„Ég og Nik erum ágætis vinir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 10:32 Ian Jeffs með Blikatreyjuna fyrir framan stúkuna á Kópavogsvelli. @breidablikfc Íslands- og bikarmeistararnir í Breiðabliki kynntu nýjan þjálfara í gær og það verða áfram ensk áhrif hjá Blikakonum næsta sumar. „Þetta er bara frábært félag og ég er bara mjög spenntur fyrir því að vera kominn hingað,“ sagði Ian Jeffs í fyrsta viðtalinu sínu sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Hann tekur við liðinu af Nik Chamberlain sem hætti til að taka við sænska liðinu Kristianstad. Hefur fylgst með Nik og Blikaliðinu Jeffs hefur þjálfað karlalið undanfarin ár, síðast lið Hauka, en segist hafa náð að fylgjast með kvennaliði Blika. Hann þekkir því til leikmanna þess þótt hann hafi ekki verið að þjálfa í kvennaboltanum. „Þrátt fyrir að ég sé búinn að vera að þjálfa karlalið undanfarin ár þá er ég alveg búinn að fylgjast með kvennaboltanum og þá sérstaklega liði Breiðabliks. Ég og Nik erum ágætis vinir og ég er búinn að fylgjast með honum og með liðinu,“ sagði Jeffs. Hann ræddi við Nik um starfið áður en hann tók við. „Bara þegar þetta kom upp. Ég var í sambandi við hann og við töluðum saman um hlutina en þetta gerðist bara svolítið hratt. Við töluðum ekki það mikið saman en bara nógu til að ég myndi vera bara spenntur fyrir þessu,“ sagði Jeffs en er erfiðara að taka við Blikum sem tvöföldum meisturum? Þetta er bara gott „Þetta er bara lið sem vill bara vinna titla og það er bara krafa hér til að ná árangri. Ég held það hafi ekki skipt máli ef liðið hefði unnið Íslandsmeistaratitilinn núna í ár eða ekki. Það myndu alltaf vera sömu kröfur. Þetta er bara gott. Það er bara metnaður hjá félaginu. Og ég vil bara gera mitt besta og vonandi halda áfram eins og Breiðablik hefur verið að núna undanfarin ár,“ sagði Jeffs. En við hverjum mega stuðningsmenn Breiðabliks búast við frá liðinu hans og hvernig fótbolta ætlar hann að spila? „Ég myndi segja að ég og Nik séum með svipaða sýn á fótbolta. Hann spilar samt öðruvísi leikkerfi en það sem ég hef notað. Ég vil bara spila góðan fótbolta. Ég vil bara sækja mikið og ég vil bara helst spila skemmtilega sóknarsinnaðan fótbolta og vonandi getur það haldið áfram eftir að ég tek við þessu,“ sagði Jeffs. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Gerða Eyjakonur að bikarmeisturum Þjálfaraferill Ians hófst fyrir rúmum tíu árum síðan, þegar hann tók við þjálfun kvennaliðs ÍBV í efstu deild Íslandsmótsins. Á þeim fjórum árum sem hann stýrði ÍBV, kom hann liðinu meðal annars tvisvar sinnum í bikarúrslit og varð bikarmeistari 2017. Hann var aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins frá hausti 2018 til ársloka 2020 og átti sinn þátt í að þátttökurétturinn á Evrópumót landsliða var tryggður þá fyrir mótið 2022. Ian þjálfaði síðan karlalið Þróttar í tvö tímabil, þar sem hann stýrði liðinu m.a. upp um deild. Árið 2024 tók hann síðan við karlaliði Hauka, þar sem hann lét af störfum að nýloknu keppnistímabili.Sem leikmaður spilaði Ian Jeffs m.a. með ÍBV, Val og Fylki og á yfir 200 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá spilaði hann einnig með Crewe á Englandi og Örebro í Svíþjóð. Hann er menntaður íþróttafræðingur frá HR og er að ljúka UEFA Pro-gráðu í nóvember. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Þetta er bara frábært félag og ég er bara mjög spenntur fyrir því að vera kominn hingað,“ sagði Ian Jeffs í fyrsta viðtalinu sínu sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Hann tekur við liðinu af Nik Chamberlain sem hætti til að taka við sænska liðinu Kristianstad. Hefur fylgst með Nik og Blikaliðinu Jeffs hefur þjálfað karlalið undanfarin ár, síðast lið Hauka, en segist hafa náð að fylgjast með kvennaliði Blika. Hann þekkir því til leikmanna þess þótt hann hafi ekki verið að þjálfa í kvennaboltanum. „Þrátt fyrir að ég sé búinn að vera að þjálfa karlalið undanfarin ár þá er ég alveg búinn að fylgjast með kvennaboltanum og þá sérstaklega liði Breiðabliks. Ég og Nik erum ágætis vinir og ég er búinn að fylgjast með honum og með liðinu,“ sagði Jeffs. Hann ræddi við Nik um starfið áður en hann tók við. „Bara þegar þetta kom upp. Ég var í sambandi við hann og við töluðum saman um hlutina en þetta gerðist bara svolítið hratt. Við töluðum ekki það mikið saman en bara nógu til að ég myndi vera bara spenntur fyrir þessu,“ sagði Jeffs en er erfiðara að taka við Blikum sem tvöföldum meisturum? Þetta er bara gott „Þetta er bara lið sem vill bara vinna titla og það er bara krafa hér til að ná árangri. Ég held það hafi ekki skipt máli ef liðið hefði unnið Íslandsmeistaratitilinn núna í ár eða ekki. Það myndu alltaf vera sömu kröfur. Þetta er bara gott. Það er bara metnaður hjá félaginu. Og ég vil bara gera mitt besta og vonandi halda áfram eins og Breiðablik hefur verið að núna undanfarin ár,“ sagði Jeffs. En við hverjum mega stuðningsmenn Breiðabliks búast við frá liðinu hans og hvernig fótbolta ætlar hann að spila? „Ég myndi segja að ég og Nik séum með svipaða sýn á fótbolta. Hann spilar samt öðruvísi leikkerfi en það sem ég hef notað. Ég vil bara spila góðan fótbolta. Ég vil bara sækja mikið og ég vil bara helst spila skemmtilega sóknarsinnaðan fótbolta og vonandi getur það haldið áfram eftir að ég tek við þessu,“ sagði Jeffs. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Gerða Eyjakonur að bikarmeisturum Þjálfaraferill Ians hófst fyrir rúmum tíu árum síðan, þegar hann tók við þjálfun kvennaliðs ÍBV í efstu deild Íslandsmótsins. Á þeim fjórum árum sem hann stýrði ÍBV, kom hann liðinu meðal annars tvisvar sinnum í bikarúrslit og varð bikarmeistari 2017. Hann var aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins frá hausti 2018 til ársloka 2020 og átti sinn þátt í að þátttökurétturinn á Evrópumót landsliða var tryggður þá fyrir mótið 2022. Ian þjálfaði síðan karlalið Þróttar í tvö tímabil, þar sem hann stýrði liðinu m.a. upp um deild. Árið 2024 tók hann síðan við karlaliði Hauka, þar sem hann lét af störfum að nýloknu keppnistímabili.Sem leikmaður spilaði Ian Jeffs m.a. með ÍBV, Val og Fylki og á yfir 200 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá spilaði hann einnig með Crewe á Englandi og Örebro í Svíþjóð. Hann er menntaður íþróttafræðingur frá HR og er að ljúka UEFA Pro-gráðu í nóvember.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira