Fótbolti

Emelía og stöllur með átta stiga for­skot

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emelía Óskarsdóttir er byrjuð að spila á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla.
Emelía Óskarsdóttir er byrjuð að spila á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Køge

Køge, sem Emelía Óskarsdóttir leikur með, er með átta stiga forskot á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Í dag gerði Køge 1-1 jafntefli við Brøndby.

Emelía hefur heldur betur minnt á sig upp á síðkastið með fjórum mörkum í tveimur leikjum.

Emelía var lengi frá keppni vegna meiðsla en er komin aftur á ferðina og byrjuð að láta til sín taka með sterku liði Køge.

Emelía byrjaði á bekknum í dag en kom inn á sem varamaður á 71. mínútu. Þá var staðan 0-1, Køge í vil en liðið náði forystunni á 52. mínútu.

Allt stefndi í útisigur hjá Køge en Brøndby jafnaði þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir lék síðustu sextán mínúturnar í liði Brøndby sem er í 3. sæti deildarinnar með tuttugu stig.

Køge er á toppi deildarinnar með 31 stig, átta stigum á undan Fortuna Hjørring sem er í 2. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×