Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2025 14:17 Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. Vísir/Vilhelm Breska lyfjastofnunin, MHRA, hefur veitt markaðsleyfi fyrir allar útgáfur Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Simponi. Bandaríska lyfjastofnunin hafnaði Alvotech um leyfi fyrir sama lyf að svo stöddu á mánudag. Síðan þá hefur markaðsvirði félagsins lækkað um tæpan þriðjung. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um barst tilkynning frá Alvotech á mánudagsmorgun um að bandaríska lyfjastofnunin veitti félaginu að svo stöddu ekki leyfi fyrir AVT05, hliðstæðu við gigtarlyfið Simponi. Við lok markaða á föstudag stóð gengi hlutabréfa félagsins hér á landi í 950 krónum á hlut. Strax á mánudag fór gengið niður í 680 krónur og hafði aldrei verið lægra. Í gær var það komið niður í 638 krónur en þegar fréttin er skrifuð hefur gengið rétt lítilega úr sér og stendur í 648 krónum. Fá leyfi á Bretlandseyjum Í tilkynningu frá Alvotech til Kauphallar í dag segir að MHRA hafi veitt leyfi fyrir allar útgáfur af Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við Simponi. Samstarfsaðili Alvotech við markaðssetningu hliðstæðunnar í Evrópu sé Advanz Pharma, alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með höfuðstöðvar í Bretlandi sem markaðssetur lyfseðilsskyld lyf, stungu- og innrennslislyf og lyf við sjaldgæfum sjúkdómum. Markaðsleyfið heimili sölu í Bretlandi á Gobivaz 50 mg/0.5 mL og 100 mg/mL í áfylltri sprautu og lyfjapenna, til meðferðar fullorðinna við liðagigt, sóraliðagigt, hrygggigt og sáraristilbólgu og sjálfvakinni liðabólgu í börnum. Mannalyfjanefnd Lyfjastofnunar Evrópu hafi nýlega mælt með samþykki á markaðsleyfi fyrir lyfið á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Staðfesti styrk og getu félagsins „Þetta samþykki staðfestir styrk og getu Alvotech á sviði þróunar og framleiðslu hliðstæðna líftæknilyfja. Til þess höfum við byggt upp sérhæfða og fullkomna aðstöðu þar sem allir þættir í þróun og framleiðslu eru á einni hendi. Við hlökkum til að auka aðgengi að þessu mikilvæga lyfi til meðferðar við ýmsum langvinnum ónæmissjúkdómum, þegar markaðsetning hliðstæðunnar hefst á næstu vikum í samstarfi við Advanz Pharma,“ er haft eftir Joseph McClellan, framkvæmdastjóra rannsókna og framleiðslu hjá Alvotech. „Með þessu samþykki getum við komið Gobivaz í hendur sjúklinga og meðferðaraðila í Bretlandi og stuðlum þar með að betra aðgengi að mikilvægu lyfi við mörgum ónæmissjúkdómum,“ er haft eftir Nick Warwick, yfirmanni rannsókna hjá Advanz Pharma. Alvotech beri ábyrgð á þróun og framleiðslu Gobivaz, en Advanz Pharma fari með einkarétt til markaðssetningar lyfsins í Evrópu, að Bretlandi meðtöldu. Alvotech Lyf Bretland Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um barst tilkynning frá Alvotech á mánudagsmorgun um að bandaríska lyfjastofnunin veitti félaginu að svo stöddu ekki leyfi fyrir AVT05, hliðstæðu við gigtarlyfið Simponi. Við lok markaða á föstudag stóð gengi hlutabréfa félagsins hér á landi í 950 krónum á hlut. Strax á mánudag fór gengið niður í 680 krónur og hafði aldrei verið lægra. Í gær var það komið niður í 638 krónur en þegar fréttin er skrifuð hefur gengið rétt lítilega úr sér og stendur í 648 krónum. Fá leyfi á Bretlandseyjum Í tilkynningu frá Alvotech til Kauphallar í dag segir að MHRA hafi veitt leyfi fyrir allar útgáfur af Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við Simponi. Samstarfsaðili Alvotech við markaðssetningu hliðstæðunnar í Evrópu sé Advanz Pharma, alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með höfuðstöðvar í Bretlandi sem markaðssetur lyfseðilsskyld lyf, stungu- og innrennslislyf og lyf við sjaldgæfum sjúkdómum. Markaðsleyfið heimili sölu í Bretlandi á Gobivaz 50 mg/0.5 mL og 100 mg/mL í áfylltri sprautu og lyfjapenna, til meðferðar fullorðinna við liðagigt, sóraliðagigt, hrygggigt og sáraristilbólgu og sjálfvakinni liðabólgu í börnum. Mannalyfjanefnd Lyfjastofnunar Evrópu hafi nýlega mælt með samþykki á markaðsleyfi fyrir lyfið á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Staðfesti styrk og getu félagsins „Þetta samþykki staðfestir styrk og getu Alvotech á sviði þróunar og framleiðslu hliðstæðna líftæknilyfja. Til þess höfum við byggt upp sérhæfða og fullkomna aðstöðu þar sem allir þættir í þróun og framleiðslu eru á einni hendi. Við hlökkum til að auka aðgengi að þessu mikilvæga lyfi til meðferðar við ýmsum langvinnum ónæmissjúkdómum, þegar markaðsetning hliðstæðunnar hefst á næstu vikum í samstarfi við Advanz Pharma,“ er haft eftir Joseph McClellan, framkvæmdastjóra rannsókna og framleiðslu hjá Alvotech. „Með þessu samþykki getum við komið Gobivaz í hendur sjúklinga og meðferðaraðila í Bretlandi og stuðlum þar með að betra aðgengi að mikilvægu lyfi við mörgum ónæmissjúkdómum,“ er haft eftir Nick Warwick, yfirmanni rannsókna hjá Advanz Pharma. Alvotech beri ábyrgð á þróun og framleiðslu Gobivaz, en Advanz Pharma fari með einkarétt til markaðssetningar lyfsins í Evrópu, að Bretlandi meðtöldu.
Alvotech Lyf Bretland Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira