Körfubolti

Sá húsið sitt brenna til kaldra kola

Sindri Sverrisson skrifar
Hús Erik Spoelstra var enn að brenna þegar hann kom heim.
Hús Erik Spoelstra var enn að brenna þegar hann kom heim. Skjáskot/Twitter

Stórt einbýlishús Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat, er svo gott sem brunnið til grunna. Óljóst er hvað olli eldsvoðanum en enginn mun hafa verið í húsinu þegar eldurinn braust út.

Þetta segir AP fréttastofan en hér að neðan má sjá myndbönd sem sýna brunann og afleiðingar hans.

Spoelstra var ekki heima en kom heim þegar fjölmennt lið slökkviliðsmanna var enn að störfum við að ráða niðurlögum eldsins. Fréttamenn segja að hann hafi augljóslega verið í miklu áfalli.

Miami Heat liðið hafði verið að spila í Denver í gærkvöld og flugvél þeirra lenti ekki í Miami fyrr en 5:11 í morgun að staðartíma, eða um fjörutíu mínútum eftir að það kviknaði í húsinu.

Rannsókn á eldsupptökum er hafin en hún gæti tekið einhverjar vikur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×