Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. nóvember 2025 22:01 Eggert Aron spilaði allan leikinn í 0-0 jafntefli Brann gegn Bologna. Íslendingaliðið Brann hélt góðu gengi sínu í Evrópudeildinni áfram í kvöld en tókst ekki að sækja sigur gegn Bologna, sem lék nánast allan leikinn manni færri. Brann hefur verið á frábæru flugi í Evrópudeildinni og unnið síðustu tvo leiki. Íslendingaliðið mætti því fullt sjálfstrausts til Ítalíu í leikinn gegn Bologna. Hagur Brann vænkaðist líka verulega þegar Charalampos Lykogiannis, leikmaður Bologna, lét reka sig af velli eftir rúmar tuttugu mínútur. Þrátt fyrir það voru heimamenn Bologna hættulegri aðilinn og ógnuðu markinu meira, en Brann fékk besta færi leiksins sem lauk með markalausu jafntefli. Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann og átti eitt skot í leiknum, fyrir utan teig og framhjá markinu. Öruggur sigur eftir mikil mótmæli Aston Villa tók á móti Maccabi Tel Aviv í leik sem einkenndist af miklum mótmælum fyrir utan leikvanginn áður en hann hófst. Heimamenn fóru með öruggan 2-0 sigur, Ian Maatsen og Donyell Malen skoruðu mörkin. https://www.visir.is/g/20252799971d/sex-hand-tokur-i-mot-maelum-fyrir-leik-i-evropudeildinni Palace sneri aftur á sigurbraut í Sambandsdeildinni Crystal Palace komst aftur á sigurbraut eftir nokkuð óvænt tap gegn AEK í síðustu umferð. Ernirnir unnu 3-1 gegn AZ Alkmaar. Maxence Lacroix kom Palace yfir eftir rúmar tuttugu mínútur og Ismaila Sarr tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sven Mijnans minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks en Sarr svaraði skömmu síðar, setti sitt annað mark í leiknum og þar við sat til enda, 3-1 lokaniðurstaðan. Eftir úrslit kvöldsins eru þrjú lið með fullt hús stiga í Sambansdeildinni; Celje, Mainz og Samsunspor, lið Loga Tómassonar. https://www.visir.is/g/20252799961d/logi-a-toppnum-en-hakon-a-bekknum Frönsku liðin Lausanne og Strasbourg eru í næstu sætum fyrir neðan með sjö stig eftir þrjár umferðir. Þar á eftir koma Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem var þó frá keppni í kvöld, Crystal Palace og Shakhtar, sem lagði Breiðablik örugglega að velli fyrr í kvöld. https://www.visir.is/g/20252799812d/shakhtar-breida-blik-tekst-blikum-ad-strida-storlidi- Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Brann hefur verið á frábæru flugi í Evrópudeildinni og unnið síðustu tvo leiki. Íslendingaliðið mætti því fullt sjálfstrausts til Ítalíu í leikinn gegn Bologna. Hagur Brann vænkaðist líka verulega þegar Charalampos Lykogiannis, leikmaður Bologna, lét reka sig af velli eftir rúmar tuttugu mínútur. Þrátt fyrir það voru heimamenn Bologna hættulegri aðilinn og ógnuðu markinu meira, en Brann fékk besta færi leiksins sem lauk með markalausu jafntefli. Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann og átti eitt skot í leiknum, fyrir utan teig og framhjá markinu. Öruggur sigur eftir mikil mótmæli Aston Villa tók á móti Maccabi Tel Aviv í leik sem einkenndist af miklum mótmælum fyrir utan leikvanginn áður en hann hófst. Heimamenn fóru með öruggan 2-0 sigur, Ian Maatsen og Donyell Malen skoruðu mörkin. https://www.visir.is/g/20252799971d/sex-hand-tokur-i-mot-maelum-fyrir-leik-i-evropudeildinni Palace sneri aftur á sigurbraut í Sambandsdeildinni Crystal Palace komst aftur á sigurbraut eftir nokkuð óvænt tap gegn AEK í síðustu umferð. Ernirnir unnu 3-1 gegn AZ Alkmaar. Maxence Lacroix kom Palace yfir eftir rúmar tuttugu mínútur og Ismaila Sarr tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sven Mijnans minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks en Sarr svaraði skömmu síðar, setti sitt annað mark í leiknum og þar við sat til enda, 3-1 lokaniðurstaðan. Eftir úrslit kvöldsins eru þrjú lið með fullt hús stiga í Sambansdeildinni; Celje, Mainz og Samsunspor, lið Loga Tómassonar. https://www.visir.is/g/20252799961d/logi-a-toppnum-en-hakon-a-bekknum Frönsku liðin Lausanne og Strasbourg eru í næstu sætum fyrir neðan með sjö stig eftir þrjár umferðir. Þar á eftir koma Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem var þó frá keppni í kvöld, Crystal Palace og Shakhtar, sem lagði Breiðablik örugglega að velli fyrr í kvöld. https://www.visir.is/g/20252799812d/shakhtar-breida-blik-tekst-blikum-ad-strida-storlidi-
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira