Íslenski boltinn

Magnús verður á­fram í Mos­fells­bæ

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Magnús Már í djúpum pælingum með aðstoðarþjálfaranum Enes Cogic. Þeir verða saman á hliðarlínunni í Mosfellsbænum næstu árin. 
Magnús Már í djúpum pælingum með aðstoðarþjálfaranum Enes Cogic. Þeir verða saman á hliðarlínunni í Mosfellsbænum næstu árin.  vísir / diego

Magnús Már Einarsson og þjálfarateymi hans hjá Aftureldingu hafa skrifað undir samninga við félagið sem gilda út tímabilið 2028.

Magnús verður því áfram við stjórnvöldinn þegar Afturelding stígur skref niður í Lengjudeildina á næsta ári, eftir að hafa spilað í Bestu deildinni í fyrsta sinn í sumar.

Magnús skoðaði sig um þegar tímabilinu lauk og fór á fundi með HK og kvennaliði Breiðabliks, samkvæmt heimildum Vísis, en ákvað að halda kyrru fyrir.

Ásamt Magnúsi skrifaði allt þjálfarateymið undir nýja samninga, það eru aðstoðarþjálfarinn Enes Cogic, styrktarþjálfarinn Gunnar Ingi Garðarson, markmannsþjálfarinn Þórður Ingason og sjúkraþjálfarinn Garðar Guðnason.

,,Það hafa verið forréttindi að þjálfa meistaraflokk hjá uppeldisfélaginu undanfarin ár og ég er spenntur fyrir því að halda því áfram. Afturelding hefur tekið stór skref fram á við undanfarin ár og að mínu mati getur félagið farið ennþá hærra á næstu árum…

Við munum læra af því sem við hefðum getað gert betur í ár og mæta með öflugt lið til leiks næsta sumar þar sem markmiðið er að komast beint aftur upp í Bestu deildina. Hlakka til að sjá ykkur á vellinum. Áfram Afturelding” sagði Magnús í yfirlýsingu Aftureldingar.

https://www.facebook.com/aftureldingknattspyrna/posts/1417213300405419?ref=embed_post




Fleiri fréttir

Sjá meira


×