Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2025 11:00 Florian Wirtz er næstdýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. epa/ADAM VAUGHAN Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, tekur ekki undir með Arsene Wenger að koma Florians Wirtz hafi eyðilagt miðju Rauða hersins. Fyrr í vikunni sagði Wenger að Liverpool hafi eyðilagt miðjuna sína, sem virkaði svo vel á síðasta tímabili, með því að nota Wirtz í stöðu framliggjandi miðjumanns. Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai spiluðu saman á miðju Liverpool í sigrinum á Real Madrid á þriðjudaginn, 1-0, en Wirtz var á vinstri kantinum. „Allir hafa rétt á sinni skoðun,“ sagði Slot er ummæli Wengers voru borin undir hann á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Manchester City á morgun. „Við erum með 5-6 mjög góða miðjumenn sem geta allir spilað saman en þeir þurfa að spila meira saman til að ná því besta fram úr hverjum og einum. Florian þarf tíma til aðlagast liðsfélögum sínum og þeir þurfa tíma til að aðlagast honum. Núna spilaði hann á vinstri kantinum en ég get sagt ykkur, jafnvel þótt það sé ekki á morgun, að hann mun spila frábærlega sem miðjumaður með Liverpool.“ Snýst ekki um einn leikmann Wirtz hefur farið rólega af stað með Liverpool og ekki enn komið með beinum hætti að marki í ensku úrvalsdeildinni. Slot er samt ekki í neinum vafa um að þýski landsliðsmaðurinn muni blómstra í enska boltanum, sem framliggjandi miðjumaður eða inndreginn kantmaður. „Hann hefur hæfileikana til þess en þetta snýst ekki um einn leikmann. Þetta snýst líka um liðið. Þegar Xabi Alonso kom inn hjá Leverkusen var hann að mestu notaður sem inndreginn kantmaður í leikkerfinu 3-4-3 en fyrir það var hann aðallega notaður sem framliggjandi miðjumaður. Í landsliðinu spilar hann líka sem inndreginn kantmaður,“ sagði Slot. „Fyrir mig er áskorunin að koma honum í þessar stöður, sem inndreginn kantmaður eða tía, í kringum vítateiginn þar sem samherjar hans þurfa að finna hann á rétta tímapunktinum því þá gerir hann eitthvað sérstakt. Hann gerir þetta fyrir landsliðið, gerði þetta fyrir Leverkusen og hefur einnig gert þetta fyrir okkur.“ Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig eftir tíu umferðir, sjö stigum á eftir toppliði Arsenal. City er svo í 2. sætinu með nítján stig. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:50. Enski boltinn Tengdar fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Fyrr í vikunni sagði Wenger að Liverpool hafi eyðilagt miðjuna sína, sem virkaði svo vel á síðasta tímabili, með því að nota Wirtz í stöðu framliggjandi miðjumanns. Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai spiluðu saman á miðju Liverpool í sigrinum á Real Madrid á þriðjudaginn, 1-0, en Wirtz var á vinstri kantinum. „Allir hafa rétt á sinni skoðun,“ sagði Slot er ummæli Wengers voru borin undir hann á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Manchester City á morgun. „Við erum með 5-6 mjög góða miðjumenn sem geta allir spilað saman en þeir þurfa að spila meira saman til að ná því besta fram úr hverjum og einum. Florian þarf tíma til aðlagast liðsfélögum sínum og þeir þurfa tíma til að aðlagast honum. Núna spilaði hann á vinstri kantinum en ég get sagt ykkur, jafnvel þótt það sé ekki á morgun, að hann mun spila frábærlega sem miðjumaður með Liverpool.“ Snýst ekki um einn leikmann Wirtz hefur farið rólega af stað með Liverpool og ekki enn komið með beinum hætti að marki í ensku úrvalsdeildinni. Slot er samt ekki í neinum vafa um að þýski landsliðsmaðurinn muni blómstra í enska boltanum, sem framliggjandi miðjumaður eða inndreginn kantmaður. „Hann hefur hæfileikana til þess en þetta snýst ekki um einn leikmann. Þetta snýst líka um liðið. Þegar Xabi Alonso kom inn hjá Leverkusen var hann að mestu notaður sem inndreginn kantmaður í leikkerfinu 3-4-3 en fyrir það var hann aðallega notaður sem framliggjandi miðjumaður. Í landsliðinu spilar hann líka sem inndreginn kantmaður,“ sagði Slot. „Fyrir mig er áskorunin að koma honum í þessar stöður, sem inndreginn kantmaður eða tía, í kringum vítateiginn þar sem samherjar hans þurfa að finna hann á rétta tímapunktinum því þá gerir hann eitthvað sérstakt. Hann gerir þetta fyrir landsliðið, gerði þetta fyrir Leverkusen og hefur einnig gert þetta fyrir okkur.“ Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig eftir tíu umferðir, sjö stigum á eftir toppliði Arsenal. City er svo í 2. sætinu með nítján stig. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:50.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03