðinu en þetta kostaði það að hann var tekinn í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið ákærður. Hrekkurinn virtist þó ekki trufla Munster, sem skoraði snertimark í 14-4 sigri Ástralíu á Englandi. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Rugby Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum