Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 13:02 Samstarf Arne Slot og John Heitinga skilaði Englandsmeistaratitli á fyrsta tímabili. Getty/Peter Byrne/ Hollenska fótboltafélagið hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann John Heitinga, fyrrverandi aðstoðarþjálfara Arne Slot hjá Liverpool. Heitinga þurfti að taka pokann sinn innan við sex mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Liverpool. Hinn 41 árs gamli Heitinga vann aðeins fimm af þeim ellefu leikjum sem hann stýrði í hollensku úrvalsdeildinni en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Feyenoord. 🚨 Ajax have approached their former manager - and ex-Manchester United boss - Erik ten Hag over a return after sacking head coach John Heitinga.Fred Grim will take over Heitinga’s duties in the meantime as interim coach.Ajax sit 8 points adrift of Eredivisie leaders… pic.twitter.com/Wv9eJh2lcQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 7, 2025 Ajax hefur auk þess tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni á þessu tímabili, þar á meðal var 3-0 tap á heimavelli gegn Galatasaray á miðvikudag sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Heitinga. Heitinga, sem er fyrrverandi leikmaður Everton, var aðstoðarþjálfari Slot á síðasta tímabili þegar Liverpool vann ensku úrvalsdeildina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Ajax í lok maí og sneri þar með aftur til félagsins þar sem hann lék yfir tvö hundruð leiki áður en hann varð stjóri varaliðsins og bráðabirgðastjóri aðalliðsins. „Þetta er sársaukafull ákvörðun. Við vitum að það getur tekið tíma fyrir nýjan þjálfara að vinna með leikmannahóp sem hefur tekið breytingum. Við höfum gefið John þann tíma, en við teljum að það sé best fyrir félagið að ráða einhvern annan til að leiða liðið,“ sagði Alex Kroes, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, á vefsíðu félagsins: Aðstoðarþjálfarinn, hinn sextugi Fred Grim, mun stýra Ajax til bráðabirgða. Hollenskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Ajax hafi áhuga á að ráða fyrrverandi stjóra sinn, Erik ten Hag, sem var rekinn frá Manchester United í október 2024 og entist aðeins í tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni með Bayer Leverkusen áður en honum var sagt upp í september á þessu ári. Ajax has suspended John Heitinga with immediate effect. The head coach’s contract was due to run until June 30, 2027, but will now be terminated. The same applies to assistant coach Marcel Keizer. Ajax is looking for a new head coach; in the meantime, Fred Grim will take over… pic.twitter.com/phMVZ7PbYI— AFC Ajax (@AFCAjax) November 6, 2025 Hollenski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Heitinga þurfti að taka pokann sinn innan við sex mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Liverpool. Hinn 41 árs gamli Heitinga vann aðeins fimm af þeim ellefu leikjum sem hann stýrði í hollensku úrvalsdeildinni en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Feyenoord. 🚨 Ajax have approached their former manager - and ex-Manchester United boss - Erik ten Hag over a return after sacking head coach John Heitinga.Fred Grim will take over Heitinga’s duties in the meantime as interim coach.Ajax sit 8 points adrift of Eredivisie leaders… pic.twitter.com/Wv9eJh2lcQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 7, 2025 Ajax hefur auk þess tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni á þessu tímabili, þar á meðal var 3-0 tap á heimavelli gegn Galatasaray á miðvikudag sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Heitinga. Heitinga, sem er fyrrverandi leikmaður Everton, var aðstoðarþjálfari Slot á síðasta tímabili þegar Liverpool vann ensku úrvalsdeildina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Ajax í lok maí og sneri þar með aftur til félagsins þar sem hann lék yfir tvö hundruð leiki áður en hann varð stjóri varaliðsins og bráðabirgðastjóri aðalliðsins. „Þetta er sársaukafull ákvörðun. Við vitum að það getur tekið tíma fyrir nýjan þjálfara að vinna með leikmannahóp sem hefur tekið breytingum. Við höfum gefið John þann tíma, en við teljum að það sé best fyrir félagið að ráða einhvern annan til að leiða liðið,“ sagði Alex Kroes, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, á vefsíðu félagsins: Aðstoðarþjálfarinn, hinn sextugi Fred Grim, mun stýra Ajax til bráðabirgða. Hollenskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Ajax hafi áhuga á að ráða fyrrverandi stjóra sinn, Erik ten Hag, sem var rekinn frá Manchester United í október 2024 og entist aðeins í tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni með Bayer Leverkusen áður en honum var sagt upp í september á þessu ári. Ajax has suspended John Heitinga with immediate effect. The head coach’s contract was due to run until June 30, 2027, but will now be terminated. The same applies to assistant coach Marcel Keizer. Ajax is looking for a new head coach; in the meantime, Fred Grim will take over… pic.twitter.com/phMVZ7PbYI— AFC Ajax (@AFCAjax) November 6, 2025
Hollenski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira