Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 07:52 Guðrún Edda Sigurðardóttir á án vafa eina af bestu endurkomum ársins í íslensku íþróttalífi. @gudruneddasig Þegar leitað verður að endurkomu ársins í íslensku íþróttalífi á árinu 2025 þá hlýtur fimleikakonan Guðrún Edda Sigurðardóttir að koma þar sterklega til greina. Guðrún Edda er að gera eitthvað í lok ársins sem enginn sá fyrir í upphafi þess. Hún er á leiðinni á Norðurlandamótið í hópfimleikum með Stjörnunni. Árið 2024 endaði nefnilega hræðilega fyrir Guðrúnu Eddu þegar hún hálsbrotnaði á fimleikaæfingu. Þá var hún nýorðin Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu. „Árið 2024 endaði ekkert rosalega vel þar sem ég braut hryggjarlið í hálsinum á æfingu. Krefjandi tímabil fram undan en spennt að komast aftur á fullt,“ skrifaði Guðrún Edda þá á samfélagsmiðla sína og birti mynd af sér á sjúkrahúsinu. Útlitið var vissulega svart milli jóla og nýárs í fyrra en það var hugur í henni þrátt fyrir allt. „Fyrir rétt rúmum tíu mánuðum síðan hélt ég að fimleikaferillinn minn væri búinn eftir að ég lenti í því að lenda illa á fimleikaæfingu og fékk þær fréttir upp á spítala að ég væri með brotin háls. Við tók langur bati og sérstaklega erfiður bati andlega,“ skrifaði Guðrún Edda í nýrri færslu þar sem var sannarlega ástæða til að fagna afreki hennar. Með þrautseigju, dugnaði og staðfestu hafði hún ekki aðeins komist aftur í fimleikasalinn heldur var hún búin að vinna sér sæti í Norðurlandsmótsliði Stjörnunnar. Hún nefnir þar sérstaklega andlega þáttinn og það er hægt að vekja athygli á því. Þú hálsbrotnar á æfingu sem er meiðsli sem eru öllum erfið líkamlega en hvað þá að sýna hugrekkið og hungrið að koma sér aftur inn á fimleikagólfið. Það er enn meiri sigur. „Þegar ég kom aftur inn í fimleikasalinn að horfa á liðið mitt æfa hugsaði ég strax um að mitt markmið væri að koma mér til baka og ná að keppa á Norðurlandamóti sem væri ellefu mánuðum seinna,“ skrifaði Guðrún Edda og hún er nú að ná þessu magnaða og krefjandi markmiði sínu. „Eftir alla þessa mánuði af því að byrja upp á nýtt í fimleikum er ég á leið á Norðurlandamót í Finnlandi með þessu geggjaða liði, í fyrsta skipti í nýjum galla og með nýjum liðsfélögum,“ skrifaði Guðrún Edda. Þetta verður hennar þriðja Norðurlandamót en kannski það merkilegasta af þeim öllum enda þegar sigurvegari í augum flestra sem fá að heyra ótrúlega endurkomusögu hennar. Næst á dagskrá er Norðurlandamótið í Finnlandi um komandi helgi þar sem Stjörnukonur ætla sér stóra hluti. View this post on Instagram A post shared by Guðrún Edda Sigurðardóttir (@gudruneddasig) Fimleikar Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Guðrún Edda er að gera eitthvað í lok ársins sem enginn sá fyrir í upphafi þess. Hún er á leiðinni á Norðurlandamótið í hópfimleikum með Stjörnunni. Árið 2024 endaði nefnilega hræðilega fyrir Guðrúnu Eddu þegar hún hálsbrotnaði á fimleikaæfingu. Þá var hún nýorðin Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu. „Árið 2024 endaði ekkert rosalega vel þar sem ég braut hryggjarlið í hálsinum á æfingu. Krefjandi tímabil fram undan en spennt að komast aftur á fullt,“ skrifaði Guðrún Edda þá á samfélagsmiðla sína og birti mynd af sér á sjúkrahúsinu. Útlitið var vissulega svart milli jóla og nýárs í fyrra en það var hugur í henni þrátt fyrir allt. „Fyrir rétt rúmum tíu mánuðum síðan hélt ég að fimleikaferillinn minn væri búinn eftir að ég lenti í því að lenda illa á fimleikaæfingu og fékk þær fréttir upp á spítala að ég væri með brotin háls. Við tók langur bati og sérstaklega erfiður bati andlega,“ skrifaði Guðrún Edda í nýrri færslu þar sem var sannarlega ástæða til að fagna afreki hennar. Með þrautseigju, dugnaði og staðfestu hafði hún ekki aðeins komist aftur í fimleikasalinn heldur var hún búin að vinna sér sæti í Norðurlandsmótsliði Stjörnunnar. Hún nefnir þar sérstaklega andlega þáttinn og það er hægt að vekja athygli á því. Þú hálsbrotnar á æfingu sem er meiðsli sem eru öllum erfið líkamlega en hvað þá að sýna hugrekkið og hungrið að koma sér aftur inn á fimleikagólfið. Það er enn meiri sigur. „Þegar ég kom aftur inn í fimleikasalinn að horfa á liðið mitt æfa hugsaði ég strax um að mitt markmið væri að koma mér til baka og ná að keppa á Norðurlandamóti sem væri ellefu mánuðum seinna,“ skrifaði Guðrún Edda og hún er nú að ná þessu magnaða og krefjandi markmiði sínu. „Eftir alla þessa mánuði af því að byrja upp á nýtt í fimleikum er ég á leið á Norðurlandamót í Finnlandi með þessu geggjaða liði, í fyrsta skipti í nýjum galla og með nýjum liðsfélögum,“ skrifaði Guðrún Edda. Þetta verður hennar þriðja Norðurlandamót en kannski það merkilegasta af þeim öllum enda þegar sigurvegari í augum flestra sem fá að heyra ótrúlega endurkomusögu hennar. Næst á dagskrá er Norðurlandamótið í Finnlandi um komandi helgi þar sem Stjörnukonur ætla sér stóra hluti. View this post on Instagram A post shared by Guðrún Edda Sigurðardóttir (@gudruneddasig)
Fimleikar Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira