Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 14:32 Alex Ovechkin fagnar hér marki sínu fyrir Washington Capitals sem var mark númer níu hundruð hjá honum í NHL-deildinni. Getty/Randy Litzinger Alex Ovechkin skráði sig á spjöld íshokkísögunnar í nótt þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NHL-deildarinnar til að skora níu hundruð mörk á ferlinum. Eins og vaninn er þá fékk Ovechkin að eiga sögulega pökkinn sem hann skoraði með en sá pökkur fannst ekki alveg strax því markvörður móherjans í St. Louis Blues, Jordan Binnington, reyndi að fela hann í buxunum sínum. Ovechkin er leikmaður Washington Capitals og náði þessu tímamótamarki í 6-1 stórsigri á St. Louis Blues. Markahæsti leikmaður NHL frá upphafi varð þar með einnig sá fyrsti til að skora 900 mörk. Þetta var hans þriðja mark á tímabilinu. Blues goaltender Jordan Binnington tried to keep the puck for Alex Ovechkin's 900th goal 😅 Gotta respect the effort 😭 pic.twitter.com/g40TrMVglI— SportsCenter (@SportsCenter) November 6, 2025 Á meðan leikmenn Capitals fögnuðu með Ovechkin ýtti Binnington pökkinum úr netinu með kylfunni sinni og tók hann upp með markmannshanskanum. Hann setti kylfuna undir handlegginn, tók höndina úr verndarhanska sínum og náði í pökkinn. Síðan stakk hann pökkinum aftan í buxurnar sínar, fyrir framan allar sjónvarpsmyndavélarnar. Binnington fékk á sig fjögur mörk úr fimmtán skotum gegn Washington og var tekinn af velli eftir 9:28 í öðrum leikhluta. Hann ræddi ekki við fréttamenn eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Ovechkin sagðist hafa vitað að sækja þyrfti sögulega pökkin hans úr buxum Binningtons. „Já, ég sá það bara. Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Ovechkin var hins vegar létt yfir því að ná 900. markinu og skrá sig á spjöld sögunnar. „Fyrir nokkrum dögum spurði einhver mig: ‚Ertu að hugsa um þetta?‘ Auðvitað. Þetta er risastór tala,“ sagði Ovechkin. „Enginn hefur nokkurn tíma gert þetta í sögu NHL og að vera fyrsti leikmaðurinn til að gera það er sérstakt augnablik.“ 900 NHL GOALS FOR ALEX OVECHKIN!!! 🤩 pic.twitter.com/4HeKNfluoF— NHL (@NHL) November 6, 2025 Íshokkí Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Eins og vaninn er þá fékk Ovechkin að eiga sögulega pökkinn sem hann skoraði með en sá pökkur fannst ekki alveg strax því markvörður móherjans í St. Louis Blues, Jordan Binnington, reyndi að fela hann í buxunum sínum. Ovechkin er leikmaður Washington Capitals og náði þessu tímamótamarki í 6-1 stórsigri á St. Louis Blues. Markahæsti leikmaður NHL frá upphafi varð þar með einnig sá fyrsti til að skora 900 mörk. Þetta var hans þriðja mark á tímabilinu. Blues goaltender Jordan Binnington tried to keep the puck for Alex Ovechkin's 900th goal 😅 Gotta respect the effort 😭 pic.twitter.com/g40TrMVglI— SportsCenter (@SportsCenter) November 6, 2025 Á meðan leikmenn Capitals fögnuðu með Ovechkin ýtti Binnington pökkinum úr netinu með kylfunni sinni og tók hann upp með markmannshanskanum. Hann setti kylfuna undir handlegginn, tók höndina úr verndarhanska sínum og náði í pökkinn. Síðan stakk hann pökkinum aftan í buxurnar sínar, fyrir framan allar sjónvarpsmyndavélarnar. Binnington fékk á sig fjögur mörk úr fimmtán skotum gegn Washington og var tekinn af velli eftir 9:28 í öðrum leikhluta. Hann ræddi ekki við fréttamenn eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Ovechkin sagðist hafa vitað að sækja þyrfti sögulega pökkin hans úr buxum Binningtons. „Já, ég sá það bara. Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Ovechkin var hins vegar létt yfir því að ná 900. markinu og skrá sig á spjöld sögunnar. „Fyrir nokkrum dögum spurði einhver mig: ‚Ertu að hugsa um þetta?‘ Auðvitað. Þetta er risastór tala,“ sagði Ovechkin. „Enginn hefur nokkurn tíma gert þetta í sögu NHL og að vera fyrsti leikmaðurinn til að gera það er sérstakt augnablik.“ 900 NHL GOALS FOR ALEX OVECHKIN!!! 🤩 pic.twitter.com/4HeKNfluoF— NHL (@NHL) November 6, 2025
Íshokkí Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira